Lýðræðisást eða hræðsla Felix Felixson skrifar 11. september 2015 09:43 Áhugavert var að fylgjast með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sérstaka náði Birgitta Jónsdóttir athygli minni þegar hún hjólaði í Ólaf Ragnar vegna ræðu hans fyrr um daginn. Það hefur örugglega verið takmarkið en lyktaði af populisma að mínu mati. Ólafur Ragnar varaði við því að hafa kosningar vegna breytinga á stjórnarskrá á sama tíma og forsetakosningarnar á næsta ári. Hætta væri á því að þær kosningar snérust eingöngu um stjórnarskránna og álit forsetaefna á henni en ekki um að velja hæfasta einstaklinginn til forseta. Birgitta tók þetta til sín og ákvað að setja ofan í forsetan. Hún sagði að það væri langbest að tengja stjórnarskrárkosningar við aðrar þjóðkosningar þvi þá væri meiri líkur á því að nægur meirihluti fengist til að mæta á kjörstað. Við þessi orð var ég hugsi. Samræmist þetta lýðræðislegum skoðunum Birgittu? Þarf að hengja kosningar um stjórnarskrá lýðveldisins við forsetakosningar til að nægur fjöldi komi á kjörstað? Hvernig veit Birgitta þá hvort fólk kom til að kjósa forseta eða kjósa um breytingu á stjórnarskrá? Hvert ætlar hún að sækja umboðið til að breyta stjórnarskránni? Nei hér er Birgitta á miklum villigötum að mínu mati. Það væri glapræði að hengja þessar kosningar saman. Ef þingið vill fá óheft og óskilyrt umboð þjóðarinnar um breytingu á stjórnarskrá þá þarf að halda þær kosningar sér. Þannig sjást best raunverulegar skoðanir og einnig áhuga þjóðarinnar á þvi hvort eigi yfirhöfuð að breyta stjórnarskránni. Við erum að tala um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands! Ekki eitthvað plagg sem hægt er að kjósa um í framhjáhlaupi með öðrum kosningum. Ef það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að breytingar verða gerðar á stjórnarskránni þá fer þjóðin á kjörstað til að kjósa um þær breytingar. Þeir sem segjast vilja beint lýðræði mega ekki falla í þá gryfju að hræðast niðurstöðu slíks lýðræðis. Ef svo vildi til að fáir mættu á kjörstað vegna breytinga á stjórnarskrá er það ekki vísbending um að ekki sé mikill áhugi á stjórnarskrárbreytingum? Hvort sem að þjóðin samþykki eða hafni breytingum á stjórnarskrá er umboðið sem þingið fær ekki sterkara ef kosningarnar væru haldnar sér? Er kannski verið að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni án þess að fá til þess skýrt umboð þjóðarinnar eins síðasta ríkisstjórn gerði þegar sótt var um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst? Þetta hljómar í mín eyru eins og það sé hræðsla um að ekki náist næg þátttaka til að gera breytingar á stjórnarskránni ef kosningarnar verða haldnar sér og því eigi að hengja þær við forsetakosningarnar í þeirri von að nógu margir fari á kjörstað þá. En þá erum við komin langt frá því opna lýðræði sem Birgitta og fleiri stjórnmálamenn segjast styðja. Þá er bara verið að koma sínum hugðarefnum fram hvort sem þjóðin vill það eður ei. Enda hljómar oft málflutningur Pírata oft eins það sem þau telji að fólk vilji heyra en ekki raunverulegar áherslur þeirra sem stjórnmálaflokkur. Það er villandi og óheiðarlegt gagnvart þjóðinni og því lýðræði sem þau segjast elska svo heitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Áhugavert var að fylgjast með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sérstaka náði Birgitta Jónsdóttir athygli minni þegar hún hjólaði í Ólaf Ragnar vegna ræðu hans fyrr um daginn. Það hefur örugglega verið takmarkið en lyktaði af populisma að mínu mati. Ólafur Ragnar varaði við því að hafa kosningar vegna breytinga á stjórnarskrá á sama tíma og forsetakosningarnar á næsta ári. Hætta væri á því að þær kosningar snérust eingöngu um stjórnarskránna og álit forsetaefna á henni en ekki um að velja hæfasta einstaklinginn til forseta. Birgitta tók þetta til sín og ákvað að setja ofan í forsetan. Hún sagði að það væri langbest að tengja stjórnarskrárkosningar við aðrar þjóðkosningar þvi þá væri meiri líkur á því að nægur meirihluti fengist til að mæta á kjörstað. Við þessi orð var ég hugsi. Samræmist þetta lýðræðislegum skoðunum Birgittu? Þarf að hengja kosningar um stjórnarskrá lýðveldisins við forsetakosningar til að nægur fjöldi komi á kjörstað? Hvernig veit Birgitta þá hvort fólk kom til að kjósa forseta eða kjósa um breytingu á stjórnarskrá? Hvert ætlar hún að sækja umboðið til að breyta stjórnarskránni? Nei hér er Birgitta á miklum villigötum að mínu mati. Það væri glapræði að hengja þessar kosningar saman. Ef þingið vill fá óheft og óskilyrt umboð þjóðarinnar um breytingu á stjórnarskrá þá þarf að halda þær kosningar sér. Þannig sjást best raunverulegar skoðanir og einnig áhuga þjóðarinnar á þvi hvort eigi yfirhöfuð að breyta stjórnarskránni. Við erum að tala um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands! Ekki eitthvað plagg sem hægt er að kjósa um í framhjáhlaupi með öðrum kosningum. Ef það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að breytingar verða gerðar á stjórnarskránni þá fer þjóðin á kjörstað til að kjósa um þær breytingar. Þeir sem segjast vilja beint lýðræði mega ekki falla í þá gryfju að hræðast niðurstöðu slíks lýðræðis. Ef svo vildi til að fáir mættu á kjörstað vegna breytinga á stjórnarskrá er það ekki vísbending um að ekki sé mikill áhugi á stjórnarskrárbreytingum? Hvort sem að þjóðin samþykki eða hafni breytingum á stjórnarskrá er umboðið sem þingið fær ekki sterkara ef kosningarnar væru haldnar sér? Er kannski verið að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni án þess að fá til þess skýrt umboð þjóðarinnar eins síðasta ríkisstjórn gerði þegar sótt var um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst? Þetta hljómar í mín eyru eins og það sé hræðsla um að ekki náist næg þátttaka til að gera breytingar á stjórnarskránni ef kosningarnar verða haldnar sér og því eigi að hengja þær við forsetakosningarnar í þeirri von að nógu margir fari á kjörstað þá. En þá erum við komin langt frá því opna lýðræði sem Birgitta og fleiri stjórnmálamenn segjast styðja. Þá er bara verið að koma sínum hugðarefnum fram hvort sem þjóðin vill það eður ei. Enda hljómar oft málflutningur Pírata oft eins það sem þau telji að fólk vilji heyra en ekki raunverulegar áherslur þeirra sem stjórnmálaflokkur. Það er villandi og óheiðarlegt gagnvart þjóðinni og því lýðræði sem þau segjast elska svo heitt.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun