Viðskipti erlent

Hlutabréfaverð Volkswagen féll um 18% í dag

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tæplega 500 þúsund Volkswagen bílar voru með ólöglegan hugbúnað.
Tæplega 500 þúsund Volkswagen bílar voru með ólöglegan hugbúnað. Vísir/AFP
Hlutabréfaverð bílaframleiðandans Volkswagen féll um 18% eftir að komst upp að nokkrar bílategundir þess væru með hugbúnað hannaðan til að blekkja yfirvöld. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna uppgtötvaði hugbúnað sem gat logið til um kolefnislosun. Í kjölfarið var bílaframleiðandanum gert að innkalla hálfa milljón bíla. Volkswagen gæti einnig þurft að greiða umhverfiseftirliti Bandaríkjanna sekt sem nemur milljörðum dollara.

Framkvæmdastjórar hjá Volkswagen gætu einnig sætt refsingar. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna fann hugbúnaðinn í nokkrum tegundum dísel bíla, meðal annars Audi A3, VW Jetta, Bjöllu, Golf og Passat. Hugbúnaðurinn gerði það að verkum að vélarnar losuðu minna kolefni í prófum en við venjulegan akstur. VW hefur nú hætt sölu á bílunum í Bandaríkjunum. Sekt á hvern bíl gæti numið tæpum 4,8 milljónum á hvern bíl, eða allt að 18 milljörðum dollara fyrir alla 482 þúsund bílana selda síðan árið 2008.

Sektin er mjög há, þrátt fyrir að VW bílar voru mest seldu bílar í heimi fyrstu sex mánuði ársins, þá er markaðsvirði fyrirtækisins 75 milljarðar dollarar. 

Frétt BBC um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×