Þorsteinn Víglundsson: Allir munu tapa og atvinnutækifæri glatast Sæunn Gísladóttir skrifar 17. september 2015 14:48 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/SA Við erum að leggja upp í sambærilegan leiðangur og á tíunda áratugnum þar sem laun voru tuttugufölduð en kaupmáttur jókst á tíu árum um innan við eitt prósent. Allir munu tapa, skuldir fólks og fyrirtækja stökkbreytast og atvinnutækifæri glatast. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í september. Í leiðaranum segir Þorsteinn að kjarasamningarnir sem Samtök atvinnulífsins gerðu við helstu stéttarfélög á almennum vinnumarkaði í byrjun júní sl. fólu í sér miklar launahækkanir. En samningarnir voru gerðir til langs tíma og áttu að skapa fyrirtækjum fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sínu. Vonast var til að samningarnir skiluðu launafólki auknum kaupmætti en tryggðu áfram stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrirtækjunum var ætlað að halda aftur af verðhækkunum þótt ljóst væri að koma myndi til hækkana á ákveðnum sviðum. Síðan hefur gerðardómur um laun háskólamanna og hjúkrunarfræðinga hleypt vinnumarkaðnum í uppnám með úrskurði um launahækkanir langt umfram það sem almennu samningarnir gera ráð fyrir. Launahækkanir sem fólust í samningum kennara eru einnig langt umfram það sem almennt launafólk býr við.Þetta gengur ekki lengurÞorsteinn segir að allir vilja rétta sinn hlut og troðast fram fyrir í röðinni í stað þess að leggja sitt af mörkum til að skapa aðstæður þar sem allir hagnast. Nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga en það blasi við að þetta gengur ekki lengur. Jafnframt er ljóst að misræmi í launaþróun einstakra hópa geti ekki orðið grundvöllur að sátt á vinnumarkaði. Hækkanir launa hafi ekki tekið mið af stöðu efnahagslífsins, sveitarfélögin ráða ekki við þær eins og sjá má af afkomu þeirra og ríkið mun ekki gera það heldur.Breyta verður hvernig samið er um kaupÞorsteinn segir þetta undirstrika að breyta verði því hvernig samið er um kaup og kjör á almennum og opinberum vinnumarkaði. Ef við höldum áfram á sömu braut muni það skila fólki og fyrirtækjum minna en engu og skerða lífskjör á Íslandi í stað þess að bæta þau. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Við erum að leggja upp í sambærilegan leiðangur og á tíunda áratugnum þar sem laun voru tuttugufölduð en kaupmáttur jókst á tíu árum um innan við eitt prósent. Allir munu tapa, skuldir fólks og fyrirtækja stökkbreytast og atvinnutækifæri glatast. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í september. Í leiðaranum segir Þorsteinn að kjarasamningarnir sem Samtök atvinnulífsins gerðu við helstu stéttarfélög á almennum vinnumarkaði í byrjun júní sl. fólu í sér miklar launahækkanir. En samningarnir voru gerðir til langs tíma og áttu að skapa fyrirtækjum fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sínu. Vonast var til að samningarnir skiluðu launafólki auknum kaupmætti en tryggðu áfram stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrirtækjunum var ætlað að halda aftur af verðhækkunum þótt ljóst væri að koma myndi til hækkana á ákveðnum sviðum. Síðan hefur gerðardómur um laun háskólamanna og hjúkrunarfræðinga hleypt vinnumarkaðnum í uppnám með úrskurði um launahækkanir langt umfram það sem almennu samningarnir gera ráð fyrir. Launahækkanir sem fólust í samningum kennara eru einnig langt umfram það sem almennt launafólk býr við.Þetta gengur ekki lengurÞorsteinn segir að allir vilja rétta sinn hlut og troðast fram fyrir í röðinni í stað þess að leggja sitt af mörkum til að skapa aðstæður þar sem allir hagnast. Nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga en það blasi við að þetta gengur ekki lengur. Jafnframt er ljóst að misræmi í launaþróun einstakra hópa geti ekki orðið grundvöllur að sátt á vinnumarkaði. Hækkanir launa hafi ekki tekið mið af stöðu efnahagslífsins, sveitarfélögin ráða ekki við þær eins og sjá má af afkomu þeirra og ríkið mun ekki gera það heldur.Breyta verður hvernig samið er um kaupÞorsteinn segir þetta undirstrika að breyta verði því hvernig samið er um kaup og kjör á almennum og opinberum vinnumarkaði. Ef við höldum áfram á sömu braut muni það skila fólki og fyrirtækjum minna en engu og skerða lífskjör á Íslandi í stað þess að bæta þau.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira