Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2015 22:30 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einn af ákærðu í Marple-málinu. Vísir/Gva Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson. Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent