Konur í kvikmyndagerð Laufey Guðjónsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. Kvikmyndasjóður þarf að stuðla að kraftmiklu umhverfi fyrir framleiðslu kvikmynda og gæta réttlætis við meðferð umsókna og styrkveitingar. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, KMÍ, höfum við nú tekið saman ítarlegri tölur en áður um kynjahlutföll með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ. Samantektin nær til handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda en þessi störf ráða úrslitum í því að koma röddum og sjónarhornum kvenna á framfæri. Eins og sjá má á mynd 1, bárust á árunum 2005-2015 KMÍ 154 umsóknir um framleiðslustyrki, 127 þar sem leikstjóri er karl og voru veittir 74 styrkir og styrkvilyrði. 26 umsóknir bárust þar sem leikstjóri er kona og 15 styrkir veittir. Árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Á sama tímabili voru konur framleiðendur 38 mynda af 71 sem hlutu endanlegan framleiðslustyrk. Mynd 2 sýnir fjölda úthlutana framleiðslustyrkja og vilyrða eftir kyni handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda fyrir leiknar myndir í fullri lengd, leikið sjónvarpsefni, heimildarmyndir og stuttmyndir á árunum 2012-2015. Frá 2012 hefur umsóknum með kvenkynsleikstjórum fjölgað og árangurshlutfall hækkað í öllum flokkum framleiðslustyrkja, er nú í 67% fyrir leiknar myndir, 86% í heimildarmyndum, 78% í stuttmyndum og 100% í leiknu sjónvarpsefni. Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári auk nokkurra lægri styrkja t.d. vegna eftirvinnslu eða samframleiðslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið. Synjun um styrk er ekki alltaf endastöð umsækjanda. Fjárhagsstaða sjóðsins hverju sinni skiptir miklu máli og oft kjósa umsækjendur fremur framhaldsstyrki til að þróa verkefni sín betur áður en kemur að endanlegri umsókn um framleiðslustyrk. Ólíkt öðrum menningarstofnunum á menningarsviðinu stendur KMÍ ekki fyrir verkefnum. Umsóknir berast frá listamönnum og/eða framleiðendum sem hafa kvikmyndagerð að atvinnu sem síðan standa alfarið að framkvæmd og fjármögnun umfram það sem nemur styrk úr Kvikmyndasjóði. Gerjun hugmynda og sköpunarkraftur fagmanna ráða för við þróun kvikmynda. Vandinn við að fá fleiri umsóknir frá konum er vel þekktur og fjölþættari en svo að KMÍ geti verið meira en hvetjandi aðili og virkur sem slíkur. T.d. var mennta- og menningarmálaráðuneytinu falið með þingsályktun árið 2010 að finna leiðir til að hvetja konur til að sækja fram. Innviðir hér á landi eru talsvert fábrotnari en hjá nágrannaþjóðum. Almennt nám í myndlæsi er lítið sem ekkert í grunn- og framhaldsskólum, fáir fagmenntaðir kennarar og lítið til af námsgögnum. Í flestum löndum sem við lítum til er að finna vinnusmiðjur fyrir börn, unglinga og aðra áhugasama sem vilja spreyta sig undir leiðsögn fagafólks. Að Kvikmyndaskóla Íslands frátöldum er formlegt nám í kvikmyndagerð lítið og aðeins í boði í örfáum framhaldsskólum. Til að bæta stöðuna verða allir að leggjast á eitt, KMÍ, skólar, stjórnvöld og fagfólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. Kvikmyndasjóður þarf að stuðla að kraftmiklu umhverfi fyrir framleiðslu kvikmynda og gæta réttlætis við meðferð umsókna og styrkveitingar. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, KMÍ, höfum við nú tekið saman ítarlegri tölur en áður um kynjahlutföll með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ. Samantektin nær til handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda en þessi störf ráða úrslitum í því að koma röddum og sjónarhornum kvenna á framfæri. Eins og sjá má á mynd 1, bárust á árunum 2005-2015 KMÍ 154 umsóknir um framleiðslustyrki, 127 þar sem leikstjóri er karl og voru veittir 74 styrkir og styrkvilyrði. 26 umsóknir bárust þar sem leikstjóri er kona og 15 styrkir veittir. Árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Á sama tímabili voru konur framleiðendur 38 mynda af 71 sem hlutu endanlegan framleiðslustyrk. Mynd 2 sýnir fjölda úthlutana framleiðslustyrkja og vilyrða eftir kyni handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda fyrir leiknar myndir í fullri lengd, leikið sjónvarpsefni, heimildarmyndir og stuttmyndir á árunum 2012-2015. Frá 2012 hefur umsóknum með kvenkynsleikstjórum fjölgað og árangurshlutfall hækkað í öllum flokkum framleiðslustyrkja, er nú í 67% fyrir leiknar myndir, 86% í heimildarmyndum, 78% í stuttmyndum og 100% í leiknu sjónvarpsefni. Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári auk nokkurra lægri styrkja t.d. vegna eftirvinnslu eða samframleiðslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið. Synjun um styrk er ekki alltaf endastöð umsækjanda. Fjárhagsstaða sjóðsins hverju sinni skiptir miklu máli og oft kjósa umsækjendur fremur framhaldsstyrki til að þróa verkefni sín betur áður en kemur að endanlegri umsókn um framleiðslustyrk. Ólíkt öðrum menningarstofnunum á menningarsviðinu stendur KMÍ ekki fyrir verkefnum. Umsóknir berast frá listamönnum og/eða framleiðendum sem hafa kvikmyndagerð að atvinnu sem síðan standa alfarið að framkvæmd og fjármögnun umfram það sem nemur styrk úr Kvikmyndasjóði. Gerjun hugmynda og sköpunarkraftur fagmanna ráða för við þróun kvikmynda. Vandinn við að fá fleiri umsóknir frá konum er vel þekktur og fjölþættari en svo að KMÍ geti verið meira en hvetjandi aðili og virkur sem slíkur. T.d. var mennta- og menningarmálaráðuneytinu falið með þingsályktun árið 2010 að finna leiðir til að hvetja konur til að sækja fram. Innviðir hér á landi eru talsvert fábrotnari en hjá nágrannaþjóðum. Almennt nám í myndlæsi er lítið sem ekkert í grunn- og framhaldsskólum, fáir fagmenntaðir kennarar og lítið til af námsgögnum. Í flestum löndum sem við lítum til er að finna vinnusmiðjur fyrir börn, unglinga og aðra áhugasama sem vilja spreyta sig undir leiðsögn fagafólks. Að Kvikmyndaskóla Íslands frátöldum er formlegt nám í kvikmyndagerð lítið og aðeins í boði í örfáum framhaldsskólum. Til að bæta stöðuna verða allir að leggjast á eitt, KMÍ, skólar, stjórnvöld og fagfólkið.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar