Kaupþing selur eign! Stjórnarmaðurinn skrifar 2. september 2015 08:30 Kaupþing seldi nú á dögunum hlut sinn í tapasveitingahúsakeðjunni La Tasca á ríflega 5 milljarða króna. Í tilkynningu frá Kaupþingi var tekið fram að mikill viðsnúningur hefði orðið á rekstri La Tasca. EBIDTA síðasta rekstrarárs hefði verið 90% meiri en árið áður og að sú ákvörðun Kaupþings að fjárfesta frekar í félaginu hefði reynst hin skynsamlegasta. Allt gott og vel, og stjórnarmaðurinn myndi óska Kaupþingsmönnum til hamingju, ef þeir væru ekki búnir að því sjálfir í tilkynningunni sem var svo full af sjálfshóli. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá hruni hafa Kaupþingsmenn staðið í rekstri barnaheimila, rekið bari og veitingahús og reynt fyrir sér í tískugeiranum. Salan á La Tasca markar þó nokkur tímamót í rekstri á eignasafni Kaupþings en bankinn hafði ekki selt eign sem neinu nemur síðan árið 2011 að bankinn losaði sig við eignarhlut sinn í tískuvörukeðjunni All Saints. Ljóst er að nokkur bið verður á því að Kaupþing selji þær eignir sem eftir eru ef alltaf á að bíða eftir viðsnúningi í rekstrinum. Þannig má velta því fyrir sér hvort ekki sé fullreynt með hæfileika Kaupþingsfólks til að reka tískukeðjur á borð við Karen Millen, Warehouse og Coast?Verðbólguboltinn blæs útÞegar þessi orð eru rituð situr stjórnarmaðurinn á kaffihúsi með annað augað á símanum. Ástæðan er ekki sú að stjórnarmaðurinn eigi von á mikilvægu símtali, heldur bíður hann tíðinda úr heimi fótboltans þar sem síðasti dagur félagsskiptagluggans stendur yfir. Knattspyrna er sennilega sturlaðasta form viðskipta sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Hvar annarsstaðar þætti það annars eðlilegt viðmið að eyða áttatíu prósent tekna fyrirtækis í laun starfsmanna (leikmanna)? Enska úrvalsdeildin er í sérflokki hvað eyðsluna varðar, enda sitja félögin í deildinni á 5,3 milljarða punda sjónvarpssamningi sem tilkynntur var í byrjun árs. Óhætt er að segja að þessi innspýting hafi haft verðbólgu í för með sér. Manchester United var rétt í þessu að kaupa ungling sem fáir hafa heyrt um á 36 milljónir punda! Grannar þeirra í City gefa þeim svo lítið eftir, og hafa splæst í tvo nýja vængmenn á samanlagðar 100 milljónir punda (20 milljarða króna). Meira að segja hinn sparsami Mike Ahsley í Newcastle virðist hafa tekið sóttina, og hefur keypt leikmenn fyrir réttar 50 milljónir punda. Þá er nú fokið í flest skjól.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Kaupþing seldi nú á dögunum hlut sinn í tapasveitingahúsakeðjunni La Tasca á ríflega 5 milljarða króna. Í tilkynningu frá Kaupþingi var tekið fram að mikill viðsnúningur hefði orðið á rekstri La Tasca. EBIDTA síðasta rekstrarárs hefði verið 90% meiri en árið áður og að sú ákvörðun Kaupþings að fjárfesta frekar í félaginu hefði reynst hin skynsamlegasta. Allt gott og vel, og stjórnarmaðurinn myndi óska Kaupþingsmönnum til hamingju, ef þeir væru ekki búnir að því sjálfir í tilkynningunni sem var svo full af sjálfshóli. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá hruni hafa Kaupþingsmenn staðið í rekstri barnaheimila, rekið bari og veitingahús og reynt fyrir sér í tískugeiranum. Salan á La Tasca markar þó nokkur tímamót í rekstri á eignasafni Kaupþings en bankinn hafði ekki selt eign sem neinu nemur síðan árið 2011 að bankinn losaði sig við eignarhlut sinn í tískuvörukeðjunni All Saints. Ljóst er að nokkur bið verður á því að Kaupþing selji þær eignir sem eftir eru ef alltaf á að bíða eftir viðsnúningi í rekstrinum. Þannig má velta því fyrir sér hvort ekki sé fullreynt með hæfileika Kaupþingsfólks til að reka tískukeðjur á borð við Karen Millen, Warehouse og Coast?Verðbólguboltinn blæs útÞegar þessi orð eru rituð situr stjórnarmaðurinn á kaffihúsi með annað augað á símanum. Ástæðan er ekki sú að stjórnarmaðurinn eigi von á mikilvægu símtali, heldur bíður hann tíðinda úr heimi fótboltans þar sem síðasti dagur félagsskiptagluggans stendur yfir. Knattspyrna er sennilega sturlaðasta form viðskipta sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Hvar annarsstaðar þætti það annars eðlilegt viðmið að eyða áttatíu prósent tekna fyrirtækis í laun starfsmanna (leikmanna)? Enska úrvalsdeildin er í sérflokki hvað eyðsluna varðar, enda sitja félögin í deildinni á 5,3 milljarða punda sjónvarpssamningi sem tilkynntur var í byrjun árs. Óhætt er að segja að þessi innspýting hafi haft verðbólgu í för með sér. Manchester United var rétt í þessu að kaupa ungling sem fáir hafa heyrt um á 36 milljónir punda! Grannar þeirra í City gefa þeim svo lítið eftir, og hafa splæst í tvo nýja vængmenn á samanlagðar 100 milljónir punda (20 milljarða króna). Meira að segja hinn sparsami Mike Ahsley í Newcastle virðist hafa tekið sóttina, og hefur keypt leikmenn fyrir réttar 50 milljónir punda. Þá er nú fokið í flest skjól.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira