Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. september 2015 12:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði. Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði.
Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira