Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2015 17:45 Íslensku kylfingarnir sem tóku þátt. Mynd/GSÍ Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék framúrskarandi golf á öðrum degi Evrópumeistaramóts áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana en hann lauk leik á sjö höggum undir pari. Guðmundur er einu höggi á eftir Jamie Bower sem er efstur eftir tvo daga. Hann komst ásamt félaga sínum úr Golfklúbbi Reykjavíkur, Haraldi Franklín Magnússyni, í gegn um niðurskurðinn. Guðmundur Ágúst sem lék fanta gott golf á seinni níu holum vallarins í gær þegar hann nældi í tvo erni hann kom inn á 29 höggum, sjö höggum undir pari en hann var á tveimur höggum yfir pari á fyrri holum vallarins í gær. Hann bætti heldur betur upp fyrir það í dag en hann lauk fyrri níu holum vallarins á tveimur höggum undir pari sem gaf aðeins tóninn fyrir seinni níu holur vallarins. Þar nældi Guðmundur í sex fugla og einn skolla og lauk því leik í dag á sjö höggum undir pari og tólf höggum undir pari í heildina. Haraldi Franklín tókst ekki að fylgja eftir góðum hring í gær en hann lauk leik á átta höggum undir pari í gær. Haraldur byrjaði hringinn vel og fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holum vallarins en lenti í vandræðum á seinni níu holum dagsins. Fékk hann þrjá skolla og einn fugl og lauk því leik á einu höggi undir pari og níu höggum undir pari alls. Er hann ásamt fjórum öðrum í 20. sæti en kemst ásamt Guðmundi í gegn um niðurskurðinn. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili átti í töluverðum með völlinn í dag en Axel lauk leik á þremur höggum undir pari eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari í gær. Axel fékk skolla á fyrstu holu vallarins en fylgdi því eftir með eina fugli dagsins. Tveir skollar til viðbótar á fyrri níu og einn á seinni níu gerðu það að verkum að hann lauk leik á þremur höggum yfir pari og alls einu höggi undir pari. Féll hann niður úr 20. sæti og í það 85. og missti því af niðurskurðinum. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili náði örlítið að laga skorið sitt en hann lauk leik í dag á einu höggi undir pari og lauk leik á mótinu á tveimur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbb Reykjavíkur og Bjarki Pétursson úr Golfklúbb Borgarness náðu sér ekki á strik en Andri lauk leik á átta höggum yfir pari og Bjarki á tólf höggum yfir pari. Golf Tengdar fréttir Haraldur Franklín lék á átta höggum undir pari á degi eitt á EM Haraldur Franklín Magnús úr GR lék gríðarlega vel á fyrsta hringnum á Evrópumóti áhugamanna golfi í Slóvakíu í dag. 5. ágúst 2015 13:49 Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00 Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék framúrskarandi golf á öðrum degi Evrópumeistaramóts áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana en hann lauk leik á sjö höggum undir pari. Guðmundur er einu höggi á eftir Jamie Bower sem er efstur eftir tvo daga. Hann komst ásamt félaga sínum úr Golfklúbbi Reykjavíkur, Haraldi Franklín Magnússyni, í gegn um niðurskurðinn. Guðmundur Ágúst sem lék fanta gott golf á seinni níu holum vallarins í gær þegar hann nældi í tvo erni hann kom inn á 29 höggum, sjö höggum undir pari en hann var á tveimur höggum yfir pari á fyrri holum vallarins í gær. Hann bætti heldur betur upp fyrir það í dag en hann lauk fyrri níu holum vallarins á tveimur höggum undir pari sem gaf aðeins tóninn fyrir seinni níu holur vallarins. Þar nældi Guðmundur í sex fugla og einn skolla og lauk því leik í dag á sjö höggum undir pari og tólf höggum undir pari í heildina. Haraldi Franklín tókst ekki að fylgja eftir góðum hring í gær en hann lauk leik á átta höggum undir pari í gær. Haraldur byrjaði hringinn vel og fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holum vallarins en lenti í vandræðum á seinni níu holum dagsins. Fékk hann þrjá skolla og einn fugl og lauk því leik á einu höggi undir pari og níu höggum undir pari alls. Er hann ásamt fjórum öðrum í 20. sæti en kemst ásamt Guðmundi í gegn um niðurskurðinn. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili átti í töluverðum með völlinn í dag en Axel lauk leik á þremur höggum undir pari eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari í gær. Axel fékk skolla á fyrstu holu vallarins en fylgdi því eftir með eina fugli dagsins. Tveir skollar til viðbótar á fyrri níu og einn á seinni níu gerðu það að verkum að hann lauk leik á þremur höggum yfir pari og alls einu höggi undir pari. Féll hann niður úr 20. sæti og í það 85. og missti því af niðurskurðinum. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili náði örlítið að laga skorið sitt en hann lauk leik í dag á einu höggi undir pari og lauk leik á mótinu á tveimur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbb Reykjavíkur og Bjarki Pétursson úr Golfklúbb Borgarness náðu sér ekki á strik en Andri lauk leik á átta höggum yfir pari og Bjarki á tólf höggum yfir pari.
Golf Tengdar fréttir Haraldur Franklín lék á átta höggum undir pari á degi eitt á EM Haraldur Franklín Magnús úr GR lék gríðarlega vel á fyrsta hringnum á Evrópumóti áhugamanna golfi í Slóvakíu í dag. 5. ágúst 2015 13:49 Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00 Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Haraldur Franklín lék á átta höggum undir pari á degi eitt á EM Haraldur Franklín Magnús úr GR lék gríðarlega vel á fyrsta hringnum á Evrópumóti áhugamanna golfi í Slóvakíu í dag. 5. ágúst 2015 13:49
Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00
Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00