Mesti hagvöxtur síðan 2007 Sæunn Gísladóttir skrifar 11. september 2015 14:07 Aukin neysla ýtti undir hagvöxt á fyrri árshelmingi. Vísir/Vilhelm Kröftugur hagvöxtur mældist á fyrri árshelmingi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Samkvæmt þeim mældist hann 5,2%, en svo mikill hefur hagvöxtur ekki mælst á fyrri árshelmingi síðan á hinu umdeilda ári 2007. Er vöxturinn talsvert umfram það sem Seðlabankinn spáir fyrir árið í heild sinni, en í spánni sem hann birti samhliða vaxtaákvörðuninni 19. ágúst sl. gerði hann ráð fyrir að hagvöxturinn í ár yrði 4,2%. Kröftugur vöxtur í útflutningi á fyrri helmingi árs skýrir mestan muninn á spá Seðlabankans og niðurstöðu fyrsta árshelmings, segir í greiningu Íslandsbanka.Umfram spárHagvöxtur á fyrri árshelmingi er einnig umfram nýjustu spá Íslandsbanka sem birt var í maí sl. en hún hljóðar upp á 4,0% hagvöxt í ár. Einnig er þessi hagvöxtur talsvert umfram það sem Hagstofan spáir, en sú er lögð til grundvallar í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi. Þar reiknar stofnunin með 3,8% hagvexti í ár.Hagvöxtur á nokkuð breiðum grunniHagvöxtur á fyrri helmingi ársins er á nokkuð breiðum grunni. Mikill vöxtur er í einkaneyslu og fjárfestingu sem og í útflutningi. Mældist vöxtur einkaneyslu 4,4% á fyrri árshelming, sem er umtalsverður vöxtur og sá mesti sem mælst hefur í einkaneyslu á fyrri árshelmingi síðan 2006. Ljóst er að bætt fjárhagsstaða heimilanna, m.a. vegna vaxtar í kaupmætti ráðstöfunartekna, er að skila þessum mikla vexti. Er vöxtur einkaneyslu nokkuð nálægt því sem bæði við og Seðlabankinn spáum fyrir árið í heild en okkar spá hljóðar upp á 4,6% en spá Seðlabankans 4,2%.Fjárfestingarstigið að hækkaFjárfestingar eru að vaxa hratt, eða um 21,2% á fyrri árshelmingi. Vöxtur fjárfestinga er hins vegar í góðu samhengi við spá Seðlabankans fyrir árið í heild sem hljóðar upp á 22,5% vöxt . Vöxtinn má alfarið rekja til atvinnuvegafjárfestingar sem jókst um 38% á tímabilinu. Inn- og útflutningur skipa og flugvéla kemur með beinum hætti fram í fjárfestingum, en jafnframt til frádráttar sem innflutningur og hefur því ekki áhrif á landsframleiðslu. Mikill vöxtur var í útflutningi á fyrri árshelmingi, eða sem nemur 9%. Mestur var vöxturinn í þjónustuútflutningi, eða 15,5% en vöruútflutningur jókst um 3,9%. Lesa má greiningu Íslandsbanka í heild sinni hér. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Kröftugur hagvöxtur mældist á fyrri árshelmingi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Samkvæmt þeim mældist hann 5,2%, en svo mikill hefur hagvöxtur ekki mælst á fyrri árshelmingi síðan á hinu umdeilda ári 2007. Er vöxturinn talsvert umfram það sem Seðlabankinn spáir fyrir árið í heild sinni, en í spánni sem hann birti samhliða vaxtaákvörðuninni 19. ágúst sl. gerði hann ráð fyrir að hagvöxturinn í ár yrði 4,2%. Kröftugur vöxtur í útflutningi á fyrri helmingi árs skýrir mestan muninn á spá Seðlabankans og niðurstöðu fyrsta árshelmings, segir í greiningu Íslandsbanka.Umfram spárHagvöxtur á fyrri árshelmingi er einnig umfram nýjustu spá Íslandsbanka sem birt var í maí sl. en hún hljóðar upp á 4,0% hagvöxt í ár. Einnig er þessi hagvöxtur talsvert umfram það sem Hagstofan spáir, en sú er lögð til grundvallar í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi. Þar reiknar stofnunin með 3,8% hagvexti í ár.Hagvöxtur á nokkuð breiðum grunniHagvöxtur á fyrri helmingi ársins er á nokkuð breiðum grunni. Mikill vöxtur er í einkaneyslu og fjárfestingu sem og í útflutningi. Mældist vöxtur einkaneyslu 4,4% á fyrri árshelming, sem er umtalsverður vöxtur og sá mesti sem mælst hefur í einkaneyslu á fyrri árshelmingi síðan 2006. Ljóst er að bætt fjárhagsstaða heimilanna, m.a. vegna vaxtar í kaupmætti ráðstöfunartekna, er að skila þessum mikla vexti. Er vöxtur einkaneyslu nokkuð nálægt því sem bæði við og Seðlabankinn spáum fyrir árið í heild en okkar spá hljóðar upp á 4,6% en spá Seðlabankans 4,2%.Fjárfestingarstigið að hækkaFjárfestingar eru að vaxa hratt, eða um 21,2% á fyrri árshelmingi. Vöxtur fjárfestinga er hins vegar í góðu samhengi við spá Seðlabankans fyrir árið í heild sem hljóðar upp á 22,5% vöxt . Vöxtinn má alfarið rekja til atvinnuvegafjárfestingar sem jókst um 38% á tímabilinu. Inn- og útflutningur skipa og flugvéla kemur með beinum hætti fram í fjárfestingum, en jafnframt til frádráttar sem innflutningur og hefur því ekki áhrif á landsframleiðslu. Mikill vöxtur var í útflutningi á fyrri árshelmingi, eða sem nemur 9%. Mestur var vöxturinn í þjónustuútflutningi, eða 15,5% en vöruútflutningur jókst um 3,9%. Lesa má greiningu Íslandsbanka í heild sinni hér.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira