Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 22-25 | Valur tók Reykjavíkurslaginn Stefán Árni Pálsson í Framhúsinu skrifar 24. september 2015 21:45 Vísir/vilhelm Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira