Tollabreytingar risaskref fyrir neytendur Una Sighvatsdóttir skrifar 18. september 2015 19:45 Nýr samningur um viðskipti með landbúnaðarvörur felur í sér að tollar verða felldir niður á 340 vöruflokkum og lækkaðir á 20 flokkum til viðbótar. Sem lítið dæmi má nefna að tollfrjáls kvóti fyrir innflutning á sérostum eykst úr 20 tonnum í 230 tonn, sem þýðir að vinsælir erlendir ostar, eins og til dæmis parmesanostur, ættu að lækka í verði. En það eru ekki bara ostaunnendur sem geta glaðst því tollar verða felldir niður fleiri vörum, s.s. frönskum kartöflum og ís, ungbarnamat, pasta og kexi. Mestu munar þó líklega um aukna tollfrjálsa inn- og útflutningskvóta. Þannig munu íslenskir framleiðendur til dæmis geta flutt út tollfrjáls rúm 3000 tonn af lambakjöti í stað 1850 áður og 4000 tonn af skyri í stað 380 áður. Innflutningskvótar margfaldast sömuleiðis. Unnt verður að flytja tollfrjálst inn tæp 700 tonn af bæði nauta- og svínakjöti í stað 100-200 tonna áður, og tollfrjáls kvóti með alifuglakjöt fjórfaldast úr 200 tonnum í rúm 850 tonn. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir þessar tollabreytingar vera risaskref. „Þetta snertir okkur að miklu leyti og neytendur og allir ættu að fagna. Og ég vil sérstaklega nefna líka ða mér finnst þetta mikill kjarkur í stjórnvöldum og mér finnst Sigurður Ingi landbúnaðarráðherra og hans fólk, sem var með honum í þessum viðræðum, eiga hrós skilið. Það er nú ekki oft sem er verið að hrósa, en mér finnst að við eigum að gera það, af því að þetta er stórt skref." Enn á eftir að ganga frá smátriðum samningsins svo hann tekkur ekki gildi fyrr en um áramótin 2016-2017. „Auðvitað á eftir að samþykkja þetta bæði hér og líka í aðildarríkjunum, en vonandi er það bara formsatriði," segir Margrét. Og hún segir almenning geta treyst því að breytingarnar skili sér raunverulega til neytenda. „Já, það verður þannig. Þetta skilar sér algjörlega til neytenda. Það er mikil samkeppni og þetta er baráttumál. Við, og Así, sem erum með verðlagseftirlit, Neytendasamtökin og við öll gleðjumst og stöndum saman um að sýna fólki fram á að þetta skilar sér til neytenda." Tengdar fréttir Nýr tollasamningur Íslands og ESB á að auka vöruúrval og lækka vöruverð Ísland kemur til með að fella niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækka tolla á yfir tuttugu öðrum. Þar á meðal má nefna villibráð, súkkulaði, pasta. 17. september 2015 17:59 „Engin spurning að verslunin lækkar verð eftir tollasamning við ESB“ Tollar á unnar landbúnaðarvörur munu falla niður að jógúrti undanskildu. 18. september 2015 07:00 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Nýr samningur um viðskipti með landbúnaðarvörur felur í sér að tollar verða felldir niður á 340 vöruflokkum og lækkaðir á 20 flokkum til viðbótar. Sem lítið dæmi má nefna að tollfrjáls kvóti fyrir innflutning á sérostum eykst úr 20 tonnum í 230 tonn, sem þýðir að vinsælir erlendir ostar, eins og til dæmis parmesanostur, ættu að lækka í verði. En það eru ekki bara ostaunnendur sem geta glaðst því tollar verða felldir niður fleiri vörum, s.s. frönskum kartöflum og ís, ungbarnamat, pasta og kexi. Mestu munar þó líklega um aukna tollfrjálsa inn- og útflutningskvóta. Þannig munu íslenskir framleiðendur til dæmis geta flutt út tollfrjáls rúm 3000 tonn af lambakjöti í stað 1850 áður og 4000 tonn af skyri í stað 380 áður. Innflutningskvótar margfaldast sömuleiðis. Unnt verður að flytja tollfrjálst inn tæp 700 tonn af bæði nauta- og svínakjöti í stað 100-200 tonna áður, og tollfrjáls kvóti með alifuglakjöt fjórfaldast úr 200 tonnum í rúm 850 tonn. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir þessar tollabreytingar vera risaskref. „Þetta snertir okkur að miklu leyti og neytendur og allir ættu að fagna. Og ég vil sérstaklega nefna líka ða mér finnst þetta mikill kjarkur í stjórnvöldum og mér finnst Sigurður Ingi landbúnaðarráðherra og hans fólk, sem var með honum í þessum viðræðum, eiga hrós skilið. Það er nú ekki oft sem er verið að hrósa, en mér finnst að við eigum að gera það, af því að þetta er stórt skref." Enn á eftir að ganga frá smátriðum samningsins svo hann tekkur ekki gildi fyrr en um áramótin 2016-2017. „Auðvitað á eftir að samþykkja þetta bæði hér og líka í aðildarríkjunum, en vonandi er það bara formsatriði," segir Margrét. Og hún segir almenning geta treyst því að breytingarnar skili sér raunverulega til neytenda. „Já, það verður þannig. Þetta skilar sér algjörlega til neytenda. Það er mikil samkeppni og þetta er baráttumál. Við, og Así, sem erum með verðlagseftirlit, Neytendasamtökin og við öll gleðjumst og stöndum saman um að sýna fólki fram á að þetta skilar sér til neytenda."
Tengdar fréttir Nýr tollasamningur Íslands og ESB á að auka vöruúrval og lækka vöruverð Ísland kemur til með að fella niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækka tolla á yfir tuttugu öðrum. Þar á meðal má nefna villibráð, súkkulaði, pasta. 17. september 2015 17:59 „Engin spurning að verslunin lækkar verð eftir tollasamning við ESB“ Tollar á unnar landbúnaðarvörur munu falla niður að jógúrti undanskildu. 18. september 2015 07:00 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Nýr tollasamningur Íslands og ESB á að auka vöruúrval og lækka vöruverð Ísland kemur til með að fella niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækka tolla á yfir tuttugu öðrum. Þar á meðal má nefna villibráð, súkkulaði, pasta. 17. september 2015 17:59
„Engin spurning að verslunin lækkar verð eftir tollasamning við ESB“ Tollar á unnar landbúnaðarvörur munu falla niður að jógúrti undanskildu. 18. september 2015 07:00