Viðskipti innlent

Laun starfsmanna sveitarfélaga hækkuðu um 11%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tónlistarkennarar í kröfugöngu á síðasta ári.
Tónlistarkennarar í kröfugöngu á síðasta ári. Vísir/Ernir Eyjólfsson
Laun starfsmanna sveitarfélaga hækkuðu um 11% á öðrum ársfjórðungi 2015, samanborið við árið á undan. Þetta er meira en tvöföld hækkun miðað við laun starfsmanna á almennum vinnumarkaði sem hækkuðu um 4,8%. Regluleg laun voru að meðaltali 1,7% hærri á öðrum ársfjórðungi 2015 en á ársfjórðungnum á undan. Árshækkun frá öðrum ársfjórðungi 2014 var 5,7% að meðaltali, hækkunin, þar af 7,8% hjá opinberum starfsmönnum. Laun ríkisstarfsmanna hækkuðu um 5,1%. Þessu greinir Hagstofan frá. 

Laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkuðu mest

Frá fyrri ársfjórðungi var hækkun reglulegra launa eftir starfsstétt á bilinu 0,8% til 3,3%. Laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkuðu mest en laun iðnaðarmanna minnst milli ársfjórðunga. Árshækkun frá öðrum ársfjórðungi 2014 var mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki eða um 6,8% en minnst hjá iðnaðarmönnum eða um 2,7%. Á sama tíma hækkuðu regluleg laun tækna og sérmenntaðs starfsfólks um 6,3%, skrifstofufólks um 5,4%, verkafólks um 4,9%, sérfræðinga um 4,4% og stjórnenda um 3,3%.

Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa mest í atvinnugreinunum samgöngum og flutningum annars vegar og verslun og viðgerðarþjónustu hins vegar. Í þessum atvinnugreinum hækkuðu regluleg laun um 2,7% frá fyrri ársfjórðungi. Á sama tímabili hækkuðu laun um 1,7% í byggingarstarfsemi, 1,3% í iðnaði og 0,8% í fjármálaþjónustu. Árshækkun frá öðrum ársfjórðungi 2014 var mest í samgöngum eða um 7,0% en minnst í fjármálaþjónustu eða um 3,7%.

Kjarsamningarhafa áhrif á vísitölu launa

Í vísitölu launa á öðrum ársfjórðungi 2015 gætir áhrifa tvennra kjarasamninga Kennarasambands Íslands við fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2014. Þá voru undirritaðir kjarasamningar á milli Samtaka atvinnulífsins og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands þann 29. maí síðastliðinn. Áhrifa þeirra samninga gætir í vísitölu launa á öðrum ársfjórðungi en þau koma þó ekki að fullu fram fyrr en á þriðja ársfjórðungi 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×