Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. ágúst 2015 20:30 Verslunareigandi í Kringlunni hefur nú gefið fjörtíu börnum sem glíma við margvíslegar fatlanir spjaldtölvur. Hann segir tölvurnar hjálpa þeim á ótrúlegan hátt og segir það bestu ákvörðun lífs síns að leggja málefninu lið. Í dag gaf Sigurður Þór Helgason fötluðu barni spjaldtölvu númer fjörtíu og af því tilefni komu þau börn sem fengið hafa spjaldtölvur saman í húsdýragarðinum og gerðu sér glaðan dag ásamt fjölskyldum sínum. Sigurður rekur litla verslum í Kringlunni en fyrir fimm árum fékk hann tölvupóst frá föður fatlaðrar stúlku sem spurði hann hvort iPad gæti mögulega hjálpað dóttur hans með fínhreyfingar. Á þeim tíma var lítil sem enginn reynsla komin á að nota spjaldtölvur til að örva þroska. „Ég fyllti iPadinn minn af fullt af öppum, bið um að fá að hitta stelpuna og viti menn, hún sýnir markverðar hreyfingar í fyrsta sinn á sinni ævi. Frá þeim tímapunkti sem ég sá foreldrana tárast og faðmast vissi ég að ég var kominn á einhverja braut sem ég ætlaði að halda mér á,“ segir Sigurður. Sigurður segir árangur barnanna mað spjaldtölvurnar ótrúlegan. Sumum þeirra hefur til að mynda tekist að tjá sig í fyrsta skipti með því að nota sérstök tjáskiptaöpp og benda á myndir á spjaldtölvunum. „Þetta spurðist fljótt út. Fyrstu dagana eftir að fyrsta barnið fékk iPad fréttist það um læknastéttina og heilbrigðisgeirann hvað var að gerast. Þá gerði ég lítið annað en að hitta fólk og halda hálfgerðan fyrirlestur um hvernig iPad gæti hjálpað hreyfihömluðum börnum. Ég var orðinn eins og kennari eða sérfræðingur sem ég er náttúrlega ekki, ég datt bara inn í þetta,“ segir Sigurður. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu, þetta gefur mér svo mikið,“ segir hann. Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Verslunareigandi í Kringlunni hefur nú gefið fjörtíu börnum sem glíma við margvíslegar fatlanir spjaldtölvur. Hann segir tölvurnar hjálpa þeim á ótrúlegan hátt og segir það bestu ákvörðun lífs síns að leggja málefninu lið. Í dag gaf Sigurður Þór Helgason fötluðu barni spjaldtölvu númer fjörtíu og af því tilefni komu þau börn sem fengið hafa spjaldtölvur saman í húsdýragarðinum og gerðu sér glaðan dag ásamt fjölskyldum sínum. Sigurður rekur litla verslum í Kringlunni en fyrir fimm árum fékk hann tölvupóst frá föður fatlaðrar stúlku sem spurði hann hvort iPad gæti mögulega hjálpað dóttur hans með fínhreyfingar. Á þeim tíma var lítil sem enginn reynsla komin á að nota spjaldtölvur til að örva þroska. „Ég fyllti iPadinn minn af fullt af öppum, bið um að fá að hitta stelpuna og viti menn, hún sýnir markverðar hreyfingar í fyrsta sinn á sinni ævi. Frá þeim tímapunkti sem ég sá foreldrana tárast og faðmast vissi ég að ég var kominn á einhverja braut sem ég ætlaði að halda mér á,“ segir Sigurður. Sigurður segir árangur barnanna mað spjaldtölvurnar ótrúlegan. Sumum þeirra hefur til að mynda tekist að tjá sig í fyrsta skipti með því að nota sérstök tjáskiptaöpp og benda á myndir á spjaldtölvunum. „Þetta spurðist fljótt út. Fyrstu dagana eftir að fyrsta barnið fékk iPad fréttist það um læknastéttina og heilbrigðisgeirann hvað var að gerast. Þá gerði ég lítið annað en að hitta fólk og halda hálfgerðan fyrirlestur um hvernig iPad gæti hjálpað hreyfihömluðum börnum. Ég var orðinn eins og kennari eða sérfræðingur sem ég er náttúrlega ekki, ég datt bara inn í þetta,“ segir Sigurður. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu, þetta gefur mér svo mikið,“ segir hann.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent