Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent vegna gerðardóms Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. september 2015 21:07 Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent eftir úrskurð gerðardóms í kjaradeilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Mikill hiti var í fundarmönnum á miðstjórnarfundi ASÍ í dag sem telja að það stefni í stórslys á vinnumarkaði ef ekki náist að lenda málinu í haust. Hægt er að segja samningum lausum í febrúar ef forsendur þeirra standast ekki.Samningar framhaldsskólakennarar bruna framúrFramhaldsskólakennarar fá sjálfvirka ellefu prósenta launahækkun eftir úrskurð Gerðardóms vegna ákvæðis í kjarasamningum þeirra um aðrar stéttir hækki ekki umfram þá. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að samningar þeirra séu nú metnir á 45 prósent hækkun meðan kostnaðarmat á almennum vinnumarkaði sé átján prósenta hækkun til fjögurra ára. Þá séu háskólamenn að fá svipaðar launahækkanir á tveimur árum og hinir á fjórum.Fólki er almennt misboðiðSigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það sama hafi gerst 2013, þegar ríkið hafi samið um miklu meiri hækkanir eftir að samið hafði verið um launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Ég er alveg sannfærður um það að fólki er almennt misboðið, vegna þess, hvernig kjarasamningar eru almennt teknir hver á fætur öðrum og hrúgað ofan á það, sem þeir fá sem lægstu launin hafa,“ segir Sigurður. „Ég er ekki í vafa um það að fólk telji sig eiga inni miðað við þessa stöðu.“Enginn sigurvegariGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sest verði yfir málið í haust og ekki sé útséð um lausn áður en allt fer í bál og brand í febrúar. Það sé þó stjórnvalda að svara því af hverju svona hafi verið staðið að málum. Hann bendir á að í úrskurði gerðardóms séu ríflegar launahækkanir umfram forsendur almennra samninga. Þá meti gerðardómur samninga ASÍ á 24 prósent þegar átján prósent séu nærri lagi. Hann segir að ríkið hafi gengið á undan og búið til sjálfvirkar tengingar við launahækkanir. Ríkið sé semsagt að búa til ákvæði sem hafi búið til ástand sem ekki sjái fyrir endann á. Hann segir að ræða verði málið á breiðum grundvelli. Út úr þessu höfrungahlaupi launahækkana komi enginn sem sigurvegari. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent eftir úrskurð gerðardóms í kjaradeilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Mikill hiti var í fundarmönnum á miðstjórnarfundi ASÍ í dag sem telja að það stefni í stórslys á vinnumarkaði ef ekki náist að lenda málinu í haust. Hægt er að segja samningum lausum í febrúar ef forsendur þeirra standast ekki.Samningar framhaldsskólakennarar bruna framúrFramhaldsskólakennarar fá sjálfvirka ellefu prósenta launahækkun eftir úrskurð Gerðardóms vegna ákvæðis í kjarasamningum þeirra um aðrar stéttir hækki ekki umfram þá. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að samningar þeirra séu nú metnir á 45 prósent hækkun meðan kostnaðarmat á almennum vinnumarkaði sé átján prósenta hækkun til fjögurra ára. Þá séu háskólamenn að fá svipaðar launahækkanir á tveimur árum og hinir á fjórum.Fólki er almennt misboðiðSigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það sama hafi gerst 2013, þegar ríkið hafi samið um miklu meiri hækkanir eftir að samið hafði verið um launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Ég er alveg sannfærður um það að fólki er almennt misboðið, vegna þess, hvernig kjarasamningar eru almennt teknir hver á fætur öðrum og hrúgað ofan á það, sem þeir fá sem lægstu launin hafa,“ segir Sigurður. „Ég er ekki í vafa um það að fólk telji sig eiga inni miðað við þessa stöðu.“Enginn sigurvegariGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sest verði yfir málið í haust og ekki sé útséð um lausn áður en allt fer í bál og brand í febrúar. Það sé þó stjórnvalda að svara því af hverju svona hafi verið staðið að málum. Hann bendir á að í úrskurði gerðardóms séu ríflegar launahækkanir umfram forsendur almennra samninga. Þá meti gerðardómur samninga ASÍ á 24 prósent þegar átján prósent séu nærri lagi. Hann segir að ríkið hafi gengið á undan og búið til sjálfvirkar tengingar við launahækkanir. Ríkið sé semsagt að búa til ákvæði sem hafi búið til ástand sem ekki sjái fyrir endann á. Hann segir að ræða verði málið á breiðum grundvelli. Út úr þessu höfrungahlaupi launahækkana komi enginn sem sigurvegari.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira