Markaðsmenn horfi meira til fjölmiðlafólks ingvar haraldsson skrifar 2. september 2015 11:00 Eid segir að fjölmiðlar gætu orðið fyrirmynd að verklagi sem markaðsfólk þurfi að taka upp. vísir/gva „Heiminn breytast mun hraðar en áður,“ segir Luke Eid sem stýrir alþjóðlegu neti stafrænnar miðlunar hjá alþjóðlegu auglýsingastofunnar TBWA. Eid hefur m.a. stýrt stafrænni markaðssetningu fyrir Nissan, Pacific Brands, Coach og Standard Charter Bank. „Auglýsingastofur á borð við TBWA þurfa að bregðast við mun hraðar en áður. Í hefðbundnum markaðsherferðum höfum við haft marga mánuði, jafnvel ár til að undirbúa okkur en í fjölmiðlaumhverfi dagsins í dag þarftu að geta brugðist við samstundis,“ segir hann. Eid segir það mikla áskorun fyrir markaðsfólk að takast á við þennan breytta heim. Hann nefnir fjórar ástæður fyrir þessum breytingum. Í fyrsta lagi sé hægt að komast þráðlaust á netið nær hvar sem er. Í öðru lagi hafi innreið snjalltækja á borð við síma, úr og jafnvel bíla valdið því að fólk sé alltaf í sambandi við umheiminn. Í þriðja lagi hafi innreið samfélagsmiðla haft miklar breytingar í för með sér. Í fjórða lagi hafi svo þessar tækninýjungar valdið því að tískubylgjur og menning breytist mun hraðar en áður. „Allt þetta veldur því að vörumerki þurfa að bregðast við mun hraðar en áður,“ segir hann. „Það er til fræg tilvitnun eftir Ray Kurzweil, verkfræðing hjá Google og rithöfund, sem segir að heimurinn muni ekki sjá 100 ár af framþróun næstu öldina heldur tuttugu þúsund ár. Svo breytingarnar eru að eiga sér stað í veldisvexti.“ Eid segir að fram til þessa hafi markaðs- og auglýsingastofur brugðist við nýjum miðlum með nýjum sérfræðideildum. Innreið internetsins hafi kallað á sérstakar markaðsstofur fyrir netið, sama hafi gilt um snjallsímana og svo síðast með innreið samfélagsmiðla. „En þegar heimurinn er að breytast mun hraðar en áður getur þetta flókna kerfi ekki brugðist nógu hratt við. Svo stóra áskorunin er að endurskipuleggja hvernig við vinnum sem ein heild,“ segir Eid. Eid nefnir vinnulag fjölmiðlafólks sem góða fyrirmynd að vinnulagi sem markaðsfólk þurfi að taka upp. „Fjölmiðlar eru mjög fljótir að bregðast við hlutum þegar þeir gerast. Ritstjórnin hittist á hverjum morgni og úthlutar verkefnum til blaða- og fréttamana og sendir þá á staði. Þeir koma svo aftur og þá þarf að ákveða hvað er birt. Þetta er fyrirkomulag sem við þyrftum að laga okkur að en erum ekki vön,“ segir Eid. Hann telur að næsta bylting verði endurkoma myndbanda. „Við erum komin heilan hring. Kvikmyndir og sjónvarp voru áhrifamesta efnið á 10. áratugnum en svo komu stafrænu miðlarnir og við fórum að gera borða og heimasíður. En við sem skapandi geiri erum einna best í því að segja sögur, við sköpum tilfinningaleg viðbrögð, hlátur eða grát. Ef þú skoðar Facebook-veggi þá er meirihluti þeirra orðinn myndir og myndbönd frekar en texti. Mark Zuckerberg hefur sagt að á næstu árum verði Facebook-veggurinn bara myndir og myndbönd svo ég held að við séum að fara aftur í að segja sögur, en leikurinn er breyttur, það verða ekki bara þaulskipulögð 30 eða 90 sekúndna myndbönd. Það gæti þurft að búa til 7 sekúndna myndband til að fá fólk til að horfa á 90 sekúndna myndbandið,“ segir Eid. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
„Heiminn breytast mun hraðar en áður,“ segir Luke Eid sem stýrir alþjóðlegu neti stafrænnar miðlunar hjá alþjóðlegu auglýsingastofunnar TBWA. Eid hefur m.a. stýrt stafrænni markaðssetningu fyrir Nissan, Pacific Brands, Coach og Standard Charter Bank. „Auglýsingastofur á borð við TBWA þurfa að bregðast við mun hraðar en áður. Í hefðbundnum markaðsherferðum höfum við haft marga mánuði, jafnvel ár til að undirbúa okkur en í fjölmiðlaumhverfi dagsins í dag þarftu að geta brugðist við samstundis,“ segir hann. Eid segir það mikla áskorun fyrir markaðsfólk að takast á við þennan breytta heim. Hann nefnir fjórar ástæður fyrir þessum breytingum. Í fyrsta lagi sé hægt að komast þráðlaust á netið nær hvar sem er. Í öðru lagi hafi innreið snjalltækja á borð við síma, úr og jafnvel bíla valdið því að fólk sé alltaf í sambandi við umheiminn. Í þriðja lagi hafi innreið samfélagsmiðla haft miklar breytingar í för með sér. Í fjórða lagi hafi svo þessar tækninýjungar valdið því að tískubylgjur og menning breytist mun hraðar en áður. „Allt þetta veldur því að vörumerki þurfa að bregðast við mun hraðar en áður,“ segir hann. „Það er til fræg tilvitnun eftir Ray Kurzweil, verkfræðing hjá Google og rithöfund, sem segir að heimurinn muni ekki sjá 100 ár af framþróun næstu öldina heldur tuttugu þúsund ár. Svo breytingarnar eru að eiga sér stað í veldisvexti.“ Eid segir að fram til þessa hafi markaðs- og auglýsingastofur brugðist við nýjum miðlum með nýjum sérfræðideildum. Innreið internetsins hafi kallað á sérstakar markaðsstofur fyrir netið, sama hafi gilt um snjallsímana og svo síðast með innreið samfélagsmiðla. „En þegar heimurinn er að breytast mun hraðar en áður getur þetta flókna kerfi ekki brugðist nógu hratt við. Svo stóra áskorunin er að endurskipuleggja hvernig við vinnum sem ein heild,“ segir Eid. Eid nefnir vinnulag fjölmiðlafólks sem góða fyrirmynd að vinnulagi sem markaðsfólk þurfi að taka upp. „Fjölmiðlar eru mjög fljótir að bregðast við hlutum þegar þeir gerast. Ritstjórnin hittist á hverjum morgni og úthlutar verkefnum til blaða- og fréttamana og sendir þá á staði. Þeir koma svo aftur og þá þarf að ákveða hvað er birt. Þetta er fyrirkomulag sem við þyrftum að laga okkur að en erum ekki vön,“ segir Eid. Hann telur að næsta bylting verði endurkoma myndbanda. „Við erum komin heilan hring. Kvikmyndir og sjónvarp voru áhrifamesta efnið á 10. áratugnum en svo komu stafrænu miðlarnir og við fórum að gera borða og heimasíður. En við sem skapandi geiri erum einna best í því að segja sögur, við sköpum tilfinningaleg viðbrögð, hlátur eða grát. Ef þú skoðar Facebook-veggi þá er meirihluti þeirra orðinn myndir og myndbönd frekar en texti. Mark Zuckerberg hefur sagt að á næstu árum verði Facebook-veggurinn bara myndir og myndbönd svo ég held að við séum að fara aftur í að segja sögur, en leikurinn er breyttur, það verða ekki bara þaulskipulögð 30 eða 90 sekúndna myndbönd. Það gæti þurft að búa til 7 sekúndna myndband til að fá fólk til að horfa á 90 sekúndna myndbandið,“ segir Eid.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira