Enski boltinn

Markvörðurinn sem kom til bjargar þegar hann skoraði úr hjólhestaspyrnu á 94. mín

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegt mark hjá Drury.
Svakalegt mark hjá Drury.
Holbeach United var 1-0 undir gegn Worcester City þegar komið var langt inn í uppbótartíma leiksins um það hvaða lið kæmist áfram í aðra umferð í ensku bikarkeppninni.

Þá ákvað Ricky Drury, markvörður liðsins, að fara í sóknina þegar Holbeach United fékk aukaspyrnu á miðjum vellinum.

Boltanum var spyrnt upp völlinn þegar Drury ákvað að þruma boltanum í netið með bakfallsspyrnu og það á fjórðu mínútu uppbótartíma. Magnað mark sem sjá mér hér að neðan. 

That moment when your goalkeeper scores a last minute overhead kick..

Posted by Match of the Day on 27. september 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×