Munum þurfa 400 ný herbergi á hverju ári Ingvar Haraldsson skrifar 17. september 2015 08:00 Hótel Húsafell var byggt í vetur. Kostnaður við byggingu hótelsins nam hálfum milljarði króna. vísir/stefán Þörf er á 4-5 milljarða fjárfestingu í byggingu hótela og gistiheimila á ári á landsbyggðinni næstu árin. Þetta er niðurstaða skýrslu Íslenskra verðbréfa um fjárfestingaþörf á landsbyggðinni. Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingur hjá Íslenskum verðbréfum, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri og höfundur skýrslunnar, áætlar að byggja þurfi 300-400 hótelherbergi á ári utan við höfuðborgarsvæðið til að halda í við fjölgun ferðamanna. „Ég held að þessi skýrsla sé frekar varfærin,“ segir Stefán. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 15 prósent á þessu ári og vöxturinn verði svo við langtímameðaltal, 8,3 prósent, næstu árin. Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll það sem af er þessu ári hefur fjölgað um 23,9 prósent milli ára. Þá býst Icelandair við að ferja 3,5 milljónir farþega á næsta ári sem er 15 prósent fjölgun. Wow air hyggst svo fjölga flugvélum sínum um helming, og fara úr sex í níu. Því gæti fjölgun ferðamanna orðið mun meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni og þar með uppbyggingarþörfin. Stefán býst við að uppbyggingin verði mest í nágrenni við höfuðborgarsvæðið þar sem nýting gistirýma hafi batnað mikið. Á Suðurnesjum hefur nýting gistirýma farið úr 44,5 prósentum árið 2007 í 58,2 prósent árið 2014. Þá hafi nýting gistirýma á Suðurlandi farið úr 30 prósentum árið 2007 í ríflega 40 prósent árið 2014. Þá er búist við því að ferðaþjónustan verði áfram driffjöður í sköpun nýrra starfa hér á landi. Í skýrslunni er því spáð að yfir sjö þúsund ný störf verði til á árunum 2015-2020. Á síðasta ári störfuðu tæplega 17 þúsund manns í ferðaþjónustunni og því muni störfum í atvinnugreininni fjölga um 40 prósent. Þar af megi gera ráð fyrir að ríflega þrjú þúsund störf verði til fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. „Fjölgun starfa á landsbyggðinni, og reyndar líka á höfuðborgarsvæðinu, verður í ferðaþjónustunni. Það er það sem mun fjölga störfum úti á landi. Sjávarútvegurinn mun ekki gera það,“ segir hann. Stefán segir að jákvæðustu áhrifin fyrir vöxt ferðaþjónustunnar hafi verið í Reykjavík. Þar sé straumur ferðamanna jafnastur yfir árið og því séu fleiri heilsársstörf í ferðamennsku þar auk þess sem nýting hótelherbergja sé góð allt árið. Hann segir að æskilegt væri að ferðamannastraumurinn yrði jafnari á landsbyggðinni en það verði erfitt í framkvæmd. „Ég hef ekki trú á því að landsbyggðin muni nokkurn tímann ná sömu jöfnu dreifingu og höfuðborgarsvæðið,“ segir hann. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Þörf er á 4-5 milljarða fjárfestingu í byggingu hótela og gistiheimila á ári á landsbyggðinni næstu árin. Þetta er niðurstaða skýrslu Íslenskra verðbréfa um fjárfestingaþörf á landsbyggðinni. Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingur hjá Íslenskum verðbréfum, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri og höfundur skýrslunnar, áætlar að byggja þurfi 300-400 hótelherbergi á ári utan við höfuðborgarsvæðið til að halda í við fjölgun ferðamanna. „Ég held að þessi skýrsla sé frekar varfærin,“ segir Stefán. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 15 prósent á þessu ári og vöxturinn verði svo við langtímameðaltal, 8,3 prósent, næstu árin. Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll það sem af er þessu ári hefur fjölgað um 23,9 prósent milli ára. Þá býst Icelandair við að ferja 3,5 milljónir farþega á næsta ári sem er 15 prósent fjölgun. Wow air hyggst svo fjölga flugvélum sínum um helming, og fara úr sex í níu. Því gæti fjölgun ferðamanna orðið mun meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni og þar með uppbyggingarþörfin. Stefán býst við að uppbyggingin verði mest í nágrenni við höfuðborgarsvæðið þar sem nýting gistirýma hafi batnað mikið. Á Suðurnesjum hefur nýting gistirýma farið úr 44,5 prósentum árið 2007 í 58,2 prósent árið 2014. Þá hafi nýting gistirýma á Suðurlandi farið úr 30 prósentum árið 2007 í ríflega 40 prósent árið 2014. Þá er búist við því að ferðaþjónustan verði áfram driffjöður í sköpun nýrra starfa hér á landi. Í skýrslunni er því spáð að yfir sjö þúsund ný störf verði til á árunum 2015-2020. Á síðasta ári störfuðu tæplega 17 þúsund manns í ferðaþjónustunni og því muni störfum í atvinnugreininni fjölga um 40 prósent. Þar af megi gera ráð fyrir að ríflega þrjú þúsund störf verði til fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. „Fjölgun starfa á landsbyggðinni, og reyndar líka á höfuðborgarsvæðinu, verður í ferðaþjónustunni. Það er það sem mun fjölga störfum úti á landi. Sjávarútvegurinn mun ekki gera það,“ segir hann. Stefán segir að jákvæðustu áhrifin fyrir vöxt ferðaþjónustunnar hafi verið í Reykjavík. Þar sé straumur ferðamanna jafnastur yfir árið og því séu fleiri heilsársstörf í ferðamennsku þar auk þess sem nýting hótelherbergja sé góð allt árið. Hann segir að æskilegt væri að ferðamannastraumurinn yrði jafnari á landsbyggðinni en það verði erfitt í framkvæmd. „Ég hef ekki trú á því að landsbyggðin muni nokkurn tímann ná sömu jöfnu dreifingu og höfuðborgarsvæðið,“ segir hann.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira