Mesti hagvöxtur síðan 2007 Sæunn Gísladóttir skrifar 11. september 2015 14:07 Aukin neysla ýtti undir hagvöxt á fyrri árshelmingi. Vísir/Vilhelm Kröftugur hagvöxtur mældist á fyrri árshelmingi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Samkvæmt þeim mældist hann 5,2%, en svo mikill hefur hagvöxtur ekki mælst á fyrri árshelmingi síðan á hinu umdeilda ári 2007. Er vöxturinn talsvert umfram það sem Seðlabankinn spáir fyrir árið í heild sinni, en í spánni sem hann birti samhliða vaxtaákvörðuninni 19. ágúst sl. gerði hann ráð fyrir að hagvöxturinn í ár yrði 4,2%. Kröftugur vöxtur í útflutningi á fyrri helmingi árs skýrir mestan muninn á spá Seðlabankans og niðurstöðu fyrsta árshelmings, segir í greiningu Íslandsbanka.Umfram spárHagvöxtur á fyrri árshelmingi er einnig umfram nýjustu spá Íslandsbanka sem birt var í maí sl. en hún hljóðar upp á 4,0% hagvöxt í ár. Einnig er þessi hagvöxtur talsvert umfram það sem Hagstofan spáir, en sú er lögð til grundvallar í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi. Þar reiknar stofnunin með 3,8% hagvexti í ár.Hagvöxtur á nokkuð breiðum grunniHagvöxtur á fyrri helmingi ársins er á nokkuð breiðum grunni. Mikill vöxtur er í einkaneyslu og fjárfestingu sem og í útflutningi. Mældist vöxtur einkaneyslu 4,4% á fyrri árshelming, sem er umtalsverður vöxtur og sá mesti sem mælst hefur í einkaneyslu á fyrri árshelmingi síðan 2006. Ljóst er að bætt fjárhagsstaða heimilanna, m.a. vegna vaxtar í kaupmætti ráðstöfunartekna, er að skila þessum mikla vexti. Er vöxtur einkaneyslu nokkuð nálægt því sem bæði við og Seðlabankinn spáum fyrir árið í heild en okkar spá hljóðar upp á 4,6% en spá Seðlabankans 4,2%.Fjárfestingarstigið að hækkaFjárfestingar eru að vaxa hratt, eða um 21,2% á fyrri árshelmingi. Vöxtur fjárfestinga er hins vegar í góðu samhengi við spá Seðlabankans fyrir árið í heild sem hljóðar upp á 22,5% vöxt . Vöxtinn má alfarið rekja til atvinnuvegafjárfestingar sem jókst um 38% á tímabilinu. Inn- og útflutningur skipa og flugvéla kemur með beinum hætti fram í fjárfestingum, en jafnframt til frádráttar sem innflutningur og hefur því ekki áhrif á landsframleiðslu. Mikill vöxtur var í útflutningi á fyrri árshelmingi, eða sem nemur 9%. Mestur var vöxturinn í þjónustuútflutningi, eða 15,5% en vöruútflutningur jókst um 3,9%. Lesa má greiningu Íslandsbanka í heild sinni hér. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Kröftugur hagvöxtur mældist á fyrri árshelmingi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Samkvæmt þeim mældist hann 5,2%, en svo mikill hefur hagvöxtur ekki mælst á fyrri árshelmingi síðan á hinu umdeilda ári 2007. Er vöxturinn talsvert umfram það sem Seðlabankinn spáir fyrir árið í heild sinni, en í spánni sem hann birti samhliða vaxtaákvörðuninni 19. ágúst sl. gerði hann ráð fyrir að hagvöxturinn í ár yrði 4,2%. Kröftugur vöxtur í útflutningi á fyrri helmingi árs skýrir mestan muninn á spá Seðlabankans og niðurstöðu fyrsta árshelmings, segir í greiningu Íslandsbanka.Umfram spárHagvöxtur á fyrri árshelmingi er einnig umfram nýjustu spá Íslandsbanka sem birt var í maí sl. en hún hljóðar upp á 4,0% hagvöxt í ár. Einnig er þessi hagvöxtur talsvert umfram það sem Hagstofan spáir, en sú er lögð til grundvallar í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi. Þar reiknar stofnunin með 3,8% hagvexti í ár.Hagvöxtur á nokkuð breiðum grunniHagvöxtur á fyrri helmingi ársins er á nokkuð breiðum grunni. Mikill vöxtur er í einkaneyslu og fjárfestingu sem og í útflutningi. Mældist vöxtur einkaneyslu 4,4% á fyrri árshelming, sem er umtalsverður vöxtur og sá mesti sem mælst hefur í einkaneyslu á fyrri árshelmingi síðan 2006. Ljóst er að bætt fjárhagsstaða heimilanna, m.a. vegna vaxtar í kaupmætti ráðstöfunartekna, er að skila þessum mikla vexti. Er vöxtur einkaneyslu nokkuð nálægt því sem bæði við og Seðlabankinn spáum fyrir árið í heild en okkar spá hljóðar upp á 4,6% en spá Seðlabankans 4,2%.Fjárfestingarstigið að hækkaFjárfestingar eru að vaxa hratt, eða um 21,2% á fyrri árshelmingi. Vöxtur fjárfestinga er hins vegar í góðu samhengi við spá Seðlabankans fyrir árið í heild sem hljóðar upp á 22,5% vöxt . Vöxtinn má alfarið rekja til atvinnuvegafjárfestingar sem jókst um 38% á tímabilinu. Inn- og útflutningur skipa og flugvéla kemur með beinum hætti fram í fjárfestingum, en jafnframt til frádráttar sem innflutningur og hefur því ekki áhrif á landsframleiðslu. Mikill vöxtur var í útflutningi á fyrri árshelmingi, eða sem nemur 9%. Mestur var vöxturinn í þjónustuútflutningi, eða 15,5% en vöruútflutningur jókst um 3,9%. Lesa má greiningu Íslandsbanka í heild sinni hér.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira