Kaupþing selur eign! Stjórnarmaðurinn skrifar 2. september 2015 08:30 Kaupþing seldi nú á dögunum hlut sinn í tapasveitingahúsakeðjunni La Tasca á ríflega 5 milljarða króna. Í tilkynningu frá Kaupþingi var tekið fram að mikill viðsnúningur hefði orðið á rekstri La Tasca. EBIDTA síðasta rekstrarárs hefði verið 90% meiri en árið áður og að sú ákvörðun Kaupþings að fjárfesta frekar í félaginu hefði reynst hin skynsamlegasta. Allt gott og vel, og stjórnarmaðurinn myndi óska Kaupþingsmönnum til hamingju, ef þeir væru ekki búnir að því sjálfir í tilkynningunni sem var svo full af sjálfshóli. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá hruni hafa Kaupþingsmenn staðið í rekstri barnaheimila, rekið bari og veitingahús og reynt fyrir sér í tískugeiranum. Salan á La Tasca markar þó nokkur tímamót í rekstri á eignasafni Kaupþings en bankinn hafði ekki selt eign sem neinu nemur síðan árið 2011 að bankinn losaði sig við eignarhlut sinn í tískuvörukeðjunni All Saints. Ljóst er að nokkur bið verður á því að Kaupþing selji þær eignir sem eftir eru ef alltaf á að bíða eftir viðsnúningi í rekstrinum. Þannig má velta því fyrir sér hvort ekki sé fullreynt með hæfileika Kaupþingsfólks til að reka tískukeðjur á borð við Karen Millen, Warehouse og Coast?Verðbólguboltinn blæs útÞegar þessi orð eru rituð situr stjórnarmaðurinn á kaffihúsi með annað augað á símanum. Ástæðan er ekki sú að stjórnarmaðurinn eigi von á mikilvægu símtali, heldur bíður hann tíðinda úr heimi fótboltans þar sem síðasti dagur félagsskiptagluggans stendur yfir. Knattspyrna er sennilega sturlaðasta form viðskipta sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Hvar annarsstaðar þætti það annars eðlilegt viðmið að eyða áttatíu prósent tekna fyrirtækis í laun starfsmanna (leikmanna)? Enska úrvalsdeildin er í sérflokki hvað eyðsluna varðar, enda sitja félögin í deildinni á 5,3 milljarða punda sjónvarpssamningi sem tilkynntur var í byrjun árs. Óhætt er að segja að þessi innspýting hafi haft verðbólgu í för með sér. Manchester United var rétt í þessu að kaupa ungling sem fáir hafa heyrt um á 36 milljónir punda! Grannar þeirra í City gefa þeim svo lítið eftir, og hafa splæst í tvo nýja vængmenn á samanlagðar 100 milljónir punda (20 milljarða króna). Meira að segja hinn sparsami Mike Ahsley í Newcastle virðist hafa tekið sóttina, og hefur keypt leikmenn fyrir réttar 50 milljónir punda. Þá er nú fokið í flest skjól.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Kaupþing seldi nú á dögunum hlut sinn í tapasveitingahúsakeðjunni La Tasca á ríflega 5 milljarða króna. Í tilkynningu frá Kaupþingi var tekið fram að mikill viðsnúningur hefði orðið á rekstri La Tasca. EBIDTA síðasta rekstrarárs hefði verið 90% meiri en árið áður og að sú ákvörðun Kaupþings að fjárfesta frekar í félaginu hefði reynst hin skynsamlegasta. Allt gott og vel, og stjórnarmaðurinn myndi óska Kaupþingsmönnum til hamingju, ef þeir væru ekki búnir að því sjálfir í tilkynningunni sem var svo full af sjálfshóli. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá hruni hafa Kaupþingsmenn staðið í rekstri barnaheimila, rekið bari og veitingahús og reynt fyrir sér í tískugeiranum. Salan á La Tasca markar þó nokkur tímamót í rekstri á eignasafni Kaupþings en bankinn hafði ekki selt eign sem neinu nemur síðan árið 2011 að bankinn losaði sig við eignarhlut sinn í tískuvörukeðjunni All Saints. Ljóst er að nokkur bið verður á því að Kaupþing selji þær eignir sem eftir eru ef alltaf á að bíða eftir viðsnúningi í rekstrinum. Þannig má velta því fyrir sér hvort ekki sé fullreynt með hæfileika Kaupþingsfólks til að reka tískukeðjur á borð við Karen Millen, Warehouse og Coast?Verðbólguboltinn blæs útÞegar þessi orð eru rituð situr stjórnarmaðurinn á kaffihúsi með annað augað á símanum. Ástæðan er ekki sú að stjórnarmaðurinn eigi von á mikilvægu símtali, heldur bíður hann tíðinda úr heimi fótboltans þar sem síðasti dagur félagsskiptagluggans stendur yfir. Knattspyrna er sennilega sturlaðasta form viðskipta sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Hvar annarsstaðar þætti það annars eðlilegt viðmið að eyða áttatíu prósent tekna fyrirtækis í laun starfsmanna (leikmanna)? Enska úrvalsdeildin er í sérflokki hvað eyðsluna varðar, enda sitja félögin í deildinni á 5,3 milljarða punda sjónvarpssamningi sem tilkynntur var í byrjun árs. Óhætt er að segja að þessi innspýting hafi haft verðbólgu í för með sér. Manchester United var rétt í þessu að kaupa ungling sem fáir hafa heyrt um á 36 milljónir punda! Grannar þeirra í City gefa þeim svo lítið eftir, og hafa splæst í tvo nýja vængmenn á samanlagðar 100 milljónir punda (20 milljarða króna). Meira að segja hinn sparsami Mike Ahsley í Newcastle virðist hafa tekið sóttina, og hefur keypt leikmenn fyrir réttar 50 milljónir punda. Þá er nú fokið í flest skjól.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira