Umfjöllun og viðtöl: Fram - Víkingur 24-19 | Fram lagði nýliðana Guðmundur Marinó Ingvarsson í Framhúsinu skrifar 14. september 2015 22:00 Markverðir Víkings. Vísir/Stefán Fram vann Víking 24-19 í 2. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 11-11. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en Fram seig framúr á lokakaflanum með frábæra vörn að vopni og mörk úr hraðaupphlaupum. Nýliðar Víkings gáfu sig alla í leikinn og börðust vel. Liðið lék vel vanarlega lengst af leiknum en miklu munaði um að Fram skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum gegn einu marki Víkings. Fram virtist vera ná góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleik en með baráttugleðina að vopni náði Víkingur að jafna og komast yfir í byrjun seinni hálfleiks. Víkingur var yfir framan af seinni hálfleik en vendipunktur leiksins var þegar Fram skipti í 5-1 vörn sem Víkingur réð lítið sem ekkert við. Með þessa öflugu vörn að vopni vann Fram boltann ítrekað af Víkingum og skoruðu oftar en ekki auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Kristófer Fannar Guðmundsson stóð sig vel fyrir aftan góða vörn Fram en hvorugur markvarða Víkings náði sér á strik þrátt fyrir fína vörn liðsins og munar um minna. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni en Víkingur er án stiga eftir tvo fyrstu leikina þó batamerki hafi verið á leik liðsins frá fyrsta leik. Guðlaugur: Mikill efniviður hérna„Þetta var erfið fæðing. Við lentum í því eins og í síðasta leik að vera með spennustigið aðeins of hátt. Menn voru rosalega hungraðir í þennan sigur og nú kom hann og vonandi náum við að dempa spennustigið við það,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Ég er ánægður með baráttuna og karakterinn hjá mínum mönnum. Við gerum svolítið af mistökum, sérstaklega sóknarlega en það er haust.“ Guðlaugur sagði 5-1 vörnina sem Fram spilaði seinni hluta leiksins hafa skipt sköpum í leiknum. „Já, við fórum að vinna boltann auðveldar undir lokin og þeir detta í að fá dæmd á sig fleiri sóknarbrot. Við fengum fleiri auðveld mörk þá. „Víkingsliðið er vel skipulagt og með flott stráka. Þetta er gott lið eins og flest liðin í þessari deild er það vel skipulagt og vel þjálfað,“ sagði Guðlaugur sem er í stöðu með Fram núna í upphafi leiktíðar sem hann upplifði ekki á síðustu leiktíð. Leikmenn liðsins eru heilir. „Þetta eru viðbrigði og mjög gott. Ég er mjög ánægður með hópinn hjá mér. Við erum ungir en þetta á eftir að styrkjast þegar líður á. Það er mikill efniviður hérna,“ sagði Guðlaugur. Ágúst: Stór munur frá fyrsta leiknum„Við spiluðum virkilega vel í 45, kannski 50 mínútur. En við lentum í vandræðum þegar þeir fóru út í 5-1 vörn,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við náðum ekki að vinna mennina okkar maður á mann og því fór sem fór. Við vorum með ágætis tök á 6-0 vörninni þeirra en við lentum í vandræðum þegar þeir fóru fram.“ Ágúst sagði Víking vera með svör gegn þessari vörn en neitaði því ekki að liðið þarf að æfa sóknina betur gegn framliggjandi vörn. „Við spiluðum taktíkarnar okkar illa og vorum óagaðir. Við þurfum að vinna í þeim hlutum. „Við erum með fullt af taktíkum á þetta en erum ekki 100% tilbúnir. Við þurfum að vinna í þessum þáttum og gerum það hægt og rólega. „Varnarleikurinn var góður en við hefðum getað fengið betri markvörslu. Það vantaði herslumuninn inn á milli. Ég hef trú á að við komum. „Það var stór munur á leiknum í kvöld og í síðasta leik sem var svo sem af mörgu leyti ágætur. Við náum vonandi að stíga áfram í rétta átt og þá koma stigin,“ sagði Ágúst. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Fram vann Víking 24-19 í 2. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 11-11. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en Fram seig framúr á lokakaflanum með frábæra vörn að vopni og mörk úr hraðaupphlaupum. Nýliðar Víkings gáfu sig alla í leikinn og börðust vel. Liðið lék vel vanarlega lengst af leiknum en miklu munaði um að Fram skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum gegn einu marki Víkings. Fram virtist vera ná góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleik en með baráttugleðina að vopni náði Víkingur að jafna og komast yfir í byrjun seinni hálfleiks. Víkingur var yfir framan af seinni hálfleik en vendipunktur leiksins var þegar Fram skipti í 5-1 vörn sem Víkingur réð lítið sem ekkert við. Með þessa öflugu vörn að vopni vann Fram boltann ítrekað af Víkingum og skoruðu oftar en ekki auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Kristófer Fannar Guðmundsson stóð sig vel fyrir aftan góða vörn Fram en hvorugur markvarða Víkings náði sér á strik þrátt fyrir fína vörn liðsins og munar um minna. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni en Víkingur er án stiga eftir tvo fyrstu leikina þó batamerki hafi verið á leik liðsins frá fyrsta leik. Guðlaugur: Mikill efniviður hérna„Þetta var erfið fæðing. Við lentum í því eins og í síðasta leik að vera með spennustigið aðeins of hátt. Menn voru rosalega hungraðir í þennan sigur og nú kom hann og vonandi náum við að dempa spennustigið við það,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Ég er ánægður með baráttuna og karakterinn hjá mínum mönnum. Við gerum svolítið af mistökum, sérstaklega sóknarlega en það er haust.“ Guðlaugur sagði 5-1 vörnina sem Fram spilaði seinni hluta leiksins hafa skipt sköpum í leiknum. „Já, við fórum að vinna boltann auðveldar undir lokin og þeir detta í að fá dæmd á sig fleiri sóknarbrot. Við fengum fleiri auðveld mörk þá. „Víkingsliðið er vel skipulagt og með flott stráka. Þetta er gott lið eins og flest liðin í þessari deild er það vel skipulagt og vel þjálfað,“ sagði Guðlaugur sem er í stöðu með Fram núna í upphafi leiktíðar sem hann upplifði ekki á síðustu leiktíð. Leikmenn liðsins eru heilir. „Þetta eru viðbrigði og mjög gott. Ég er mjög ánægður með hópinn hjá mér. Við erum ungir en þetta á eftir að styrkjast þegar líður á. Það er mikill efniviður hérna,“ sagði Guðlaugur. Ágúst: Stór munur frá fyrsta leiknum„Við spiluðum virkilega vel í 45, kannski 50 mínútur. En við lentum í vandræðum þegar þeir fóru út í 5-1 vörn,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við náðum ekki að vinna mennina okkar maður á mann og því fór sem fór. Við vorum með ágætis tök á 6-0 vörninni þeirra en við lentum í vandræðum þegar þeir fóru fram.“ Ágúst sagði Víking vera með svör gegn þessari vörn en neitaði því ekki að liðið þarf að æfa sóknina betur gegn framliggjandi vörn. „Við spiluðum taktíkarnar okkar illa og vorum óagaðir. Við þurfum að vinna í þeim hlutum. „Við erum með fullt af taktíkum á þetta en erum ekki 100% tilbúnir. Við þurfum að vinna í þessum þáttum og gerum það hægt og rólega. „Varnarleikurinn var góður en við hefðum getað fengið betri markvörslu. Það vantaði herslumuninn inn á milli. Ég hef trú á að við komum. „Það var stór munur á leiknum í kvöld og í síðasta leik sem var svo sem af mörgu leyti ágætur. Við náum vonandi að stíga áfram í rétta átt og þá koma stigin,“ sagði Ágúst.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira