„Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2015 20:43 Vísir/BÞS Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, segist sannfærður um að ákæran gegn honum í Frakklandi muni ekki leiða til sakfellingar. Hann og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, eru á meðal níu einstaklinga sem hafa verið ákærðir af rannsóknardómara í Frakklandi í tengslum við rannsókn á lánum sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti fyrir hrun. Gunnar segist ekki hafa séð ákæruna en skilst að hún sé væntanleg eftir nokkra daga þegar búið er að þýða hana yfir á ensku. „Ég hef því ekki séð því lýst nákvæmlega á hverju ákæran byggir. Þó skilst mér að ákæran snúist um að varan sem bankinn bauð, sem var lán ásamt eiganstýringu, hafi verið ólögmæt og einhverskonar vörusvik ef ég skil þetta rétt.“Telja að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum Málið snýst um veðlán sem bankinn seldi frönskum viðskiptavinum fyrir hrun þar sem reiðufé fékkst fyrir fjórðung lánsins en restin var sett í eignastýringu hjá bankanum. Þegar gengið var að veðunum eftir hrun voru viðskiptavinirnir ekki sáttir og hefur verið talað um að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum af Landsbankanum sem er bannað samkvæmt frönskum lögum. Gunnar segir af og frá að Landsbankinn hafi lofað því að engin áhætta fælist í viðskiptunum. „Ég sé ekki ennþá hvernig þeir geta komist að því. Því var aldrei lofað að ávöxtun af eignastýringunni mundi nægja til endurgreiðslu lánsins. Það segir sig sjálft. Þetta var í rauninni nákvæmlega sama vara og við buðum í samkeppni við marga aðra banka á þessum tíma og þar með talið nokkra franska banka. Það datt aldrei neinum í hug að þessi ákveðna vara væri eitthvað sem menn geta flokkað undir svik.“Gerði aldrei ráð fyrir að málið myndi ná lengra Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í fyrra sagði Gunnar að hann teldi afar litlar líkur á að rannsóknin myndi leiða til ákæru. Hann segir því þessa niðurstöðu rannsóknardómarans koma honum á óvart. „Og ég gerði aldrei ráð fyrir að þetta myndi fara lengra. Ennþá er ég auðvitað sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar því ég hef ekki séð neina staðfestingu á því að eitthvað hafi verið gert sem átti ekki að gera.“ Gunnar segir rannsóknardómarann hafa unnið að þessari rannsókn í nokkur ár og að í Frakklandi hafi rannsakandinn sjálfur heimild til að ganga alla leið og gefa út ákæru sjálfur. „Hérna á Íslandi er það þannig að þeir sem gefa út ákæruna þeir þurfa að telja yfirgnæfandi líkur á því að ákæran leiði til sakfellingar en það virðist ekki vera staðan þarna, heldur nægir þeim að telja einhverjar minnstu líkur á að sakfelling geti átt sér stað.“Málið tekið fyrir á næsta ári Hann segist hafa heyrt af því að málið verði tekið fyrir í Frakklandi á næsta ári. „Þá mun ég að sjálfsögðu koma fyrir dóminn og skýra mitt mál,“ segir Gunnar sem hefur ráðið franska lögmenn sem eru að undirbúa vörn hans. Tengdar fréttir Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“ 11. nóvember 2013 07:00 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, segist sannfærður um að ákæran gegn honum í Frakklandi muni ekki leiða til sakfellingar. Hann og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, eru á meðal níu einstaklinga sem hafa verið ákærðir af rannsóknardómara í Frakklandi í tengslum við rannsókn á lánum sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti fyrir hrun. Gunnar segist ekki hafa séð ákæruna en skilst að hún sé væntanleg eftir nokkra daga þegar búið er að þýða hana yfir á ensku. „Ég hef því ekki séð því lýst nákvæmlega á hverju ákæran byggir. Þó skilst mér að ákæran snúist um að varan sem bankinn bauð, sem var lán ásamt eiganstýringu, hafi verið ólögmæt og einhverskonar vörusvik ef ég skil þetta rétt.“Telja að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum Málið snýst um veðlán sem bankinn seldi frönskum viðskiptavinum fyrir hrun þar sem reiðufé fékkst fyrir fjórðung lánsins en restin var sett í eignastýringu hjá bankanum. Þegar gengið var að veðunum eftir hrun voru viðskiptavinirnir ekki sáttir og hefur verið talað um að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum af Landsbankanum sem er bannað samkvæmt frönskum lögum. Gunnar segir af og frá að Landsbankinn hafi lofað því að engin áhætta fælist í viðskiptunum. „Ég sé ekki ennþá hvernig þeir geta komist að því. Því var aldrei lofað að ávöxtun af eignastýringunni mundi nægja til endurgreiðslu lánsins. Það segir sig sjálft. Þetta var í rauninni nákvæmlega sama vara og við buðum í samkeppni við marga aðra banka á þessum tíma og þar með talið nokkra franska banka. Það datt aldrei neinum í hug að þessi ákveðna vara væri eitthvað sem menn geta flokkað undir svik.“Gerði aldrei ráð fyrir að málið myndi ná lengra Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í fyrra sagði Gunnar að hann teldi afar litlar líkur á að rannsóknin myndi leiða til ákæru. Hann segir því þessa niðurstöðu rannsóknardómarans koma honum á óvart. „Og ég gerði aldrei ráð fyrir að þetta myndi fara lengra. Ennþá er ég auðvitað sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar því ég hef ekki séð neina staðfestingu á því að eitthvað hafi verið gert sem átti ekki að gera.“ Gunnar segir rannsóknardómarann hafa unnið að þessari rannsókn í nokkur ár og að í Frakklandi hafi rannsakandinn sjálfur heimild til að ganga alla leið og gefa út ákæru sjálfur. „Hérna á Íslandi er það þannig að þeir sem gefa út ákæruna þeir þurfa að telja yfirgnæfandi líkur á því að ákæran leiði til sakfellingar en það virðist ekki vera staðan þarna, heldur nægir þeim að telja einhverjar minnstu líkur á að sakfelling geti átt sér stað.“Málið tekið fyrir á næsta ári Hann segist hafa heyrt af því að málið verði tekið fyrir í Frakklandi á næsta ári. „Þá mun ég að sjálfsögðu koma fyrir dóminn og skýra mitt mál,“ segir Gunnar sem hefur ráðið franska lögmenn sem eru að undirbúa vörn hans.
Tengdar fréttir Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“ 11. nóvember 2013 07:00 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“ 11. nóvember 2013 07:00
Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45