Stærsta fjós landsins á lengd við fótboltavöll Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2015 21:45 Stærsta fjós Íslands rís nú á Mýrum við Hornafjörð. Fjósbyggingin verður álíka löng og fótboltavöllur að löggiltri keppnisstærð og kýrnar munu mjólka samtals yfir fimmþúsund lítra á dag. Þeir sem aka hringveginn vestan Hornafjarðar þessa dagana reka eflaust margir upp stór augu að sjá ferlíkið rétt við þjóðveginn. Smíðin hófst í apríl í vor og þarna starfa nú um þrjátíu manns við framkvæmdirnar. Límtrésbyggingin, sem kemur frá Flúðum, verður hálfur hektari að stærð, eða 4.700 fermetrar að grunnfleti, 106 metra löng og 39 metra breið, og lofthæðin þrettán metrar.Fjósið verður 106 metra langt og lofthæðin 13 metrar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Inni verður rými fyrir 300 kýr, þar af 240 mjólkandi. Gert er ráð fyrir fjórum mjaltaþjónum, sem hver annar um sextíu kúm. Byggingarstjórinn, Hornfirðingurinn Birkir Birgisson, kveðst í samtali við Stöð 2 telja víst að þetta verði stærsta fjós landsins. Spurður hvernig fólki lítist á að fá svona risabyggingu í sveitina svarar Birkir: „Bara vel, held ég.“ Aðstæður gerast vart betri á landinu til kúabúskapar; á jörðinni Flatey á Mýrum er flæmi af rennisléttum túnum en forðum var þarna graskögglaverksmiðja, sem fyrirtækið Lífsval breytti í kúabú. Eftir að það félag fór í þrot eftir hrun keypti útgerðarfélagið Skinney-Þinganes eignina af Landsbankanum. Í stað þess að leggja árar í bát var stefnt á að tvöfalda mjólkurframleiðsluna frá því sem nú er, fara úr einni milljón lítra og stefna á tvær milljónir lítra á ári. Að sögn Birkis er stefnt að því að nýja fjósið verði tilbúið fyrir jól. Tengdar fréttir 150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45 Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17 Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Sjá meira
Stærsta fjós Íslands rís nú á Mýrum við Hornafjörð. Fjósbyggingin verður álíka löng og fótboltavöllur að löggiltri keppnisstærð og kýrnar munu mjólka samtals yfir fimmþúsund lítra á dag. Þeir sem aka hringveginn vestan Hornafjarðar þessa dagana reka eflaust margir upp stór augu að sjá ferlíkið rétt við þjóðveginn. Smíðin hófst í apríl í vor og þarna starfa nú um þrjátíu manns við framkvæmdirnar. Límtrésbyggingin, sem kemur frá Flúðum, verður hálfur hektari að stærð, eða 4.700 fermetrar að grunnfleti, 106 metra löng og 39 metra breið, og lofthæðin þrettán metrar.Fjósið verður 106 metra langt og lofthæðin 13 metrar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Inni verður rými fyrir 300 kýr, þar af 240 mjólkandi. Gert er ráð fyrir fjórum mjaltaþjónum, sem hver annar um sextíu kúm. Byggingarstjórinn, Hornfirðingurinn Birkir Birgisson, kveðst í samtali við Stöð 2 telja víst að þetta verði stærsta fjós landsins. Spurður hvernig fólki lítist á að fá svona risabyggingu í sveitina svarar Birkir: „Bara vel, held ég.“ Aðstæður gerast vart betri á landinu til kúabúskapar; á jörðinni Flatey á Mýrum er flæmi af rennisléttum túnum en forðum var þarna graskögglaverksmiðja, sem fyrirtækið Lífsval breytti í kúabú. Eftir að það félag fór í þrot eftir hrun keypti útgerðarfélagið Skinney-Þinganes eignina af Landsbankanum. Í stað þess að leggja árar í bát var stefnt á að tvöfalda mjólkurframleiðsluna frá því sem nú er, fara úr einni milljón lítra og stefna á tvær milljónir lítra á ári. Að sögn Birkis er stefnt að því að nýja fjósið verði tilbúið fyrir jól.
Tengdar fréttir 150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45 Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17 Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Sjá meira
150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag. 15. janúar 2010 18:45
Útgerðarfélag í kúabúskap Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar. 25. október 2013 13:17
Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20. október 2011 06:00