Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 23-22 | Ótrúlegt sigurmark Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Framhúsinu skrifar 8. október 2015 21:15 Finnur Ingi var markahæstur allra á vellinum með 13 mörk. vísir/vilhelm Arnar Snær Magnússon var hetja Fram er hann skoraði sigurmark sinna manna þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka í ótrúlegum leik gegn Gróttu í Olísdeild karla í kvöld. Munurinn var eitt mark í hálfleik, Fram í vil, en heimamenn virtust hafa gert út um leikinn með því að komast sjö mörkum yfir um miðjan síðari hálfleikinn. Valtýr Már Hákonason varði þá nánast allt sem á markið kom. En Grótta kom til baka, náði að jafna leikinn og fá boltann þegar ein mínúta var eftir. En skot Styrmis Sigurðarsonar var framhjá og Valtýr grýtti boltanum fram á Arnar Snæ sem skoraði, við gríðarlegan fögnuð Framara. Valtýr Már varði alls fimmtán skot í leiknum og var besti maður Framara. En það mátti litlu muna að frammistaða hans yrði til einskis en Framarar voru heppnir að skot Styrmis fór framhjá. Finnur Ingi Stefánsson var magnaður í liði Gróttu. Hann skoraði þrettán mörk úr fimmtán skotum og var aðalmaðurinn í endurkomu Gróttu. Næsti markaskorari Gróttu var með tvö mörk og segir það sitt um breiddina í sóknarleik gestanna.Gestirnir með undirtökin framan af Eftir slæmt tap í síðustu umferð hafði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, rætt um að hans menn myndu mæta grimmir til leiks í kvöld. Það gerðu þeir en það kom fljótt í ljós að Gróttumenn voru undir það búnir og gott betur. Bæði lið spiluðu ágætan 5-1 varnarleik en báðum var þó oft refsað í sókn fyrir tapaða bolta, þannig að úr varð nokkur hraður leikur. Grótta var með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik og náði nokkrum sinnum tveggja marka forystu. Framarar áttu þó ávallt svar og svöruðu jafn harðan. Með innkomu Valtýs Más Hákonarsonar, sem varði fimm af síðustu átta skotum Gróttu í fyrri hálfleik, náði Fram að herða varnarleikinn sinn og komast yfir undir lok hálfleiksins.82 prósenta hlutfallsmarkvarsla Valtýr fór hamförum í seinni hálfleik og var um tíma með 82 prósenta hlutfallsmarkvörslu með fjórtán skot varin af sautján. Grótta skoraði ekki fyrr en að tólf mínútum liðnum í seinni hálfleik og Fram virtist einfaldlega hafa gengið frá leiknum þegar stundarfjórðungur var eftir. En þá byrjaði endurkoman hjá Gróttu. Hægt og rólega náðu þeir að vinna sig til baka. Gestirnir fundu leiðina fram hjá Valtý, sem varði aðeins eitt skot til viðbótar á síðasta korterinu, með skynsamlegum ákvörðunum í sóknarleik sínum og nýttu sér um leið klaufagang Framara, sem virtust hafa haldið að sigurinn væri kominn í hús. Finnur Ingi tók leikinn nánast yfir og skoraði hvert markið á fætur öðru. Það fór um Framara í stúkunni og þegar Lárus Gunnarsson, varamarkvörður Gróttu, varði skot Sigurðar Arnar Þorsteinssonar þegar mínúta var eftir af leiknum virtist stefna í að endurkoma Grótta yrði fullkomnuð. En sem fyrr segir gekk það ekki eftir og má gera ráð fyrir að sigurmark Arnars Snæs gæti reynst Frömurum ansi dýrmætt upp á framhaldið að gera. Sjálfstraust þeirra bláklæddu var orðið brothætt eftir þrjá tapleiki í röð en með því að bjarga sigrinum í kvöld gæti það reynst vendipunkturinn sem Framarar þurftu á að halda. Örlögin voru grimm fyrir Gróttu í kvöld en þeir geta ekki leyft sér að slökkva nánast á sér í stundarfjórðung. Enn síður er ljóst að þeir geta ekki stólað á að einn leikmaður skori þrettán mörk í hverjum leik. Nýliðarnir eru því enn á botni deildarinnar en sem komið er en sýndu inn á milli í kvöld, eins og í öðrum leikjum, að með góðum 60 mínútna leik eiga þeir erindi í nánast hvaða lið sem er í deildinni.Guðlaugur: Sigurinn gefur sjálfstraust Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, var vitanlega dauðfeginn með að hans menn hafi landað sigri gegn Gróttu í kvöld enda stóð það tæpt á lokamínútunni. „Ég er afar ánægður með að vinna leikinn. Við höfum átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum og það sást á síðustu tíu mínútunum hér í kvöld. Það vantaði áræðnina og að taka af skarið í okkar liði,“ sagði Guðlaugur við Vísi eftir leikinn. „Sigurinn gefur okkur mikið sjálfstraust. Grótta er með gott lið en við eigum að vera nógu góðir til að sigla svona leik örugglega í höfn. En við urðum aðeins ragir.“ Hann kallaði eftir meiri baráttu hjá sínum mönnum eftir síðustu tapleiki liðsins og hann fékk hana í kvöld, þrátt fyrir að Framarar hafi næstum kastað leiknum frá sér. „Ég er gríðarlega ánægður með baráttuna og viljann sem við sýndum í þessum leik,“ sagði Guðlaugur, ánægður með sína menn. Valtýr Már Hákonarson fór á kostum í kvöld og var um tíma með 82 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Hann varði alls fimmtán skot í leiknum, þrátt fyrir að hafa byrjað á bekknum. „Hann var frábær og við höfum verið að bíða eftir því að hann stígi upp. Hann hefur fengið mínútur hjá okkur í vetur en sýndi í kvöld að hann ætlar að veita Kristófer samkeppni um markvarðastöðuna.“ „Fyrst og fremst var gott að fá tvö stig. Við höfðum tapað þremur leikjum í kvöld, þar af tveimur nokkuð illa, og því var þetta sigur sem við þurftum á að halda.“Finnur Ingi: Megum ekki taka pásu í 10-15 mínútur Hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson átti stórleik fyrir Gróttu í kvöld. Hann skoraði þrettán mörk úr fimmtán skotum en næstmarkahæstu menn Gróttu voru með tvö mörk. Hann var í aðalhlutverki þegar Grótta kom til baka í leiknum eftir að hafa lent sjö mörkum undir en Fram tryggði sér sigur úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum - eftir að Gróttumenn höfðu klikkað á skoti. „Það hefði verið fínt að enda þetta einu yfir - skítt með markafjöldann. Við fengum fínt færi undir lokin - fyrir miðju marki en skotið fór framhjá.“ Finnur Ingi segir jákvætt að hans menn hafi þó náð að koma til baka og átt möguleika á sigrinum eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. „Við gáfum allt í þetta. Það verður ekki tekið af okkur. En við eigum hrikalegt korter í upphafi seinni hálfleiks þar sem við grófum okkar eigin gröf.“ Grótta lenti líka sjö mörkum undir gegn Haukum á dögunum en náði að hleypa spennu í lokamínútur þess leik einnig. „Þetta sýnir að við höfum þetta allt saman. Við þurfum bara að spila vel í 60 mínútur. Það þýðir ekkert að taka sér pásu í 10-15 mínútur. Það fer aldrei vel, sérstaklega ekki á móti sterkustu liðunum í deildinni.“ „Framarar eru flottir og hanga vel á boltanum og allt það. Það var því góður karakter hjá okkur að koma til baka en við þurfum klárlega að gera betur.“ Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Arnar Snær Magnússon var hetja Fram er hann skoraði sigurmark sinna manna þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka í ótrúlegum leik gegn Gróttu í Olísdeild karla í kvöld. Munurinn var eitt mark í hálfleik, Fram í vil, en heimamenn virtust hafa gert út um leikinn með því að komast sjö mörkum yfir um miðjan síðari hálfleikinn. Valtýr Már Hákonason varði þá nánast allt sem á markið kom. En Grótta kom til baka, náði að jafna leikinn og fá boltann þegar ein mínúta var eftir. En skot Styrmis Sigurðarsonar var framhjá og Valtýr grýtti boltanum fram á Arnar Snæ sem skoraði, við gríðarlegan fögnuð Framara. Valtýr Már varði alls fimmtán skot í leiknum og var besti maður Framara. En það mátti litlu muna að frammistaða hans yrði til einskis en Framarar voru heppnir að skot Styrmis fór framhjá. Finnur Ingi Stefánsson var magnaður í liði Gróttu. Hann skoraði þrettán mörk úr fimmtán skotum og var aðalmaðurinn í endurkomu Gróttu. Næsti markaskorari Gróttu var með tvö mörk og segir það sitt um breiddina í sóknarleik gestanna.Gestirnir með undirtökin framan af Eftir slæmt tap í síðustu umferð hafði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, rætt um að hans menn myndu mæta grimmir til leiks í kvöld. Það gerðu þeir en það kom fljótt í ljós að Gróttumenn voru undir það búnir og gott betur. Bæði lið spiluðu ágætan 5-1 varnarleik en báðum var þó oft refsað í sókn fyrir tapaða bolta, þannig að úr varð nokkur hraður leikur. Grótta var með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik og náði nokkrum sinnum tveggja marka forystu. Framarar áttu þó ávallt svar og svöruðu jafn harðan. Með innkomu Valtýs Más Hákonarsonar, sem varði fimm af síðustu átta skotum Gróttu í fyrri hálfleik, náði Fram að herða varnarleikinn sinn og komast yfir undir lok hálfleiksins.82 prósenta hlutfallsmarkvarsla Valtýr fór hamförum í seinni hálfleik og var um tíma með 82 prósenta hlutfallsmarkvörslu með fjórtán skot varin af sautján. Grótta skoraði ekki fyrr en að tólf mínútum liðnum í seinni hálfleik og Fram virtist einfaldlega hafa gengið frá leiknum þegar stundarfjórðungur var eftir. En þá byrjaði endurkoman hjá Gróttu. Hægt og rólega náðu þeir að vinna sig til baka. Gestirnir fundu leiðina fram hjá Valtý, sem varði aðeins eitt skot til viðbótar á síðasta korterinu, með skynsamlegum ákvörðunum í sóknarleik sínum og nýttu sér um leið klaufagang Framara, sem virtust hafa haldið að sigurinn væri kominn í hús. Finnur Ingi tók leikinn nánast yfir og skoraði hvert markið á fætur öðru. Það fór um Framara í stúkunni og þegar Lárus Gunnarsson, varamarkvörður Gróttu, varði skot Sigurðar Arnar Þorsteinssonar þegar mínúta var eftir af leiknum virtist stefna í að endurkoma Grótta yrði fullkomnuð. En sem fyrr segir gekk það ekki eftir og má gera ráð fyrir að sigurmark Arnars Snæs gæti reynst Frömurum ansi dýrmætt upp á framhaldið að gera. Sjálfstraust þeirra bláklæddu var orðið brothætt eftir þrjá tapleiki í röð en með því að bjarga sigrinum í kvöld gæti það reynst vendipunkturinn sem Framarar þurftu á að halda. Örlögin voru grimm fyrir Gróttu í kvöld en þeir geta ekki leyft sér að slökkva nánast á sér í stundarfjórðung. Enn síður er ljóst að þeir geta ekki stólað á að einn leikmaður skori þrettán mörk í hverjum leik. Nýliðarnir eru því enn á botni deildarinnar en sem komið er en sýndu inn á milli í kvöld, eins og í öðrum leikjum, að með góðum 60 mínútna leik eiga þeir erindi í nánast hvaða lið sem er í deildinni.Guðlaugur: Sigurinn gefur sjálfstraust Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, var vitanlega dauðfeginn með að hans menn hafi landað sigri gegn Gróttu í kvöld enda stóð það tæpt á lokamínútunni. „Ég er afar ánægður með að vinna leikinn. Við höfum átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum og það sást á síðustu tíu mínútunum hér í kvöld. Það vantaði áræðnina og að taka af skarið í okkar liði,“ sagði Guðlaugur við Vísi eftir leikinn. „Sigurinn gefur okkur mikið sjálfstraust. Grótta er með gott lið en við eigum að vera nógu góðir til að sigla svona leik örugglega í höfn. En við urðum aðeins ragir.“ Hann kallaði eftir meiri baráttu hjá sínum mönnum eftir síðustu tapleiki liðsins og hann fékk hana í kvöld, þrátt fyrir að Framarar hafi næstum kastað leiknum frá sér. „Ég er gríðarlega ánægður með baráttuna og viljann sem við sýndum í þessum leik,“ sagði Guðlaugur, ánægður með sína menn. Valtýr Már Hákonarson fór á kostum í kvöld og var um tíma með 82 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Hann varði alls fimmtán skot í leiknum, þrátt fyrir að hafa byrjað á bekknum. „Hann var frábær og við höfum verið að bíða eftir því að hann stígi upp. Hann hefur fengið mínútur hjá okkur í vetur en sýndi í kvöld að hann ætlar að veita Kristófer samkeppni um markvarðastöðuna.“ „Fyrst og fremst var gott að fá tvö stig. Við höfðum tapað þremur leikjum í kvöld, þar af tveimur nokkuð illa, og því var þetta sigur sem við þurftum á að halda.“Finnur Ingi: Megum ekki taka pásu í 10-15 mínútur Hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson átti stórleik fyrir Gróttu í kvöld. Hann skoraði þrettán mörk úr fimmtán skotum en næstmarkahæstu menn Gróttu voru með tvö mörk. Hann var í aðalhlutverki þegar Grótta kom til baka í leiknum eftir að hafa lent sjö mörkum undir en Fram tryggði sér sigur úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum - eftir að Gróttumenn höfðu klikkað á skoti. „Það hefði verið fínt að enda þetta einu yfir - skítt með markafjöldann. Við fengum fínt færi undir lokin - fyrir miðju marki en skotið fór framhjá.“ Finnur Ingi segir jákvætt að hans menn hafi þó náð að koma til baka og átt möguleika á sigrinum eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. „Við gáfum allt í þetta. Það verður ekki tekið af okkur. En við eigum hrikalegt korter í upphafi seinni hálfleiks þar sem við grófum okkar eigin gröf.“ Grótta lenti líka sjö mörkum undir gegn Haukum á dögunum en náði að hleypa spennu í lokamínútur þess leik einnig. „Þetta sýnir að við höfum þetta allt saman. Við þurfum bara að spila vel í 60 mínútur. Það þýðir ekkert að taka sér pásu í 10-15 mínútur. Það fer aldrei vel, sérstaklega ekki á móti sterkustu liðunum í deildinni.“ „Framarar eru flottir og hanga vel á boltanum og allt það. Það var því góður karakter hjá okkur að koma til baka en við þurfum klárlega að gera betur.“
Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira