Röng forgangsröðun í bankakerfinu Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júlí 2015 08:57 Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent