Markaðsmenn horfi meira til fjölmiðlafólks ingvar haraldsson skrifar 2. september 2015 11:00 Eid segir að fjölmiðlar gætu orðið fyrirmynd að verklagi sem markaðsfólk þurfi að taka upp. vísir/gva „Heiminn breytast mun hraðar en áður,“ segir Luke Eid sem stýrir alþjóðlegu neti stafrænnar miðlunar hjá alþjóðlegu auglýsingastofunnar TBWA. Eid hefur m.a. stýrt stafrænni markaðssetningu fyrir Nissan, Pacific Brands, Coach og Standard Charter Bank. „Auglýsingastofur á borð við TBWA þurfa að bregðast við mun hraðar en áður. Í hefðbundnum markaðsherferðum höfum við haft marga mánuði, jafnvel ár til að undirbúa okkur en í fjölmiðlaumhverfi dagsins í dag þarftu að geta brugðist við samstundis,“ segir hann. Eid segir það mikla áskorun fyrir markaðsfólk að takast á við þennan breytta heim. Hann nefnir fjórar ástæður fyrir þessum breytingum. Í fyrsta lagi sé hægt að komast þráðlaust á netið nær hvar sem er. Í öðru lagi hafi innreið snjalltækja á borð við síma, úr og jafnvel bíla valdið því að fólk sé alltaf í sambandi við umheiminn. Í þriðja lagi hafi innreið samfélagsmiðla haft miklar breytingar í för með sér. Í fjórða lagi hafi svo þessar tækninýjungar valdið því að tískubylgjur og menning breytist mun hraðar en áður. „Allt þetta veldur því að vörumerki þurfa að bregðast við mun hraðar en áður,“ segir hann. „Það er til fræg tilvitnun eftir Ray Kurzweil, verkfræðing hjá Google og rithöfund, sem segir að heimurinn muni ekki sjá 100 ár af framþróun næstu öldina heldur tuttugu þúsund ár. Svo breytingarnar eru að eiga sér stað í veldisvexti.“ Eid segir að fram til þessa hafi markaðs- og auglýsingastofur brugðist við nýjum miðlum með nýjum sérfræðideildum. Innreið internetsins hafi kallað á sérstakar markaðsstofur fyrir netið, sama hafi gilt um snjallsímana og svo síðast með innreið samfélagsmiðla. „En þegar heimurinn er að breytast mun hraðar en áður getur þetta flókna kerfi ekki brugðist nógu hratt við. Svo stóra áskorunin er að endurskipuleggja hvernig við vinnum sem ein heild,“ segir Eid. Eid nefnir vinnulag fjölmiðlafólks sem góða fyrirmynd að vinnulagi sem markaðsfólk þurfi að taka upp. „Fjölmiðlar eru mjög fljótir að bregðast við hlutum þegar þeir gerast. Ritstjórnin hittist á hverjum morgni og úthlutar verkefnum til blaða- og fréttamana og sendir þá á staði. Þeir koma svo aftur og þá þarf að ákveða hvað er birt. Þetta er fyrirkomulag sem við þyrftum að laga okkur að en erum ekki vön,“ segir Eid. Hann telur að næsta bylting verði endurkoma myndbanda. „Við erum komin heilan hring. Kvikmyndir og sjónvarp voru áhrifamesta efnið á 10. áratugnum en svo komu stafrænu miðlarnir og við fórum að gera borða og heimasíður. En við sem skapandi geiri erum einna best í því að segja sögur, við sköpum tilfinningaleg viðbrögð, hlátur eða grát. Ef þú skoðar Facebook-veggi þá er meirihluti þeirra orðinn myndir og myndbönd frekar en texti. Mark Zuckerberg hefur sagt að á næstu árum verði Facebook-veggurinn bara myndir og myndbönd svo ég held að við séum að fara aftur í að segja sögur, en leikurinn er breyttur, það verða ekki bara þaulskipulögð 30 eða 90 sekúndna myndbönd. Það gæti þurft að búa til 7 sekúndna myndband til að fá fólk til að horfa á 90 sekúndna myndbandið,“ segir Eid. Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Sjá meira
„Heiminn breytast mun hraðar en áður,“ segir Luke Eid sem stýrir alþjóðlegu neti stafrænnar miðlunar hjá alþjóðlegu auglýsingastofunnar TBWA. Eid hefur m.a. stýrt stafrænni markaðssetningu fyrir Nissan, Pacific Brands, Coach og Standard Charter Bank. „Auglýsingastofur á borð við TBWA þurfa að bregðast við mun hraðar en áður. Í hefðbundnum markaðsherferðum höfum við haft marga mánuði, jafnvel ár til að undirbúa okkur en í fjölmiðlaumhverfi dagsins í dag þarftu að geta brugðist við samstundis,“ segir hann. Eid segir það mikla áskorun fyrir markaðsfólk að takast á við þennan breytta heim. Hann nefnir fjórar ástæður fyrir þessum breytingum. Í fyrsta lagi sé hægt að komast þráðlaust á netið nær hvar sem er. Í öðru lagi hafi innreið snjalltækja á borð við síma, úr og jafnvel bíla valdið því að fólk sé alltaf í sambandi við umheiminn. Í þriðja lagi hafi innreið samfélagsmiðla haft miklar breytingar í för með sér. Í fjórða lagi hafi svo þessar tækninýjungar valdið því að tískubylgjur og menning breytist mun hraðar en áður. „Allt þetta veldur því að vörumerki þurfa að bregðast við mun hraðar en áður,“ segir hann. „Það er til fræg tilvitnun eftir Ray Kurzweil, verkfræðing hjá Google og rithöfund, sem segir að heimurinn muni ekki sjá 100 ár af framþróun næstu öldina heldur tuttugu þúsund ár. Svo breytingarnar eru að eiga sér stað í veldisvexti.“ Eid segir að fram til þessa hafi markaðs- og auglýsingastofur brugðist við nýjum miðlum með nýjum sérfræðideildum. Innreið internetsins hafi kallað á sérstakar markaðsstofur fyrir netið, sama hafi gilt um snjallsímana og svo síðast með innreið samfélagsmiðla. „En þegar heimurinn er að breytast mun hraðar en áður getur þetta flókna kerfi ekki brugðist nógu hratt við. Svo stóra áskorunin er að endurskipuleggja hvernig við vinnum sem ein heild,“ segir Eid. Eid nefnir vinnulag fjölmiðlafólks sem góða fyrirmynd að vinnulagi sem markaðsfólk þurfi að taka upp. „Fjölmiðlar eru mjög fljótir að bregðast við hlutum þegar þeir gerast. Ritstjórnin hittist á hverjum morgni og úthlutar verkefnum til blaða- og fréttamana og sendir þá á staði. Þeir koma svo aftur og þá þarf að ákveða hvað er birt. Þetta er fyrirkomulag sem við þyrftum að laga okkur að en erum ekki vön,“ segir Eid. Hann telur að næsta bylting verði endurkoma myndbanda. „Við erum komin heilan hring. Kvikmyndir og sjónvarp voru áhrifamesta efnið á 10. áratugnum en svo komu stafrænu miðlarnir og við fórum að gera borða og heimasíður. En við sem skapandi geiri erum einna best í því að segja sögur, við sköpum tilfinningaleg viðbrögð, hlátur eða grát. Ef þú skoðar Facebook-veggi þá er meirihluti þeirra orðinn myndir og myndbönd frekar en texti. Mark Zuckerberg hefur sagt að á næstu árum verði Facebook-veggurinn bara myndir og myndbönd svo ég held að við séum að fara aftur í að segja sögur, en leikurinn er breyttur, það verða ekki bara þaulskipulögð 30 eða 90 sekúndna myndbönd. Það gæti þurft að búa til 7 sekúndna myndband til að fá fólk til að horfa á 90 sekúndna myndbandið,“ segir Eid.
Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Sjá meira