Þorsteinn Víglundsson: Allir munu tapa og atvinnutækifæri glatast Sæunn Gísladóttir skrifar 17. september 2015 14:48 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/SA Við erum að leggja upp í sambærilegan leiðangur og á tíunda áratugnum þar sem laun voru tuttugufölduð en kaupmáttur jókst á tíu árum um innan við eitt prósent. Allir munu tapa, skuldir fólks og fyrirtækja stökkbreytast og atvinnutækifæri glatast. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í september. Í leiðaranum segir Þorsteinn að kjarasamningarnir sem Samtök atvinnulífsins gerðu við helstu stéttarfélög á almennum vinnumarkaði í byrjun júní sl. fólu í sér miklar launahækkanir. En samningarnir voru gerðir til langs tíma og áttu að skapa fyrirtækjum fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sínu. Vonast var til að samningarnir skiluðu launafólki auknum kaupmætti en tryggðu áfram stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrirtækjunum var ætlað að halda aftur af verðhækkunum þótt ljóst væri að koma myndi til hækkana á ákveðnum sviðum. Síðan hefur gerðardómur um laun háskólamanna og hjúkrunarfræðinga hleypt vinnumarkaðnum í uppnám með úrskurði um launahækkanir langt umfram það sem almennu samningarnir gera ráð fyrir. Launahækkanir sem fólust í samningum kennara eru einnig langt umfram það sem almennt launafólk býr við.Þetta gengur ekki lengurÞorsteinn segir að allir vilja rétta sinn hlut og troðast fram fyrir í röðinni í stað þess að leggja sitt af mörkum til að skapa aðstæður þar sem allir hagnast. Nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga en það blasi við að þetta gengur ekki lengur. Jafnframt er ljóst að misræmi í launaþróun einstakra hópa geti ekki orðið grundvöllur að sátt á vinnumarkaði. Hækkanir launa hafi ekki tekið mið af stöðu efnahagslífsins, sveitarfélögin ráða ekki við þær eins og sjá má af afkomu þeirra og ríkið mun ekki gera það heldur.Breyta verður hvernig samið er um kaupÞorsteinn segir þetta undirstrika að breyta verði því hvernig samið er um kaup og kjör á almennum og opinberum vinnumarkaði. Ef við höldum áfram á sömu braut muni það skila fólki og fyrirtækjum minna en engu og skerða lífskjör á Íslandi í stað þess að bæta þau. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Við erum að leggja upp í sambærilegan leiðangur og á tíunda áratugnum þar sem laun voru tuttugufölduð en kaupmáttur jókst á tíu árum um innan við eitt prósent. Allir munu tapa, skuldir fólks og fyrirtækja stökkbreytast og atvinnutækifæri glatast. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í september. Í leiðaranum segir Þorsteinn að kjarasamningarnir sem Samtök atvinnulífsins gerðu við helstu stéttarfélög á almennum vinnumarkaði í byrjun júní sl. fólu í sér miklar launahækkanir. En samningarnir voru gerðir til langs tíma og áttu að skapa fyrirtækjum fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sínu. Vonast var til að samningarnir skiluðu launafólki auknum kaupmætti en tryggðu áfram stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrirtækjunum var ætlað að halda aftur af verðhækkunum þótt ljóst væri að koma myndi til hækkana á ákveðnum sviðum. Síðan hefur gerðardómur um laun háskólamanna og hjúkrunarfræðinga hleypt vinnumarkaðnum í uppnám með úrskurði um launahækkanir langt umfram það sem almennu samningarnir gera ráð fyrir. Launahækkanir sem fólust í samningum kennara eru einnig langt umfram það sem almennt launafólk býr við.Þetta gengur ekki lengurÞorsteinn segir að allir vilja rétta sinn hlut og troðast fram fyrir í röðinni í stað þess að leggja sitt af mörkum til að skapa aðstæður þar sem allir hagnast. Nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga en það blasi við að þetta gengur ekki lengur. Jafnframt er ljóst að misræmi í launaþróun einstakra hópa geti ekki orðið grundvöllur að sátt á vinnumarkaði. Hækkanir launa hafi ekki tekið mið af stöðu efnahagslífsins, sveitarfélögin ráða ekki við þær eins og sjá má af afkomu þeirra og ríkið mun ekki gera það heldur.Breyta verður hvernig samið er um kaupÞorsteinn segir þetta undirstrika að breyta verði því hvernig samið er um kaup og kjör á almennum og opinberum vinnumarkaði. Ef við höldum áfram á sömu braut muni það skila fólki og fyrirtækjum minna en engu og skerða lífskjör á Íslandi í stað þess að bæta þau.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira