Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. september 2015 12:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði. Mest lesið Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði.
Mest lesið Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira