Hver upplýsir borgarstjórn? Ívar Halldórsson skrifar 28. september 2015 15:00 Borgarstjórn lýsti yfir fyrirhuguðu innkaupabanni á Ísrael. Ástæðan var að brýnt þótti að senda skýr skilaboð um að borgarráð fordæmdi meint hernám Ísraels á Vesturbakkanum. Skilaboðin ferðuðust á ljóshraða um heimsbyggðina. Aðgerðirnar virðast málefnalegar á yfirborðinu, en undir niðri leynist óhugguleg ormagryfja. Ætla mætti að í undanfara slíkrar ákvörðunar liggi mikil rannsóknarvinna að baki – eða hvað? Hvert sækir borgarstjórn sínar upplýsingar um meint mannréttindabrot lýðræðisríkisins Ísrael? Miðað við þann skammarlega litla undirbúning sem fór í útfærslu viðskiptabannsins er óhætt að halda því fram að upplýsingaveita borgarstjórnar hefur einskorðast við fjölmiðlaflutning og hlutdræga ráðgjöf innanborðsaðila, sem hampa málstað róttækra félagasamtaka hérlendis; sem hafa með missnyrtilegum hætti málað dökka mynd af mannréttindaríkinu Ísrael í huga Íslendinga. Fjölmiðlaumfjöllunin um Ísrael er í besta falli grunsamleg. Þó kannski ekki skrýtið í ljósi þess að Hamas stýrir fjölmiðlaumfjöllun á Vesturbakkanum. Tugir fjölmiðlamanna þar eystra hafa verið teknir af lífi eða þeim rænt fyrir að gefa „rangar“ upplýsingar um atburði þar í landi. Donatella Rovera, rannsóknarmaður hjá Amnesty International, viðurkennir að palestínskir sjónarvottar ljúga oft til um atburði af ótta við að vera líflátið. Þá má geta að samkvæmt breska fjölmiðlinum al-Araby hafa auk þess 72 blaðamenn verið líflátnir af Islamic State síðan 14. júní, 2014. Nágrannar Ísraels eru herskáir, fjölmiðlakúgun ríkir, en fáir gagnrýna fréttir fjölmiðla frá þessum slóðum. Arabar hafa verið ósáttir við tilvist Ísrael frá því elstu menn muna og hafa aldrei verið friðsamlegir í hennar garð. Hryðjuverkasamtök og öfgaíslamistar eins og Hamas og Hezbollah (eða flokkur Allah), hafa tögl og haldir í stjórnmálum í Mið-Austurlöndum. Mannréttindabrot, kvenfyrirlitning og virðingarleysi fyrir mannslífi eru daglegt brauð palestínska borgara undir stjórn Hamas. Saklausir borgarar hafa kvartað meira undan kúgun hryðjuverkastjórna en undan því að Ísrael gefi ekki eftir landamæri. Venjulegir borgarar vilja bara öryggi; á meðan stjórnvöld þeirra girnast land. Það er því einkennilegt að hryðjuverkahópar, sem ekki hafa tekið sér mannréttindi og lýðræði Vesturlanda til fyrirmyndar, njóti vafans hjá borgarstjórn þegar kemur að mati á mannréttindabrotum. Ísrael, eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum sem virðir réttindi kvenna, samkynhneigðra og mismunar ekki fólki eftir kynþætti, fær fleiri strik í kladdann en nokkur önnur þjóð í heiminum. Er þetta ekki hræsni? Borgin okkar sammælist um að refsa ríki sem á í fullu fangi með að verja fjölskyldur sínar fyrir öfgahópum sem hafa svarið þess eið að útrýma Ísrael, með aðgerðarfræði sem á, ef vel er að gáð, rætur að rekja til anti-semetisma. Ég heyrði upphafsmann BDS segja að hann aðhylltist síður tveggja ríkja lausn, og því er ljóst að markmiðið er að mjaka Ísrael út af kortinu smátt og smátt með viðskiptabönnum. Ákall þetta bergmálast í opinberum mótmælum BDS-samtakanna víða um heim. Klókir sjá að ef Ísrael gefur eftir landamæri sín er þjóðin hernaðarlega að kveða upp sinn eigin dauðadóm. Viljum við vera þátttakendur í þjóðarmorði? Sú var tíðin að áhyggjulaust mátti vitna í niðurstöður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, en nú í seinni tíð hefur Mannréttindaráð S.Þ. sætt mikilli gagnrýni fyrir anti-semetísk viðhorf. Það er kannski ekki að undra þegar vægi þeirra sem kalla á eyðingu Ísrael verður stöðugt meira. Saudi-Arabía, sem er ekki beint fyrirmynd mannréttinda í dag, er nú farin að gegna lykilhlutverki í ráðinu. Samkvæmt Human Rights Watch voru a.m.k. nítján teknir af lífi í Saudi Arabíu fyrir minniháttar glæpi; þar af einn fyrir galdra. Þá er tjáningarfrelsið ekki meira en það að fólk er húðstrýkt fyrir að tjá sig um hluti sem samræmast ekki stefnu stjórnvalda. Þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa víðtæk og neikvæð áhrif á orðspor landsins okkar er nauðsynlegt að ákvörðunarvöld komi vel upplýst að fundarborðum. Því miður nægir ekki að lesa dagblöðin í þessu tilviki eða lesa yfirlýsingar S.Þ. – hvað þá sækja rök í búðir félagasamtaka sem nota vafasama aðgerðafræði í umdeildum atlögum sínum gegn Ísrael. Borgarstjórn á ekki að leika sér með fjöregg okkar Íslendinga, illa upplýst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn lýsti yfir fyrirhuguðu innkaupabanni á Ísrael. Ástæðan var að brýnt þótti að senda skýr skilaboð um að borgarráð fordæmdi meint hernám Ísraels á Vesturbakkanum. Skilaboðin ferðuðust á ljóshraða um heimsbyggðina. Aðgerðirnar virðast málefnalegar á yfirborðinu, en undir niðri leynist óhugguleg ormagryfja. Ætla mætti að í undanfara slíkrar ákvörðunar liggi mikil rannsóknarvinna að baki – eða hvað? Hvert sækir borgarstjórn sínar upplýsingar um meint mannréttindabrot lýðræðisríkisins Ísrael? Miðað við þann skammarlega litla undirbúning sem fór í útfærslu viðskiptabannsins er óhætt að halda því fram að upplýsingaveita borgarstjórnar hefur einskorðast við fjölmiðlaflutning og hlutdræga ráðgjöf innanborðsaðila, sem hampa málstað róttækra félagasamtaka hérlendis; sem hafa með missnyrtilegum hætti málað dökka mynd af mannréttindaríkinu Ísrael í huga Íslendinga. Fjölmiðlaumfjöllunin um Ísrael er í besta falli grunsamleg. Þó kannski ekki skrýtið í ljósi þess að Hamas stýrir fjölmiðlaumfjöllun á Vesturbakkanum. Tugir fjölmiðlamanna þar eystra hafa verið teknir af lífi eða þeim rænt fyrir að gefa „rangar“ upplýsingar um atburði þar í landi. Donatella Rovera, rannsóknarmaður hjá Amnesty International, viðurkennir að palestínskir sjónarvottar ljúga oft til um atburði af ótta við að vera líflátið. Þá má geta að samkvæmt breska fjölmiðlinum al-Araby hafa auk þess 72 blaðamenn verið líflátnir af Islamic State síðan 14. júní, 2014. Nágrannar Ísraels eru herskáir, fjölmiðlakúgun ríkir, en fáir gagnrýna fréttir fjölmiðla frá þessum slóðum. Arabar hafa verið ósáttir við tilvist Ísrael frá því elstu menn muna og hafa aldrei verið friðsamlegir í hennar garð. Hryðjuverkasamtök og öfgaíslamistar eins og Hamas og Hezbollah (eða flokkur Allah), hafa tögl og haldir í stjórnmálum í Mið-Austurlöndum. Mannréttindabrot, kvenfyrirlitning og virðingarleysi fyrir mannslífi eru daglegt brauð palestínska borgara undir stjórn Hamas. Saklausir borgarar hafa kvartað meira undan kúgun hryðjuverkastjórna en undan því að Ísrael gefi ekki eftir landamæri. Venjulegir borgarar vilja bara öryggi; á meðan stjórnvöld þeirra girnast land. Það er því einkennilegt að hryðjuverkahópar, sem ekki hafa tekið sér mannréttindi og lýðræði Vesturlanda til fyrirmyndar, njóti vafans hjá borgarstjórn þegar kemur að mati á mannréttindabrotum. Ísrael, eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum sem virðir réttindi kvenna, samkynhneigðra og mismunar ekki fólki eftir kynþætti, fær fleiri strik í kladdann en nokkur önnur þjóð í heiminum. Er þetta ekki hræsni? Borgin okkar sammælist um að refsa ríki sem á í fullu fangi með að verja fjölskyldur sínar fyrir öfgahópum sem hafa svarið þess eið að útrýma Ísrael, með aðgerðarfræði sem á, ef vel er að gáð, rætur að rekja til anti-semetisma. Ég heyrði upphafsmann BDS segja að hann aðhylltist síður tveggja ríkja lausn, og því er ljóst að markmiðið er að mjaka Ísrael út af kortinu smátt og smátt með viðskiptabönnum. Ákall þetta bergmálast í opinberum mótmælum BDS-samtakanna víða um heim. Klókir sjá að ef Ísrael gefur eftir landamæri sín er þjóðin hernaðarlega að kveða upp sinn eigin dauðadóm. Viljum við vera þátttakendur í þjóðarmorði? Sú var tíðin að áhyggjulaust mátti vitna í niðurstöður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, en nú í seinni tíð hefur Mannréttindaráð S.Þ. sætt mikilli gagnrýni fyrir anti-semetísk viðhorf. Það er kannski ekki að undra þegar vægi þeirra sem kalla á eyðingu Ísrael verður stöðugt meira. Saudi-Arabía, sem er ekki beint fyrirmynd mannréttinda í dag, er nú farin að gegna lykilhlutverki í ráðinu. Samkvæmt Human Rights Watch voru a.m.k. nítján teknir af lífi í Saudi Arabíu fyrir minniháttar glæpi; þar af einn fyrir galdra. Þá er tjáningarfrelsið ekki meira en það að fólk er húðstrýkt fyrir að tjá sig um hluti sem samræmast ekki stefnu stjórnvalda. Þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa víðtæk og neikvæð áhrif á orðspor landsins okkar er nauðsynlegt að ákvörðunarvöld komi vel upplýst að fundarborðum. Því miður nægir ekki að lesa dagblöðin í þessu tilviki eða lesa yfirlýsingar S.Þ. – hvað þá sækja rök í búðir félagasamtaka sem nota vafasama aðgerðafræði í umdeildum atlögum sínum gegn Ísrael. Borgarstjórn á ekki að leika sér með fjöregg okkar Íslendinga, illa upplýst.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun