Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. ágúst 2015 20:30 Verslunareigandi í Kringlunni hefur nú gefið fjörtíu börnum sem glíma við margvíslegar fatlanir spjaldtölvur. Hann segir tölvurnar hjálpa þeim á ótrúlegan hátt og segir það bestu ákvörðun lífs síns að leggja málefninu lið. Í dag gaf Sigurður Þór Helgason fötluðu barni spjaldtölvu númer fjörtíu og af því tilefni komu þau börn sem fengið hafa spjaldtölvur saman í húsdýragarðinum og gerðu sér glaðan dag ásamt fjölskyldum sínum. Sigurður rekur litla verslum í Kringlunni en fyrir fimm árum fékk hann tölvupóst frá föður fatlaðrar stúlku sem spurði hann hvort iPad gæti mögulega hjálpað dóttur hans með fínhreyfingar. Á þeim tíma var lítil sem enginn reynsla komin á að nota spjaldtölvur til að örva þroska. „Ég fyllti iPadinn minn af fullt af öppum, bið um að fá að hitta stelpuna og viti menn, hún sýnir markverðar hreyfingar í fyrsta sinn á sinni ævi. Frá þeim tímapunkti sem ég sá foreldrana tárast og faðmast vissi ég að ég var kominn á einhverja braut sem ég ætlaði að halda mér á,“ segir Sigurður. Sigurður segir árangur barnanna mað spjaldtölvurnar ótrúlegan. Sumum þeirra hefur til að mynda tekist að tjá sig í fyrsta skipti með því að nota sérstök tjáskiptaöpp og benda á myndir á spjaldtölvunum. „Þetta spurðist fljótt út. Fyrstu dagana eftir að fyrsta barnið fékk iPad fréttist það um læknastéttina og heilbrigðisgeirann hvað var að gerast. Þá gerði ég lítið annað en að hitta fólk og halda hálfgerðan fyrirlestur um hvernig iPad gæti hjálpað hreyfihömluðum börnum. Ég var orðinn eins og kennari eða sérfræðingur sem ég er náttúrlega ekki, ég datt bara inn í þetta,“ segir Sigurður. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu, þetta gefur mér svo mikið,“ segir hann. Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Verslunareigandi í Kringlunni hefur nú gefið fjörtíu börnum sem glíma við margvíslegar fatlanir spjaldtölvur. Hann segir tölvurnar hjálpa þeim á ótrúlegan hátt og segir það bestu ákvörðun lífs síns að leggja málefninu lið. Í dag gaf Sigurður Þór Helgason fötluðu barni spjaldtölvu númer fjörtíu og af því tilefni komu þau börn sem fengið hafa spjaldtölvur saman í húsdýragarðinum og gerðu sér glaðan dag ásamt fjölskyldum sínum. Sigurður rekur litla verslum í Kringlunni en fyrir fimm árum fékk hann tölvupóst frá föður fatlaðrar stúlku sem spurði hann hvort iPad gæti mögulega hjálpað dóttur hans með fínhreyfingar. Á þeim tíma var lítil sem enginn reynsla komin á að nota spjaldtölvur til að örva þroska. „Ég fyllti iPadinn minn af fullt af öppum, bið um að fá að hitta stelpuna og viti menn, hún sýnir markverðar hreyfingar í fyrsta sinn á sinni ævi. Frá þeim tímapunkti sem ég sá foreldrana tárast og faðmast vissi ég að ég var kominn á einhverja braut sem ég ætlaði að halda mér á,“ segir Sigurður. Sigurður segir árangur barnanna mað spjaldtölvurnar ótrúlegan. Sumum þeirra hefur til að mynda tekist að tjá sig í fyrsta skipti með því að nota sérstök tjáskiptaöpp og benda á myndir á spjaldtölvunum. „Þetta spurðist fljótt út. Fyrstu dagana eftir að fyrsta barnið fékk iPad fréttist það um læknastéttina og heilbrigðisgeirann hvað var að gerast. Þá gerði ég lítið annað en að hitta fólk og halda hálfgerðan fyrirlestur um hvernig iPad gæti hjálpað hreyfihömluðum börnum. Ég var orðinn eins og kennari eða sérfræðingur sem ég er náttúrlega ekki, ég datt bara inn í þetta,“ segir Sigurður. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu, þetta gefur mér svo mikið,“ segir hann.
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira