Að verða fyrir heimspeki Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson skrifar 18. ágúst 2015 11:15 Þann 18. júlí birti Jón Gnarr grein undir titlinum „Heimspeki er lífstíll!“. Þar mælir hann fyrir auknum umsvifum heimspekinnar í samfélaginu, en nýtir tækifærið líka til þess að atast aðeins í íslenskri heimspeki og íslenskum heimspekingum. Hann gerir þar athugasemd annars vegar við framboðið á heimspeki á íslensku, og telur það helstu ástæðuna þess hversu fá rit hafi rekið á fjörur hans og hins vegar fullyrðir hann að Íslendingar hafi fáa eða jafnvel enga frambærilega heimspekinga.Íslensk rit og rit á íslensku Þvert á það sem Jón kann að trúa að þá hygg ég að leitun sé að jafn fámennri þjóð sem heldur út eins viðamiklu rannsóknar- og þýðingarstarfi og við Íslendingar. Þó aðeins sé litið til síðustu ára hafa íslenskir heimspekingar skrifað rit á íslensku um hin ýmsu málefni. Heljarverk um sögu siðfræðinnar, rit um hversdagsheimspeki, vísindaheimspeki, rökfræði, náttúruheimspeki og listheimspeki, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur komið út efni á íslensku sérsniðið að grunn- og framhaldsskólum, að ónefndum hinum ýmsu greinasöfnum. Hið íslenska bókmenntafélag hefur líka staðið í stórfelldri útgáfu á heimspekiritum, en Lærdómsrit bókmenntafélagsins telja nú á níunda tug og stór hluti þeirra eru heimspekirit. Þar að auki gefur Félag áhugamanna um heimspeki út ár hvert ritrýnt tímarit um heimspeki, Hug, en 26. árgangur Hugs kom út síðastliðið vor. Hugur er ómetanlegur sjóður af bæði þýddum og frumrituðum greinum á íslensku. Framboðið er því ekki amalegt og Jón hefði til dæmis geta beðið með að lesa Nietzsceh á ensku þar sem að þrjú helstu rita hans eru til í afbragðsgóðum íslenskum þýðingum: Svo mælti Zaraþústra, Af sifjafræði siðferðisins og Handan góðs og ills.Frambærilegir heimspekingar Af skorti á frambærileika íslenskra heimspekinga veit ég ekki alveg hvað ég á segja. Hér yrði maður að velta því fyrir sér hvað heimspekingur þarf til brunns að bera til þess að teljast frambærilegur, en það væri til lítils gagns hér. Freistandi væri að telja hreinlega upp þá íslensku heimspekinga – bæði konur og karla, unga og aldna – sem mér þykja frambærilegir, en ég læt það vera. Ég get í það minnsta ábyrgst að nóg er til af þeim. Hitt er svo annað mál hvort Íslendinga skorti það sem á ensku hefur verið nefnt public intellectuals en við höfum ekkert gott orð yfir, fólk eins og Simone de Beauvoir, Noam Chomsky eða Slavoj Žižek. Hugsanlega er þetta það sem Jón á við með frambærileika. Hér er með sönnu sagt ekki um auðugan garð að gresja, enda ekki verið til siðs hérlendis að fræðimenn séu að skipta sér mikið af opinberum málefnum. Fáir íslenskir fræðimenn hafa staldrað við í sviðsljósinu í lengri tíma – nema ef vera skyldi Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hugsast getur að þetta hafi eitthvað með ríkjandi hugmyndafræði að gera, sem sést kannski á þvi að þegar glitta fór í sprungur í glansmynd nýfrjálshyggjunnar í bankahruninu 2008 að þá þótti skyndilega fínt að fá heimspekinga í sjónvarspviðtal. Enda er ég ekki frá því að ég hafi séð íslenskan heimspeking í sjónvarpinu oftar á árunum 2008-2010 en ég hef gert samanlagt bæði fyrr og síðar. En nú er búið að spartla upp í glansmyndina og það virðist ekki vera rými fyrir spurningar í samfélagi þar sem allir hafa svörin. Aukinn sýnileiki heimspekinnar og heimspekilegrar hugsunar í hinu opinbera rými væri jákvæð þróun, en ástæður núverandi skorts er ekki – að ég tel – að rekja til lítils framboðs á heimspeki á íslensku, né til frambærileika íslenskra heimspekinga. Ástæðuna hljótum við að reka eitthvert annað, t.a.m. til tíðarandans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 18. júlí birti Jón Gnarr grein undir titlinum „Heimspeki er lífstíll!“. Þar mælir hann fyrir auknum umsvifum heimspekinnar í samfélaginu, en nýtir tækifærið líka til þess að atast aðeins í íslenskri heimspeki og íslenskum heimspekingum. Hann gerir þar athugasemd annars vegar við framboðið á heimspeki á íslensku, og telur það helstu ástæðuna þess hversu fá rit hafi rekið á fjörur hans og hins vegar fullyrðir hann að Íslendingar hafi fáa eða jafnvel enga frambærilega heimspekinga.Íslensk rit og rit á íslensku Þvert á það sem Jón kann að trúa að þá hygg ég að leitun sé að jafn fámennri þjóð sem heldur út eins viðamiklu rannsóknar- og þýðingarstarfi og við Íslendingar. Þó aðeins sé litið til síðustu ára hafa íslenskir heimspekingar skrifað rit á íslensku um hin ýmsu málefni. Heljarverk um sögu siðfræðinnar, rit um hversdagsheimspeki, vísindaheimspeki, rökfræði, náttúruheimspeki og listheimspeki, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur komið út efni á íslensku sérsniðið að grunn- og framhaldsskólum, að ónefndum hinum ýmsu greinasöfnum. Hið íslenska bókmenntafélag hefur líka staðið í stórfelldri útgáfu á heimspekiritum, en Lærdómsrit bókmenntafélagsins telja nú á níunda tug og stór hluti þeirra eru heimspekirit. Þar að auki gefur Félag áhugamanna um heimspeki út ár hvert ritrýnt tímarit um heimspeki, Hug, en 26. árgangur Hugs kom út síðastliðið vor. Hugur er ómetanlegur sjóður af bæði þýddum og frumrituðum greinum á íslensku. Framboðið er því ekki amalegt og Jón hefði til dæmis geta beðið með að lesa Nietzsceh á ensku þar sem að þrjú helstu rita hans eru til í afbragðsgóðum íslenskum þýðingum: Svo mælti Zaraþústra, Af sifjafræði siðferðisins og Handan góðs og ills.Frambærilegir heimspekingar Af skorti á frambærileika íslenskra heimspekinga veit ég ekki alveg hvað ég á segja. Hér yrði maður að velta því fyrir sér hvað heimspekingur þarf til brunns að bera til þess að teljast frambærilegur, en það væri til lítils gagns hér. Freistandi væri að telja hreinlega upp þá íslensku heimspekinga – bæði konur og karla, unga og aldna – sem mér þykja frambærilegir, en ég læt það vera. Ég get í það minnsta ábyrgst að nóg er til af þeim. Hitt er svo annað mál hvort Íslendinga skorti það sem á ensku hefur verið nefnt public intellectuals en við höfum ekkert gott orð yfir, fólk eins og Simone de Beauvoir, Noam Chomsky eða Slavoj Žižek. Hugsanlega er þetta það sem Jón á við með frambærileika. Hér er með sönnu sagt ekki um auðugan garð að gresja, enda ekki verið til siðs hérlendis að fræðimenn séu að skipta sér mikið af opinberum málefnum. Fáir íslenskir fræðimenn hafa staldrað við í sviðsljósinu í lengri tíma – nema ef vera skyldi Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hugsast getur að þetta hafi eitthvað með ríkjandi hugmyndafræði að gera, sem sést kannski á þvi að þegar glitta fór í sprungur í glansmynd nýfrjálshyggjunnar í bankahruninu 2008 að þá þótti skyndilega fínt að fá heimspekinga í sjónvarspviðtal. Enda er ég ekki frá því að ég hafi séð íslenskan heimspeking í sjónvarpinu oftar á árunum 2008-2010 en ég hef gert samanlagt bæði fyrr og síðar. En nú er búið að spartla upp í glansmyndina og það virðist ekki vera rými fyrir spurningar í samfélagi þar sem allir hafa svörin. Aukinn sýnileiki heimspekinnar og heimspekilegrar hugsunar í hinu opinbera rými væri jákvæð þróun, en ástæður núverandi skorts er ekki – að ég tel – að rekja til lítils framboðs á heimspeki á íslensku, né til frambærileika íslenskra heimspekinga. Ástæðuna hljótum við að reka eitthvert annað, t.a.m. til tíðarandans.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun