Ætla að bregðast við athugasemdum gæðaráðs fyrir miðjan nóvember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2015 14:34 Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst. Vísir/Anton „Við stefnum á að vera búin að koma þessu í lag um miðjan nóvember,“ segir Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, um þær athugasemdir sem Gæðaráð íslenskra háskóla gerir í úttekt sinni. Ráðið segist bera takmarkað traust til þess að skólinn geti tryggt gæði prófgráða.Athugasemdir ráðsins lúta eru af ýmsum toga. Snúa þær meðal annars aðtakmarkaðri notkun skólans á tölfræðilegum upplýsingum, skorti á kennurum með doktorsgráðu og að ráðningar hafi ekki verið nógu faglegar.Vilhjálmur fagnar úttekt ráðsins enda segir hann mikilvægt að fá úttekt sem bendi á kosti og lesti skólans. Það sé gott fyrir skóla sem vilji vaxa og dafna. Skólinn ætli að ljúka þeim fyrir miðjan nóvember og skila nýrri skýrslu í kjölfarið. „Sum þessara mála eru kannski þess eðlis að það er ekki hægt að klára þau en önnur munum við klára.“ Háskólinn á Bifröst fagnar 100 ára afmæli árið 2018. Hann hét við stofnun Samvinnuskólinn.Þegar hafi verið fundað með ráðinu sem segist spennt að fylgjast með þeim breytingum og bótum sem skólinn ætli að legggjast í. „Við getum lagað þetta allt saman,“ segir Vilhjálmur. Hann segir horfur til framtíðar ágætar. Til að mynda hafi gæðaráðið í fyrstu sagst bera takmarkað traust til skólans til framtíðar en það hafi verið dregið til baka eftir athugasemdir skólans.Sem fyrr segir ætla Vilhjálmur og félagar á Bifröst að bregðast við athugasemdunum. Hann segir þær mega að miklu rekja til að nemendurnir séu í forgangi. „Maður er á kafi að hugsa um nemendurna en svo er skrifborðið kannski ekki hreint,“ segir rektorinn og vísar til þeirrar skriffinnskuvinnu sem athugasemdir ráðsins snúa að miklu leyti að.Leita að lendingu hjá HÍ Á sjöunda hundrað nemendur nema við skólann í ár og hafa ekki verið fleiri frá árinu 2007 að sögn Vilhjálms. Nemendurnir á háskólastigi skiptast á milli viðskipafræði-, lögfræði- og félagsfræðideildar. Þá er einnig háskólagáttin sem um hundrað nemendur fara í gegnum á ári hverju.„Um helmingur kemur í háskólanám til okkar og helmingur fer í aðra háskóla,“ segir Vilhjálmur. Nemendum hafi gengið ágætlega að fá próf sitt metið til inngöngu í aðra háskóla. „Að frátöldum Háskóla Íslands af einhverjum ástæðum. Við erum að reyna að ná lendingu með Háskóla Íslands um hvernig þetta eigi að vera.“ Skýrslu Gæðaráðs háskóla á Íslandi Tengdar fréttir Takmarkað traust borið til Háskólans á Bifröst Gæðaráð ber takmarkað traust til þess að skólinn geti tryggt gæði prófgráða. Borið er traust til allra annarra háskóla á landinu. 25. september 2015 10:38 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Við stefnum á að vera búin að koma þessu í lag um miðjan nóvember,“ segir Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, um þær athugasemdir sem Gæðaráð íslenskra háskóla gerir í úttekt sinni. Ráðið segist bera takmarkað traust til þess að skólinn geti tryggt gæði prófgráða.Athugasemdir ráðsins lúta eru af ýmsum toga. Snúa þær meðal annars aðtakmarkaðri notkun skólans á tölfræðilegum upplýsingum, skorti á kennurum með doktorsgráðu og að ráðningar hafi ekki verið nógu faglegar.Vilhjálmur fagnar úttekt ráðsins enda segir hann mikilvægt að fá úttekt sem bendi á kosti og lesti skólans. Það sé gott fyrir skóla sem vilji vaxa og dafna. Skólinn ætli að ljúka þeim fyrir miðjan nóvember og skila nýrri skýrslu í kjölfarið. „Sum þessara mála eru kannski þess eðlis að það er ekki hægt að klára þau en önnur munum við klára.“ Háskólinn á Bifröst fagnar 100 ára afmæli árið 2018. Hann hét við stofnun Samvinnuskólinn.Þegar hafi verið fundað með ráðinu sem segist spennt að fylgjast með þeim breytingum og bótum sem skólinn ætli að legggjast í. „Við getum lagað þetta allt saman,“ segir Vilhjálmur. Hann segir horfur til framtíðar ágætar. Til að mynda hafi gæðaráðið í fyrstu sagst bera takmarkað traust til skólans til framtíðar en það hafi verið dregið til baka eftir athugasemdir skólans.Sem fyrr segir ætla Vilhjálmur og félagar á Bifröst að bregðast við athugasemdunum. Hann segir þær mega að miklu rekja til að nemendurnir séu í forgangi. „Maður er á kafi að hugsa um nemendurna en svo er skrifborðið kannski ekki hreint,“ segir rektorinn og vísar til þeirrar skriffinnskuvinnu sem athugasemdir ráðsins snúa að miklu leyti að.Leita að lendingu hjá HÍ Á sjöunda hundrað nemendur nema við skólann í ár og hafa ekki verið fleiri frá árinu 2007 að sögn Vilhjálms. Nemendurnir á háskólastigi skiptast á milli viðskipafræði-, lögfræði- og félagsfræðideildar. Þá er einnig háskólagáttin sem um hundrað nemendur fara í gegnum á ári hverju.„Um helmingur kemur í háskólanám til okkar og helmingur fer í aðra háskóla,“ segir Vilhjálmur. Nemendum hafi gengið ágætlega að fá próf sitt metið til inngöngu í aðra háskóla. „Að frátöldum Háskóla Íslands af einhverjum ástæðum. Við erum að reyna að ná lendingu með Háskóla Íslands um hvernig þetta eigi að vera.“ Skýrslu Gæðaráðs háskóla á Íslandi
Tengdar fréttir Takmarkað traust borið til Háskólans á Bifröst Gæðaráð ber takmarkað traust til þess að skólinn geti tryggt gæði prófgráða. Borið er traust til allra annarra háskóla á landinu. 25. september 2015 10:38 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Takmarkað traust borið til Háskólans á Bifröst Gæðaráð ber takmarkað traust til þess að skólinn geti tryggt gæði prófgráða. Borið er traust til allra annarra háskóla á landinu. 25. september 2015 10:38