Ríkisvaldið mismunar starfsmönnum sínum Árni Stefán Jónsson og Kristín Á. Guðmundsdóttir og Snorri Magnússon skrifa 8. september 2015 08:00 Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útspil samninganefndar ríkisins við framlögðum drögum félaganna að launalið kjarasamninga félaganna á síðasta fundi sínum hjá sáttasemjara. Kröfur félaganna byggja að öllu leyti á þeim samningum sem ríkið hefur þegar gert við aðra ríkisstarfsmenn og á niðurstöðum gerðardóms. Því bjuggust samninganefndir félaganna við umræðu um þau drög á fundi samninganefndanna, enda var gert samkomulag á milli samningsaðila í sumar um að bíða eftir niðurstöðum gerðardóms. Nú, þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efla til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega. Í tilboði ríkisins, sem lagt var fyrir samninganefndir félaganna í síðastliðinni viku, er ljóst að ríkisvaldið ætlar þeim hópum ríkisstarfsmanna sem lægst launin hafa að fá mun minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við aðra. Það er algjörlega klárt að þessir starfsmenn munu aldrei sætta sig við slíka mismunun og ef við sem erum í forsvari fyrir þá gerum slíkan samning yrði hann felldur með öllum greiddum atkvæðum. Fram kemur í gerðardómnum að niðurstaða hans varðandi hjúkrunarfræðinga og BHM sé í takti við kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Krafa opinberra starfsmanna undanfarin misseri hefur verið sú að ná fram jafnrétti í launum á við launafólk á almennum markað. Allar launakannanir, bæði þær sem eru gerðar á vegum stéttarfélaganna sjálfra og tölur frá Hagstofu Íslands, sýna að opinberir starfsmenn bera skarðan hlut frá borði. Laun þeirra eru á bilinu 16-17% lægri en þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þetta er óásættanlegt og þarf að leiðrétta. Samninganefndir félaganna skora á ríkisstjórnina að endurskoða tilboð sitt svo samningar náist án íþyngjandi aðgerða með öllum þeim skaða sem af þeim hlýst. Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) standa sameiginlega í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins, en félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5.200 manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útspil samninganefndar ríkisins við framlögðum drögum félaganna að launalið kjarasamninga félaganna á síðasta fundi sínum hjá sáttasemjara. Kröfur félaganna byggja að öllu leyti á þeim samningum sem ríkið hefur þegar gert við aðra ríkisstarfsmenn og á niðurstöðum gerðardóms. Því bjuggust samninganefndir félaganna við umræðu um þau drög á fundi samninganefndanna, enda var gert samkomulag á milli samningsaðila í sumar um að bíða eftir niðurstöðum gerðardóms. Nú, þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efla til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega. Í tilboði ríkisins, sem lagt var fyrir samninganefndir félaganna í síðastliðinni viku, er ljóst að ríkisvaldið ætlar þeim hópum ríkisstarfsmanna sem lægst launin hafa að fá mun minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við aðra. Það er algjörlega klárt að þessir starfsmenn munu aldrei sætta sig við slíka mismunun og ef við sem erum í forsvari fyrir þá gerum slíkan samning yrði hann felldur með öllum greiddum atkvæðum. Fram kemur í gerðardómnum að niðurstaða hans varðandi hjúkrunarfræðinga og BHM sé í takti við kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Krafa opinberra starfsmanna undanfarin misseri hefur verið sú að ná fram jafnrétti í launum á við launafólk á almennum markað. Allar launakannanir, bæði þær sem eru gerðar á vegum stéttarfélaganna sjálfra og tölur frá Hagstofu Íslands, sýna að opinberir starfsmenn bera skarðan hlut frá borði. Laun þeirra eru á bilinu 16-17% lægri en þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þetta er óásættanlegt og þarf að leiðrétta. Samninganefndir félaganna skora á ríkisstjórnina að endurskoða tilboð sitt svo samningar náist án íþyngjandi aðgerða með öllum þeim skaða sem af þeim hlýst. Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) standa sameiginlega í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins, en félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5.200 manns.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar