Útúrsnúningar Landsvirkjunar um verð Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 24. ágúst 2015 06:00 Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, svarar nýlega grein minni, „Pyrrhosarsigrar í orkusamningum“. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að réttum staðreyndum um orkuverð sé haldið til haga. Það flokkast hins vegar undir útúrsnúning hjá Magnúsi að taka einungis hálfa setningu út úr grein minni og gera hana að aðalatriði. Setningarhlutinn sem Magnús velur að gagnrýna er þessi: „Þannig hefur Landsvirkjun t.d. hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki…“ en Magnús gætir þess að tjá sig ekki um framhaldið: „…á sama tíma og orkuverð í nágrannalöndum hefur lækkað um 54% til 75%“. Magnús forðast greinilega að tala um samanburðinn við nágrannalöndin enda er hann Landsvirkjun ekki hagfelldur. Það er dapurleg aðferðafræði þegar menn eru uppiskroppa með mótrök, að taka hlutina úr samhengi og leggja áherslu á allt annað en inntakið. Eitt er að taka grein mína úr samhengi en verra er þegar meðaltalsútreikningar eru notaðir til að slá ryki í augu lesenda. Magnús gengur jafnvel svo langt að taka út árið 2007 eitt og sér til samanburðar til að fegra málflutning sinn, sem verður að teljast afvegaleiðandi. Er þetta trikk kannski dæmi um hið hárómaða samtal við þjóðina sem Landsvirkjun hefur svo mikið talað um undanfarið? Fyrrnefndir meðaltalsútreikningar Magnúsar hjálpuðu t.d. Ölgerðinni lítið þegar við fyrirtækinu blasti 17% hækkun á raforkuverði sem afleiðing af verðstefnu Landsvirkjunar. Í fjölmiðli 16. júní sl. kom m.a. eftirfarandi fram um umrædda hækkun: „Rafmagnsreikningur Ölgerðarinnar, eins stærsta matvörufyrirtækis landsins, hefur hækkað um 17% á milli ára, eða tífalt meira en almennt verðlag í landinu. Fyrirtækið kaupir raforkuna af Fallorku og hefur Ölgerðin fengið þær upplýsingar frá seljanda að heildsalinn, Landsvirkjun, hafi hækkað meðalverð í skammtímasamningum um 40%“. Það er m.a. þessi framganga Landsvirkjunar sem grein undirritaðs tekur mið af. Í því samhengi er ágætt að rifja upp að eitt helsta verkefni eiganda Landsvirkjunar er að halda verðbólgu í skefjum. Það verkefni virðist ekki vera á stefnuskrá Landsvirkjunar ef mið er tekið af ofangreindri hækkun. Inntakið í grein minni var m.a. að benda á þetta misræmi og Magnúsi hefði verið sæmra að miða svar sitt við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, svarar nýlega grein minni, „Pyrrhosarsigrar í orkusamningum“. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að réttum staðreyndum um orkuverð sé haldið til haga. Það flokkast hins vegar undir útúrsnúning hjá Magnúsi að taka einungis hálfa setningu út úr grein minni og gera hana að aðalatriði. Setningarhlutinn sem Magnús velur að gagnrýna er þessi: „Þannig hefur Landsvirkjun t.d. hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki…“ en Magnús gætir þess að tjá sig ekki um framhaldið: „…á sama tíma og orkuverð í nágrannalöndum hefur lækkað um 54% til 75%“. Magnús forðast greinilega að tala um samanburðinn við nágrannalöndin enda er hann Landsvirkjun ekki hagfelldur. Það er dapurleg aðferðafræði þegar menn eru uppiskroppa með mótrök, að taka hlutina úr samhengi og leggja áherslu á allt annað en inntakið. Eitt er að taka grein mína úr samhengi en verra er þegar meðaltalsútreikningar eru notaðir til að slá ryki í augu lesenda. Magnús gengur jafnvel svo langt að taka út árið 2007 eitt og sér til samanburðar til að fegra málflutning sinn, sem verður að teljast afvegaleiðandi. Er þetta trikk kannski dæmi um hið hárómaða samtal við þjóðina sem Landsvirkjun hefur svo mikið talað um undanfarið? Fyrrnefndir meðaltalsútreikningar Magnúsar hjálpuðu t.d. Ölgerðinni lítið þegar við fyrirtækinu blasti 17% hækkun á raforkuverði sem afleiðing af verðstefnu Landsvirkjunar. Í fjölmiðli 16. júní sl. kom m.a. eftirfarandi fram um umrædda hækkun: „Rafmagnsreikningur Ölgerðarinnar, eins stærsta matvörufyrirtækis landsins, hefur hækkað um 17% á milli ára, eða tífalt meira en almennt verðlag í landinu. Fyrirtækið kaupir raforkuna af Fallorku og hefur Ölgerðin fengið þær upplýsingar frá seljanda að heildsalinn, Landsvirkjun, hafi hækkað meðalverð í skammtímasamningum um 40%“. Það er m.a. þessi framganga Landsvirkjunar sem grein undirritaðs tekur mið af. Í því samhengi er ágætt að rifja upp að eitt helsta verkefni eiganda Landsvirkjunar er að halda verðbólgu í skefjum. Það verkefni virðist ekki vera á stefnuskrá Landsvirkjunar ef mið er tekið af ofangreindri hækkun. Inntakið í grein minni var m.a. að benda á þetta misræmi og Magnúsi hefði verið sæmra að miða svar sitt við það.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun