Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2015 22:30 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einn af ákærðu í Marple-málinu. Vísir/Gva Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson. Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Sjá meira
Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06