Munum þurfa 400 ný herbergi á hverju ári Ingvar Haraldsson skrifar 17. september 2015 08:00 Hótel Húsafell var byggt í vetur. Kostnaður við byggingu hótelsins nam hálfum milljarði króna. vísir/stefán Þörf er á 4-5 milljarða fjárfestingu í byggingu hótela og gistiheimila á ári á landsbyggðinni næstu árin. Þetta er niðurstaða skýrslu Íslenskra verðbréfa um fjárfestingaþörf á landsbyggðinni. Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingur hjá Íslenskum verðbréfum, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri og höfundur skýrslunnar, áætlar að byggja þurfi 300-400 hótelherbergi á ári utan við höfuðborgarsvæðið til að halda í við fjölgun ferðamanna. „Ég held að þessi skýrsla sé frekar varfærin,“ segir Stefán. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 15 prósent á þessu ári og vöxturinn verði svo við langtímameðaltal, 8,3 prósent, næstu árin. Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll það sem af er þessu ári hefur fjölgað um 23,9 prósent milli ára. Þá býst Icelandair við að ferja 3,5 milljónir farþega á næsta ári sem er 15 prósent fjölgun. Wow air hyggst svo fjölga flugvélum sínum um helming, og fara úr sex í níu. Því gæti fjölgun ferðamanna orðið mun meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni og þar með uppbyggingarþörfin. Stefán býst við að uppbyggingin verði mest í nágrenni við höfuðborgarsvæðið þar sem nýting gistirýma hafi batnað mikið. Á Suðurnesjum hefur nýting gistirýma farið úr 44,5 prósentum árið 2007 í 58,2 prósent árið 2014. Þá hafi nýting gistirýma á Suðurlandi farið úr 30 prósentum árið 2007 í ríflega 40 prósent árið 2014. Þá er búist við því að ferðaþjónustan verði áfram driffjöður í sköpun nýrra starfa hér á landi. Í skýrslunni er því spáð að yfir sjö þúsund ný störf verði til á árunum 2015-2020. Á síðasta ári störfuðu tæplega 17 þúsund manns í ferðaþjónustunni og því muni störfum í atvinnugreininni fjölga um 40 prósent. Þar af megi gera ráð fyrir að ríflega þrjú þúsund störf verði til fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. „Fjölgun starfa á landsbyggðinni, og reyndar líka á höfuðborgarsvæðinu, verður í ferðaþjónustunni. Það er það sem mun fjölga störfum úti á landi. Sjávarútvegurinn mun ekki gera það,“ segir hann. Stefán segir að jákvæðustu áhrifin fyrir vöxt ferðaþjónustunnar hafi verið í Reykjavík. Þar sé straumur ferðamanna jafnastur yfir árið og því séu fleiri heilsársstörf í ferðamennsku þar auk þess sem nýting hótelherbergja sé góð allt árið. Hann segir að æskilegt væri að ferðamannastraumurinn yrði jafnari á landsbyggðinni en það verði erfitt í framkvæmd. „Ég hef ekki trú á því að landsbyggðin muni nokkurn tímann ná sömu jöfnu dreifingu og höfuðborgarsvæðið,“ segir hann. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Þörf er á 4-5 milljarða fjárfestingu í byggingu hótela og gistiheimila á ári á landsbyggðinni næstu árin. Þetta er niðurstaða skýrslu Íslenskra verðbréfa um fjárfestingaþörf á landsbyggðinni. Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingur hjá Íslenskum verðbréfum, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri og höfundur skýrslunnar, áætlar að byggja þurfi 300-400 hótelherbergi á ári utan við höfuðborgarsvæðið til að halda í við fjölgun ferðamanna. „Ég held að þessi skýrsla sé frekar varfærin,“ segir Stefán. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 15 prósent á þessu ári og vöxturinn verði svo við langtímameðaltal, 8,3 prósent, næstu árin. Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll það sem af er þessu ári hefur fjölgað um 23,9 prósent milli ára. Þá býst Icelandair við að ferja 3,5 milljónir farþega á næsta ári sem er 15 prósent fjölgun. Wow air hyggst svo fjölga flugvélum sínum um helming, og fara úr sex í níu. Því gæti fjölgun ferðamanna orðið mun meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni og þar með uppbyggingarþörfin. Stefán býst við að uppbyggingin verði mest í nágrenni við höfuðborgarsvæðið þar sem nýting gistirýma hafi batnað mikið. Á Suðurnesjum hefur nýting gistirýma farið úr 44,5 prósentum árið 2007 í 58,2 prósent árið 2014. Þá hafi nýting gistirýma á Suðurlandi farið úr 30 prósentum árið 2007 í ríflega 40 prósent árið 2014. Þá er búist við því að ferðaþjónustan verði áfram driffjöður í sköpun nýrra starfa hér á landi. Í skýrslunni er því spáð að yfir sjö þúsund ný störf verði til á árunum 2015-2020. Á síðasta ári störfuðu tæplega 17 þúsund manns í ferðaþjónustunni og því muni störfum í atvinnugreininni fjölga um 40 prósent. Þar af megi gera ráð fyrir að ríflega þrjú þúsund störf verði til fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. „Fjölgun starfa á landsbyggðinni, og reyndar líka á höfuðborgarsvæðinu, verður í ferðaþjónustunni. Það er það sem mun fjölga störfum úti á landi. Sjávarútvegurinn mun ekki gera það,“ segir hann. Stefán segir að jákvæðustu áhrifin fyrir vöxt ferðaþjónustunnar hafi verið í Reykjavík. Þar sé straumur ferðamanna jafnastur yfir árið og því séu fleiri heilsársstörf í ferðamennsku þar auk þess sem nýting hótelherbergja sé góð allt árið. Hann segir að æskilegt væri að ferðamannastraumurinn yrði jafnari á landsbyggðinni en það verði erfitt í framkvæmd. „Ég hef ekki trú á því að landsbyggðin muni nokkurn tímann ná sömu jöfnu dreifingu og höfuðborgarsvæðið,“ segir hann.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira