Körfubolti

Dramatískur sigur Tyrklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Ítalíu og Tyrklands.
Úr leik Ítalíu og Tyrklands. vísir/getty
Tyrkland vann dramatískan sigur á Ítalíu í riðli okkar Íslendinga á EM 2015, en riðillinn fer fram í Berlín. Tyrkir unnu tveggja stiga sigur, 89-87, eftir dramatískar lokamínútur.

Tyrkirnir byrjuðu mun ákveðnari og leiddu með þrettán stigum eftir fyrsta leikhlutann 26-13. Þeir stigu hins vegar aðeins af bensíngjöfinni í leikhluta númer tvö, en leiddu þó 51-42.

Ítalar héldu áfram að saxa á forystu Tyrkjanna og staðan fyrir lokaleikhlutann var 66-61, Tyrkjunum í vil. Í síðasta leikhlutanum héldu Ítalararnir áfram að saxa á forystu Tyrkjanna.

Danilo Gallinari minnkaði muninn í eitt stig þegar sjö sekúndur voru eftir, en nær komust Ítalarnir ekki. Semih Erden gerði út um leikinn af vítalínunni og Tyrkirnir fögnuðu tveggja stiga sigri, 89-87.

Semih Erden skoraði 22 stig og tók átta fráköst fyrir Tyrkina, en næstur kom Ali Muhammed með sautján stig.

Danilo Gallinari skoraði 33 stig fyrir Ítalana og tók þar að auki fimm fráköst, en auk þess gaf hann tvær stoðsendingar. Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á honum á morgun þegar liðið mætast, en leikurinn hefst klukkan 16:00.


Tengdar fréttir

Serbar frábærir í sigri á Spánverjum

Serbía vann tíu stiga sigur á Spánverjum, 80-70, í öðrum leik dagains í riðli Íslands á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×