Orkan er ótakmörkuð en aflið verðmætt Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 17. september 2015 07:00 Varmaorkan í jarðarkúlunni er nær ótakmörkuð. Hún gæti séð mannkyninu fyrir allri orkuþörf í milljarða ára ef hún væri aðgengileg. Þrátt fyrir þessa ótakmörkuðu orku sér jarðhiti heiminum aðeins fyrir 0,3% af allri raforku. Hvernig skyldi standa á því? Skýringin er sú að þessi varmi er aðeins að litlu leyti aðgengilegur vegna jarðfræðilegra aðstæðna, kostnaðar og ófullkominnar þekkingar. Jarðfræðilegar aðstæður takmarka hagkvæma raforkuframleiðslu með jarðhita við örfá lönd og mjög takmörkuð svæði innan þeirra. Í fyrri greinum varaði undirritaður við þeirri sóun að nota jarðhitann á Reykjanesskaga til raforkuframleiðslu án þess að nýta varmann í hitaveitum. Við þessu brugðust tveir virtir sérfræðingar ÍSOR á sviði forðafræði jarðhita með því að fullyrða að þessi skoðun byggðist á misskilningi. Færðu þeir fyrir því ýmis rök þar á meðal þau að það væru lítil tengsl milli jarðhitasvæða Svartsengis og Reykjaness en segja jafnframt að það séu tengsl milli Eldvarpa og Svartsengis en því var einmitt varað við. Ekki er vit í að bæta nýrri virkjun í Eldvörp þar sem þrýstingur er að falla vegna tengsla við nálægar virkjanir. Virkjun Eldvarpa myndi enn auka á ofnýtingu svæðisins í heild og stuðla að fallandi afli í þeim holum sem fyrir eru. Í sinni grein gerðu sérfræðingar í forðafræði enga grein fyrir þeim breytum sem skipta meginmáli í þróun afls úr háhitasvæðum Hengilsins og Reykjaness en það er þróun þrýstings, þyngdarafls og hita á jarðhitasvæðunum og því hvernig meðalafl úr borholum á svæðinu breytist. Fyrir liggja þó vandaðar skýrslur ÍSOR um þrýsting í borholum við Hverahlíð sem sýna að jarðvatnsborð lækkar um 1 til 8 metra árlega og þyngdarmælingar sýna að jarðhitavatn streymir af svæðinu m.a. fyrir áhrif Hellisheiðarvirkjunar áður en Hverahlíð er virkjuð. Þeir upplýstu hins vegar a) að það tæki 1.500 ár að óbreyttu að breyta háhitasvæðinu Hellisheiði í afllaust lághitasviði og b) það mætti í upphafi byggja of stórt raforkuver og stunda ágenga vinnslu tímabundið. Jarðhitasvæðið muni jafna sig þegar dregið er úr vinnslunni. Skoðum þessi rök nánar.Aflið er takmarkandi Eins og fram kom fyrst í greininni er varmaorka jarðarinnar ótakmörkuð miðað við þarfir mannsins. Hins vegar er það afl sem næst upp á hagkvæman hátt takmarkað. Forstjóri Hitaveitu Reykjavíkur fékk á sínum tíma viðurnefnið kuldaboli þar sem aflið sem HR réð yfir var takmarkað. Var því ráðist í að virkja fleiri svæði. HR virkjaði nokkur jarðhitasvæði og nýtti þau skynsamlega hvert fyrir sig að mörkum nýtanlegs afls. Laugarnessvæðið var virkjað árið 1930, Reykir í Mosfellssveit árið 1943, Reykjahlíð í Mosfellssveit árið 1973 og Nesjavallavirkjun árið 1990. Ekki var ráðist í nýja virkjun fyrr en fullreynt var að virkjað afl var ekki lengur nægjanlegt. Varmaorkan undir Reykjavík og Mosfellsbæ er enn nær óskert en aflið takmarkað. Af þessu sést að ábending forðafræðinganna um að varmaorkan í Henglinum muni duga í 1.500 ár hefur litla hagnýta þýðingu enda er jarðvarmaorka undir Íslandi nær óþrjótandi en virkjanlegt afl á hverju svæði takmarkað.Virkjum stórt og drögum síðan úr Skoðum áhrif þess að virkja stórt, umfram sjálfbæra vinnslu jarðhitasvæðis. Fjöldi hola sem þarf að bora er í réttu hlutfalli við uppsett afl í jarðgufuvirkjun og áhrifin á umhverfið eru í sömu hlutföllum. Ágeng vinnsla þýðir að aflið úr hverri holu dalar fljótlega. Fjárfestingin í vinnsluholum nýtist illa. Bora þarf viðhaldsholur sem auka áhrif á umhverfið og kostnað. Verra er að reisa fleiri virkjanir en svæðið ber og því ekki rétt að virkja í Eldvörpum. Brennisteinsmengun og óæskileg umhverfisáhrif vaxa. Næstu kynslóð þarf að draga úr aflinu. Þetta er ekki í anda sjálfbærni því hún felst í því að skila næstu kynslóð sömu eða meiri gæðum en okkar kynslóð tók við. Stór virkjun eykur framboð á raforkumarkaði. Samkvæmt lögmálum hagfræðinnar lækkar raforkuverð og þar sem Ísland er lokaður markaður kallar það á stóran raforkusölusamning við stóriðju. Sá samningur felur í sér sölu á mikilli orku á „samkeppnisfæru verði“ til langs tíma. Semja þarf áður en tryggt er að orkan sé til staðar til lengri tíma. Markaður fyrir raforku vex ár frá ári. Þörfin á næsta ári verður meiri en í ár. Það er því öfugsnúið að virkja strax stórt og draga síðan úr raforkuframleiðslunni. Nær er að virkja með gát, byrja smátt og auka síðan við í takt við markaðinn og aukna þekkingu á jarðhitasvæðinu. Um það erum við ÍSOR sammála. Temjum okkur langtímahugsun og takmörkum uppsett afl til raforkuframleiðslu á Reykjanesskaga. Aðgengilegt hagkvæmt afl í jarðhita er takmarkað. Nýtum það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Varmaorkan í jarðarkúlunni er nær ótakmörkuð. Hún gæti séð mannkyninu fyrir allri orkuþörf í milljarða ára ef hún væri aðgengileg. Þrátt fyrir þessa ótakmörkuðu orku sér jarðhiti heiminum aðeins fyrir 0,3% af allri raforku. Hvernig skyldi standa á því? Skýringin er sú að þessi varmi er aðeins að litlu leyti aðgengilegur vegna jarðfræðilegra aðstæðna, kostnaðar og ófullkominnar þekkingar. Jarðfræðilegar aðstæður takmarka hagkvæma raforkuframleiðslu með jarðhita við örfá lönd og mjög takmörkuð svæði innan þeirra. Í fyrri greinum varaði undirritaður við þeirri sóun að nota jarðhitann á Reykjanesskaga til raforkuframleiðslu án þess að nýta varmann í hitaveitum. Við þessu brugðust tveir virtir sérfræðingar ÍSOR á sviði forðafræði jarðhita með því að fullyrða að þessi skoðun byggðist á misskilningi. Færðu þeir fyrir því ýmis rök þar á meðal þau að það væru lítil tengsl milli jarðhitasvæða Svartsengis og Reykjaness en segja jafnframt að það séu tengsl milli Eldvarpa og Svartsengis en því var einmitt varað við. Ekki er vit í að bæta nýrri virkjun í Eldvörp þar sem þrýstingur er að falla vegna tengsla við nálægar virkjanir. Virkjun Eldvarpa myndi enn auka á ofnýtingu svæðisins í heild og stuðla að fallandi afli í þeim holum sem fyrir eru. Í sinni grein gerðu sérfræðingar í forðafræði enga grein fyrir þeim breytum sem skipta meginmáli í þróun afls úr háhitasvæðum Hengilsins og Reykjaness en það er þróun þrýstings, þyngdarafls og hita á jarðhitasvæðunum og því hvernig meðalafl úr borholum á svæðinu breytist. Fyrir liggja þó vandaðar skýrslur ÍSOR um þrýsting í borholum við Hverahlíð sem sýna að jarðvatnsborð lækkar um 1 til 8 metra árlega og þyngdarmælingar sýna að jarðhitavatn streymir af svæðinu m.a. fyrir áhrif Hellisheiðarvirkjunar áður en Hverahlíð er virkjuð. Þeir upplýstu hins vegar a) að það tæki 1.500 ár að óbreyttu að breyta háhitasvæðinu Hellisheiði í afllaust lághitasviði og b) það mætti í upphafi byggja of stórt raforkuver og stunda ágenga vinnslu tímabundið. Jarðhitasvæðið muni jafna sig þegar dregið er úr vinnslunni. Skoðum þessi rök nánar.Aflið er takmarkandi Eins og fram kom fyrst í greininni er varmaorka jarðarinnar ótakmörkuð miðað við þarfir mannsins. Hins vegar er það afl sem næst upp á hagkvæman hátt takmarkað. Forstjóri Hitaveitu Reykjavíkur fékk á sínum tíma viðurnefnið kuldaboli þar sem aflið sem HR réð yfir var takmarkað. Var því ráðist í að virkja fleiri svæði. HR virkjaði nokkur jarðhitasvæði og nýtti þau skynsamlega hvert fyrir sig að mörkum nýtanlegs afls. Laugarnessvæðið var virkjað árið 1930, Reykir í Mosfellssveit árið 1943, Reykjahlíð í Mosfellssveit árið 1973 og Nesjavallavirkjun árið 1990. Ekki var ráðist í nýja virkjun fyrr en fullreynt var að virkjað afl var ekki lengur nægjanlegt. Varmaorkan undir Reykjavík og Mosfellsbæ er enn nær óskert en aflið takmarkað. Af þessu sést að ábending forðafræðinganna um að varmaorkan í Henglinum muni duga í 1.500 ár hefur litla hagnýta þýðingu enda er jarðvarmaorka undir Íslandi nær óþrjótandi en virkjanlegt afl á hverju svæði takmarkað.Virkjum stórt og drögum síðan úr Skoðum áhrif þess að virkja stórt, umfram sjálfbæra vinnslu jarðhitasvæðis. Fjöldi hola sem þarf að bora er í réttu hlutfalli við uppsett afl í jarðgufuvirkjun og áhrifin á umhverfið eru í sömu hlutföllum. Ágeng vinnsla þýðir að aflið úr hverri holu dalar fljótlega. Fjárfestingin í vinnsluholum nýtist illa. Bora þarf viðhaldsholur sem auka áhrif á umhverfið og kostnað. Verra er að reisa fleiri virkjanir en svæðið ber og því ekki rétt að virkja í Eldvörpum. Brennisteinsmengun og óæskileg umhverfisáhrif vaxa. Næstu kynslóð þarf að draga úr aflinu. Þetta er ekki í anda sjálfbærni því hún felst í því að skila næstu kynslóð sömu eða meiri gæðum en okkar kynslóð tók við. Stór virkjun eykur framboð á raforkumarkaði. Samkvæmt lögmálum hagfræðinnar lækkar raforkuverð og þar sem Ísland er lokaður markaður kallar það á stóran raforkusölusamning við stóriðju. Sá samningur felur í sér sölu á mikilli orku á „samkeppnisfæru verði“ til langs tíma. Semja þarf áður en tryggt er að orkan sé til staðar til lengri tíma. Markaður fyrir raforku vex ár frá ári. Þörfin á næsta ári verður meiri en í ár. Það er því öfugsnúið að virkja strax stórt og draga síðan úr raforkuframleiðslunni. Nær er að virkja með gát, byrja smátt og auka síðan við í takt við markaðinn og aukna þekkingu á jarðhitasvæðinu. Um það erum við ÍSOR sammála. Temjum okkur langtímahugsun og takmörkum uppsett afl til raforkuframleiðslu á Reykjanesskaga. Aðgengilegt hagkvæmt afl í jarðhita er takmarkað. Nýtum það vel.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun