Vilja að Fjármálaeftirlitið kanni hvort stjórnendur banka og kortafyrirtækja séu vanhæfir Sæunn Gísladóttir skrifar 22. september 2015 14:56 Jóhannes Ingi Kolbeinsson er framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Vísir/Arnþór Birkisson Kortaþjónustan sendi í dag Fjármálaeftirlitinu erindi þar sem farið er fram á að FME kanni hæfi nafngreindra stjórnenda fjármálafyrirtækjanna Borgunar, Valitors, Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka. Telur Kortaþjónustan að stjórnendurnir uppfylli ekki hæfisskilyrði laga um fjármálafyrirtæki þar sem þeir stýrðu fyrirtækjunum þegar þar voru ástunduð samkeppnislagabrot gagnvart Kortaþjónustunni, og stýra þeim enn. Stjórnendurnir hafa viðurkennt lögbrotin, sem voru gróf, langvarandi og með því markmiði að skerða samkeppnishæfni Kortaþjónustunnar, segir í tilkynningu frá Kortaþjónustunni. Lög um fjármálafyrirtæki setja ákveðin skilyrði fyrir hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja. Umrædd samkeppnislagabrot voru mjög alvarleg, umfangsmikil og áttu sér stað yfir langt tímabil samkvæmt ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Kortaþjónustan telur því fullt tilefni til að Fjármálaeftirlitið kanni hvort aðkoma viðkomandi stjórnenda að brotunum geri þá óhæfa til að stýra fjármálafyrirtækjum. Í erindinu er meðal annars vakin athygli á að brotin hafi skaðað viðkomandi fjármálafyrirtæki stórkostlega þar sem samanlagðar sektargreiðslur vegna brotanna nema samtals 2.855 milljónum króna. Jafnframt er bent á að Samkeppniseftirlitið hafi gert sátt við fjármálafyrirtækin, sem stjórnendur þeirra skrifuðu upp á, þar sem þau viðurkenndu lögbrotin en um leið var samið um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki kæra viðkomandi stjórnendur til lögreglu. Telur Kortaþjónustan að þótt stjórnendurnir hafi þannig getað samið sig frá ákæru eigi Fjármálaeftirlitið engu að síður að endurmeta hæfi þeirra og koma í veg fyrir að umrætt fólk, sem augljóslega hefði verið hægt að dæma fyrir brot á samkeppnislögum og jafnvel almennum hegningarlögum, stýri fjármálafyrirtækjum. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Kortaþjónustan sendi í dag Fjármálaeftirlitinu erindi þar sem farið er fram á að FME kanni hæfi nafngreindra stjórnenda fjármálafyrirtækjanna Borgunar, Valitors, Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka. Telur Kortaþjónustan að stjórnendurnir uppfylli ekki hæfisskilyrði laga um fjármálafyrirtæki þar sem þeir stýrðu fyrirtækjunum þegar þar voru ástunduð samkeppnislagabrot gagnvart Kortaþjónustunni, og stýra þeim enn. Stjórnendurnir hafa viðurkennt lögbrotin, sem voru gróf, langvarandi og með því markmiði að skerða samkeppnishæfni Kortaþjónustunnar, segir í tilkynningu frá Kortaþjónustunni. Lög um fjármálafyrirtæki setja ákveðin skilyrði fyrir hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja. Umrædd samkeppnislagabrot voru mjög alvarleg, umfangsmikil og áttu sér stað yfir langt tímabil samkvæmt ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Kortaþjónustan telur því fullt tilefni til að Fjármálaeftirlitið kanni hvort aðkoma viðkomandi stjórnenda að brotunum geri þá óhæfa til að stýra fjármálafyrirtækjum. Í erindinu er meðal annars vakin athygli á að brotin hafi skaðað viðkomandi fjármálafyrirtæki stórkostlega þar sem samanlagðar sektargreiðslur vegna brotanna nema samtals 2.855 milljónum króna. Jafnframt er bent á að Samkeppniseftirlitið hafi gert sátt við fjármálafyrirtækin, sem stjórnendur þeirra skrifuðu upp á, þar sem þau viðurkenndu lögbrotin en um leið var samið um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki kæra viðkomandi stjórnendur til lögreglu. Telur Kortaþjónustan að þótt stjórnendurnir hafi þannig getað samið sig frá ákæru eigi Fjármálaeftirlitið engu að síður að endurmeta hæfi þeirra og koma í veg fyrir að umrætt fólk, sem augljóslega hefði verið hægt að dæma fyrir brot á samkeppnislögum og jafnvel almennum hegningarlögum, stýri fjármálafyrirtækjum.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira