Viðskipti innlent

Arnaldur græddi 120 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bókaskrif Arnaldar hafa gefið vel af sér.
Bókaskrif Arnaldar hafa gefið vel af sér.
Hagnaður Gilhaga, einkahlutafélags Arnalds Indriðasonar rithöfundar, nam 120 milljónum króna eftir skatta í fyrra. Einungis tvisvar áður hefur félagið skilað meiri hagnaði, en árið 2012 og árið 2009 var hagnaðurinn 139 milljónir.

Eignir Gilhaga í lok ársins 2014 námu rúmum 629 milljónum en árið 2013 námu þær rúmum 507 milljónum króna. Þær hækka því um 22 milljónir á milli ára.

Tekjur Gilhaga eru einkum komnar vegna sölu bóka. Arnaldur Indriðason er þekktasti íslenski núlifandi rithöfundurinn og seljast bækur hans víða erlendis. Hann hefur verið í hópi söluhæstu rithöfunda á Íslandi um margra árabil. Hann fékk heiðursverðlaun á Útflutningsverðlaunum forseta Íslands árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×