Kostar að klikka á að kynna sér kínverska kaupsýsluhætti ingvar haraldsson skrifar 9. september 2015 12:30 Mikilvægt er að kynna sér kínnverska menningu að sögn fyrirtækjanna sem þó hafa lítið gert til að bregðast við vandamálinu. vísir/epa Íslensk fyrirtæki hafa ekki gert nóg til að takast á við þann menningarmun sem er milli Íslands og Kína. Aðgerðaleysið hefur að líkindum kostað fyrirtækin háar fjárhæðir og gæti átt þátt í að skýra hve lítið viðskipti við Kínverja hafa aukist frá því fríverslunarsamningur við Kína tók gildi um mitt síðasta ár. Þetta er niðurstaða meistararitgerðar Ingu Dísar Júlíusdóttur í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Reykjavík. Ritgerðin byggði á viðtölum og spurningalistum sem forsvarsmenn 24 íslenskra fyrirtækja sem stunda viðskipti í Kína svöruðu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sagði fyrr í sumar að að það væru vonbrigði hve lítið viðskipti við Kína hefðu aukist frá því fríverslunarsamningurinn tók gildi. „Þetta kemur okkur á óvart. Við fundum fyrir miklum áhuga í aðdraganda samningsins, við ýttum á að þessi samningur yrði gerður og fögnuðum honum sérstaklega,“ sagði Andrés.Sjá einnig: Reynslan af fríverslun við Kína valdið vonbrigðumInnflutningur til Kína nam dróst saman á tímabilinu janúar til júlí á þessu ári miðað við árið 2014 en útflutningurinn nam 3.628 milljónum króna á fyrstu mánuðum ársins 2015 en 3.628 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Útflutningur hefur hins vegar aukist talsvert og nam 587 milljónum króna milli janúar og júlí árið 2014 en hefur numið 1.313 milljónum króna á sama tímabili á þessu ári.Inga Dís Júlíusdóttir segir flest fyrirtæki vera meðvituð um menningarmuninn þó þau hafi lítið gert til að bregðast við honumInga segir flest fyrirtæki vera meðvituð um menningarmuninn þó þau hafi lítið gert til að bregðast við honum. Mörg fyrirtækjanna hafi svarað því að tekjur, hagnaður og markaðshlutdeild þeirra myndu að líkindum aukast ef þau myndu læra betur inn á kínverska menningu og bæta samskipti sín við kínversk fyrirtæki. „Það var eitthvað sem mér fannst áhugavert, að vita af vandamálinu en gera ekki nógu mikið til að laga það eða bæta úr því,“ segir hún. Inga segir að líklega sé ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir árekstra í alþjóðlegum viðskiptum en hægt sé að lágmarka skaðann sem af þeim geti hlotist með nægum undirbúningi. Hún bætir þó við að einhver fyrirtæki hafi sagst senda starfsmenn sína til þeirra landa þar sem þau stunda viðskipti til að læra inn á menninguna og viðskiptahætti. „En mjög fáir voru með þjálfun fyrir starfsmenn í tengslum við menningarmun og samskipti.“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Íslensk fyrirtæki hafa ekki gert nóg til að takast á við þann menningarmun sem er milli Íslands og Kína. Aðgerðaleysið hefur að líkindum kostað fyrirtækin háar fjárhæðir og gæti átt þátt í að skýra hve lítið viðskipti við Kínverja hafa aukist frá því fríverslunarsamningur við Kína tók gildi um mitt síðasta ár. Þetta er niðurstaða meistararitgerðar Ingu Dísar Júlíusdóttur í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Reykjavík. Ritgerðin byggði á viðtölum og spurningalistum sem forsvarsmenn 24 íslenskra fyrirtækja sem stunda viðskipti í Kína svöruðu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sagði fyrr í sumar að að það væru vonbrigði hve lítið viðskipti við Kína hefðu aukist frá því fríverslunarsamningurinn tók gildi. „Þetta kemur okkur á óvart. Við fundum fyrir miklum áhuga í aðdraganda samningsins, við ýttum á að þessi samningur yrði gerður og fögnuðum honum sérstaklega,“ sagði Andrés.Sjá einnig: Reynslan af fríverslun við Kína valdið vonbrigðumInnflutningur til Kína nam dróst saman á tímabilinu janúar til júlí á þessu ári miðað við árið 2014 en útflutningurinn nam 3.628 milljónum króna á fyrstu mánuðum ársins 2015 en 3.628 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Útflutningur hefur hins vegar aukist talsvert og nam 587 milljónum króna milli janúar og júlí árið 2014 en hefur numið 1.313 milljónum króna á sama tímabili á þessu ári.Inga Dís Júlíusdóttir segir flest fyrirtæki vera meðvituð um menningarmuninn þó þau hafi lítið gert til að bregðast við honumInga segir flest fyrirtæki vera meðvituð um menningarmuninn þó þau hafi lítið gert til að bregðast við honum. Mörg fyrirtækjanna hafi svarað því að tekjur, hagnaður og markaðshlutdeild þeirra myndu að líkindum aukast ef þau myndu læra betur inn á kínverska menningu og bæta samskipti sín við kínversk fyrirtæki. „Það var eitthvað sem mér fannst áhugavert, að vita af vandamálinu en gera ekki nógu mikið til að laga það eða bæta úr því,“ segir hún. Inga segir að líklega sé ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir árekstra í alþjóðlegum viðskiptum en hægt sé að lágmarka skaðann sem af þeim geti hlotist með nægum undirbúningi. Hún bætir þó við að einhver fyrirtæki hafi sagst senda starfsmenn sína til þeirra landa þar sem þau stunda viðskipti til að læra inn á menninguna og viðskiptahætti. „En mjög fáir voru með þjálfun fyrir starfsmenn í tengslum við menningarmun og samskipti.“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira