Til Pírata um gagnsæi og stjórnsýslu Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Aðkoma almennings að ákvörðunum um eigin mál, gagnsæ stjórnsýsla, ný stjórnarskrá og endalok spillingar eru samfélagsbreytingar sem stór hluti kjósenda vill sjá og telur Pírata líklegasta til að koma á. Ekki þarf að efast um góðan vilja, en það eru margar gildrur á langri leið. Og ekki er auðvelt að sjá til botns í gruggugum málum, frekar en í vatnsmikilli jökulá eins og Þjórsá. Í vor samþykkti Alþingi að setja í nýtingarflokk virkjun sem færir á kaf mynni náttúruperlunnar Þjórsárdals og eykur líkur á því að öll Þjórsá í byggð verði virkjuð í andstöðu við íbúa svæðisins og marga sem því tengjast. Píratar misstu þar af tækifæri til að standa með almenningi gegn ofurefli og ógagnsærri stjórnsýslu. Þingmenn Vinstri grænna og einn frá Bjartri framtíð, voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn virkjun. Aðrir studdu nýtinguna eða sátu hjá og báru jafnan við fagmennsku rammaáætlunar. En fyrst og fremst var Hvammsvirkjun fórnarkostnaður til að losna undan öðrum frekjutillögum stóriðjuflokkanna – í bili.Fátt faglegt og ekkert gagnsætt Píratar mega vita að fátt er faglegt og ekkert gagnsætt við aðdraganda virkjana Þjórsár í byggð. Þar hefur árum saman staðið stríð Landsvirkjunar við fólk, sem ekki vildi láta af hendi umhverfi og náttúru sem er hluti af því sjálfu. Launaðir starfsmenn orkugeirans stýrðu umræðunni, en hinumegin borðs var fólk sem þurfti að verjast ágangi Landsvirkjunar í frítímanum og kosta varnirnar sjálft. Fólk sem á minni aðgang að fjölmiðlum, en stjórnmálamenn, forstjórar stórfyrirtækja og oddvitar sem telja sig geta grætt á virkjun. Mótvægisaðgerðir voru ekki sparaðar. Sumir kölluðu þær mútur. Þar gat Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu fólksins í landinu, notað almannafé til að þagga niður gagnrýni, láta vinna einhliða skýrslur, smyrja sveitarstjórnir með liðkunarfé og kaupa upp eða kæfa andstöðu sem tafði fyrir. Allt einkennist þetta af þeirri pólitík sem Píratar segjast vilja vinna gegn. Því er ástæða til að biðja stjórn Pírata, kapteininn og alla hina um að kynna sér atburðarásina sem leiddi okkur þangað sem við stöndum nú. Að leyfisbréfi Alþingis til að gera árás á náttúru og fólk í fámennri byggð. Nú er eina vonin að gert verði nýtt umhverfismat sem tekur til fleiri þátta en gamla matið frá því fyrir tólf árum. Landsvirkjun finnst nýtt mat óþarfi og vill virkja strax. Og hefur keypt skýrslu til að styðja þá skoðun. En hverjir eiga að borga fyrir skýrslurnar sem styðja verndun? Virkjanastefnan snýst nefnilega um fleira en umhverfi og náttúru. Hún er risavaxið lýðræðis-, samfélags- og mannréttindamál, þar sem reynir á flest helstu gildi sem þarf að virða í góðu og opnu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Aðkoma almennings að ákvörðunum um eigin mál, gagnsæ stjórnsýsla, ný stjórnarskrá og endalok spillingar eru samfélagsbreytingar sem stór hluti kjósenda vill sjá og telur Pírata líklegasta til að koma á. Ekki þarf að efast um góðan vilja, en það eru margar gildrur á langri leið. Og ekki er auðvelt að sjá til botns í gruggugum málum, frekar en í vatnsmikilli jökulá eins og Þjórsá. Í vor samþykkti Alþingi að setja í nýtingarflokk virkjun sem færir á kaf mynni náttúruperlunnar Þjórsárdals og eykur líkur á því að öll Þjórsá í byggð verði virkjuð í andstöðu við íbúa svæðisins og marga sem því tengjast. Píratar misstu þar af tækifæri til að standa með almenningi gegn ofurefli og ógagnsærri stjórnsýslu. Þingmenn Vinstri grænna og einn frá Bjartri framtíð, voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn virkjun. Aðrir studdu nýtinguna eða sátu hjá og báru jafnan við fagmennsku rammaáætlunar. En fyrst og fremst var Hvammsvirkjun fórnarkostnaður til að losna undan öðrum frekjutillögum stóriðjuflokkanna – í bili.Fátt faglegt og ekkert gagnsætt Píratar mega vita að fátt er faglegt og ekkert gagnsætt við aðdraganda virkjana Þjórsár í byggð. Þar hefur árum saman staðið stríð Landsvirkjunar við fólk, sem ekki vildi láta af hendi umhverfi og náttúru sem er hluti af því sjálfu. Launaðir starfsmenn orkugeirans stýrðu umræðunni, en hinumegin borðs var fólk sem þurfti að verjast ágangi Landsvirkjunar í frítímanum og kosta varnirnar sjálft. Fólk sem á minni aðgang að fjölmiðlum, en stjórnmálamenn, forstjórar stórfyrirtækja og oddvitar sem telja sig geta grætt á virkjun. Mótvægisaðgerðir voru ekki sparaðar. Sumir kölluðu þær mútur. Þar gat Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu fólksins í landinu, notað almannafé til að þagga niður gagnrýni, láta vinna einhliða skýrslur, smyrja sveitarstjórnir með liðkunarfé og kaupa upp eða kæfa andstöðu sem tafði fyrir. Allt einkennist þetta af þeirri pólitík sem Píratar segjast vilja vinna gegn. Því er ástæða til að biðja stjórn Pírata, kapteininn og alla hina um að kynna sér atburðarásina sem leiddi okkur þangað sem við stöndum nú. Að leyfisbréfi Alþingis til að gera árás á náttúru og fólk í fámennri byggð. Nú er eina vonin að gert verði nýtt umhverfismat sem tekur til fleiri þátta en gamla matið frá því fyrir tólf árum. Landsvirkjun finnst nýtt mat óþarfi og vill virkja strax. Og hefur keypt skýrslu til að styðja þá skoðun. En hverjir eiga að borga fyrir skýrslurnar sem styðja verndun? Virkjanastefnan snýst nefnilega um fleira en umhverfi og náttúru. Hún er risavaxið lýðræðis-, samfélags- og mannréttindamál, þar sem reynir á flest helstu gildi sem þarf að virða í góðu og opnu samfélagi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun