Mótmæla útnefningu seðlabankastjóra Frakklands Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 10:00 François Villeroy de Galhau starfaði hjá BNP Paribas í ellefu ár. Vísir/AFP Nærri 150 þekktir franskir hagfræðingar hafa mótmælt útnefningu François Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra Frakklands. Í grein sinni í franska dagblaðinu Le Monde í gær sögðust þeir telja að það að ráða fyrrverandi stjórnanda hjá bankanum BNP Paribas myndi skapa hagsmunaárekstra. BNP Paribas var árið 2012 þriðji stærsti banki heims. Villeroy de Galhau hefur hins vegar sannfært ríkisstjórnina um að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða. Forseti Frakklands, François Hollande, útnefndi Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra þann 8. september síðastliðinn. Galhau á að taka við starfinu þann 31. október næstkomandi. Núverandi seðlabankastjóri, Christian Noyer, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ríkisstjórnin á hins vegar enn þá eftir að samþykkja útnefningu Villeroy de Galhau. Í grein sinni biðla hagfræðingarnir, þeirra á meðal Thomas Piketty, höfundur Capital in the Twenty-First Century, og François Bourguignon, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, til stjórnmálamanna að hafna ákvörðun forsetans um útnefninguna. Þeim gefst tækifæri til að gera það á fundi viðskiptanefndar þann 29. september næstkomandi. Vileroy de Galhau er vinstrisinnaður og vann um tíma hjá hinu opinbera, meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Dominique Strauss-Kahn. Hann færði sig svo yfir í einkageirann og hóf störf hjá BNP Paribas árið 2003. Þar starfaði hann síðast sem aðstoðarforstjóri bankans þangað til í apríl á þessu ári. Hagfræðingarnir segja að það sé óhugsandi að maður geti unnið í bankageiranum og nokkrum mánuðum síðar komið að reglugerð banka með óhlutdrægni og sjálfstæði. Þeir telja að hann muni ekki geta hugað að hagsmunum almennings. Í hlutverki sínu sem seðlabankastjóri Frakklands mun Villeroy de Galhau einnig ákveða breytingu vaxta innan Evrópusambandsins. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nærri 150 þekktir franskir hagfræðingar hafa mótmælt útnefningu François Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra Frakklands. Í grein sinni í franska dagblaðinu Le Monde í gær sögðust þeir telja að það að ráða fyrrverandi stjórnanda hjá bankanum BNP Paribas myndi skapa hagsmunaárekstra. BNP Paribas var árið 2012 þriðji stærsti banki heims. Villeroy de Galhau hefur hins vegar sannfært ríkisstjórnina um að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða. Forseti Frakklands, François Hollande, útnefndi Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra þann 8. september síðastliðinn. Galhau á að taka við starfinu þann 31. október næstkomandi. Núverandi seðlabankastjóri, Christian Noyer, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ríkisstjórnin á hins vegar enn þá eftir að samþykkja útnefningu Villeroy de Galhau. Í grein sinni biðla hagfræðingarnir, þeirra á meðal Thomas Piketty, höfundur Capital in the Twenty-First Century, og François Bourguignon, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, til stjórnmálamanna að hafna ákvörðun forsetans um útnefninguna. Þeim gefst tækifæri til að gera það á fundi viðskiptanefndar þann 29. september næstkomandi. Vileroy de Galhau er vinstrisinnaður og vann um tíma hjá hinu opinbera, meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Dominique Strauss-Kahn. Hann færði sig svo yfir í einkageirann og hóf störf hjá BNP Paribas árið 2003. Þar starfaði hann síðast sem aðstoðarforstjóri bankans þangað til í apríl á þessu ári. Hagfræðingarnir segja að það sé óhugsandi að maður geti unnið í bankageiranum og nokkrum mánuðum síðar komið að reglugerð banka með óhlutdrægni og sjálfstæði. Þeir telja að hann muni ekki geta hugað að hagsmunum almennings. Í hlutverki sínu sem seðlabankastjóri Frakklands mun Villeroy de Galhau einnig ákveða breytingu vaxta innan Evrópusambandsins.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira