Konur í kvikmyndagerð Laufey Guðjónsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. Kvikmyndasjóður þarf að stuðla að kraftmiklu umhverfi fyrir framleiðslu kvikmynda og gæta réttlætis við meðferð umsókna og styrkveitingar. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, KMÍ, höfum við nú tekið saman ítarlegri tölur en áður um kynjahlutföll með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ. Samantektin nær til handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda en þessi störf ráða úrslitum í því að koma röddum og sjónarhornum kvenna á framfæri. Eins og sjá má á mynd 1, bárust á árunum 2005-2015 KMÍ 154 umsóknir um framleiðslustyrki, 127 þar sem leikstjóri er karl og voru veittir 74 styrkir og styrkvilyrði. 26 umsóknir bárust þar sem leikstjóri er kona og 15 styrkir veittir. Árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Á sama tímabili voru konur framleiðendur 38 mynda af 71 sem hlutu endanlegan framleiðslustyrk. Mynd 2 sýnir fjölda úthlutana framleiðslustyrkja og vilyrða eftir kyni handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda fyrir leiknar myndir í fullri lengd, leikið sjónvarpsefni, heimildarmyndir og stuttmyndir á árunum 2012-2015. Frá 2012 hefur umsóknum með kvenkynsleikstjórum fjölgað og árangurshlutfall hækkað í öllum flokkum framleiðslustyrkja, er nú í 67% fyrir leiknar myndir, 86% í heimildarmyndum, 78% í stuttmyndum og 100% í leiknu sjónvarpsefni. Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári auk nokkurra lægri styrkja t.d. vegna eftirvinnslu eða samframleiðslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið. Synjun um styrk er ekki alltaf endastöð umsækjanda. Fjárhagsstaða sjóðsins hverju sinni skiptir miklu máli og oft kjósa umsækjendur fremur framhaldsstyrki til að þróa verkefni sín betur áður en kemur að endanlegri umsókn um framleiðslustyrk. Ólíkt öðrum menningarstofnunum á menningarsviðinu stendur KMÍ ekki fyrir verkefnum. Umsóknir berast frá listamönnum og/eða framleiðendum sem hafa kvikmyndagerð að atvinnu sem síðan standa alfarið að framkvæmd og fjármögnun umfram það sem nemur styrk úr Kvikmyndasjóði. Gerjun hugmynda og sköpunarkraftur fagmanna ráða för við þróun kvikmynda. Vandinn við að fá fleiri umsóknir frá konum er vel þekktur og fjölþættari en svo að KMÍ geti verið meira en hvetjandi aðili og virkur sem slíkur. T.d. var mennta- og menningarmálaráðuneytinu falið með þingsályktun árið 2010 að finna leiðir til að hvetja konur til að sækja fram. Innviðir hér á landi eru talsvert fábrotnari en hjá nágrannaþjóðum. Almennt nám í myndlæsi er lítið sem ekkert í grunn- og framhaldsskólum, fáir fagmenntaðir kennarar og lítið til af námsgögnum. Í flestum löndum sem við lítum til er að finna vinnusmiðjur fyrir börn, unglinga og aðra áhugasama sem vilja spreyta sig undir leiðsögn fagafólks. Að Kvikmyndaskóla Íslands frátöldum er formlegt nám í kvikmyndagerð lítið og aðeins í boði í örfáum framhaldsskólum. Til að bæta stöðuna verða allir að leggjast á eitt, KMÍ, skólar, stjórnvöld og fagfólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. Kvikmyndasjóður þarf að stuðla að kraftmiklu umhverfi fyrir framleiðslu kvikmynda og gæta réttlætis við meðferð umsókna og styrkveitingar. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, KMÍ, höfum við nú tekið saman ítarlegri tölur en áður um kynjahlutföll með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ. Samantektin nær til handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda en þessi störf ráða úrslitum í því að koma röddum og sjónarhornum kvenna á framfæri. Eins og sjá má á mynd 1, bárust á árunum 2005-2015 KMÍ 154 umsóknir um framleiðslustyrki, 127 þar sem leikstjóri er karl og voru veittir 74 styrkir og styrkvilyrði. 26 umsóknir bárust þar sem leikstjóri er kona og 15 styrkir veittir. Árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Á sama tímabili voru konur framleiðendur 38 mynda af 71 sem hlutu endanlegan framleiðslustyrk. Mynd 2 sýnir fjölda úthlutana framleiðslustyrkja og vilyrða eftir kyni handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda fyrir leiknar myndir í fullri lengd, leikið sjónvarpsefni, heimildarmyndir og stuttmyndir á árunum 2012-2015. Frá 2012 hefur umsóknum með kvenkynsleikstjórum fjölgað og árangurshlutfall hækkað í öllum flokkum framleiðslustyrkja, er nú í 67% fyrir leiknar myndir, 86% í heimildarmyndum, 78% í stuttmyndum og 100% í leiknu sjónvarpsefni. Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári auk nokkurra lægri styrkja t.d. vegna eftirvinnslu eða samframleiðslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið. Synjun um styrk er ekki alltaf endastöð umsækjanda. Fjárhagsstaða sjóðsins hverju sinni skiptir miklu máli og oft kjósa umsækjendur fremur framhaldsstyrki til að þróa verkefni sín betur áður en kemur að endanlegri umsókn um framleiðslustyrk. Ólíkt öðrum menningarstofnunum á menningarsviðinu stendur KMÍ ekki fyrir verkefnum. Umsóknir berast frá listamönnum og/eða framleiðendum sem hafa kvikmyndagerð að atvinnu sem síðan standa alfarið að framkvæmd og fjármögnun umfram það sem nemur styrk úr Kvikmyndasjóði. Gerjun hugmynda og sköpunarkraftur fagmanna ráða för við þróun kvikmynda. Vandinn við að fá fleiri umsóknir frá konum er vel þekktur og fjölþættari en svo að KMÍ geti verið meira en hvetjandi aðili og virkur sem slíkur. T.d. var mennta- og menningarmálaráðuneytinu falið með þingsályktun árið 2010 að finna leiðir til að hvetja konur til að sækja fram. Innviðir hér á landi eru talsvert fábrotnari en hjá nágrannaþjóðum. Almennt nám í myndlæsi er lítið sem ekkert í grunn- og framhaldsskólum, fáir fagmenntaðir kennarar og lítið til af námsgögnum. Í flestum löndum sem við lítum til er að finna vinnusmiðjur fyrir börn, unglinga og aðra áhugasama sem vilja spreyta sig undir leiðsögn fagafólks. Að Kvikmyndaskóla Íslands frátöldum er formlegt nám í kvikmyndagerð lítið og aðeins í boði í örfáum framhaldsskólum. Til að bæta stöðuna verða allir að leggjast á eitt, KMÍ, skólar, stjórnvöld og fagfólkið.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun