Fyrirkomulag búvöruverðs muni á endanum tortíma sér Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júlí 2015 18:37 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs algjörlega út í bláinn og að kerfið muni á endanum tortíma sér. Fulltrúi í verðlagsnefnd segir alltaf erfitt að hækka verð en framkvæmdastjóri KÚ hefur kallað eftir aðgerðum frá landbúnaðarráðherra. Ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkun á mjólk og mjólkurafurðum frá og með 1. ágúst næstkomandi hefur verið harðlega gagnrýnd. Til að mynda hafa Samtök verslunar og þjónustu sagt að hækkunin komi á afar viðkvæmum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga. Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ óskuðu í dag eftir fundi með landbúnaðarráðherra um ákvörðun nefndarinnar og fara fram á að ráðherrann beiti sér fyrir því að hún verði endurskoðuð. Þá segir í tilkynningu frá KÚ: „Leiðrétting á þessari síðustu verðlagningu er forsenda þess að KÚ geti haldið áfram rekstri. Að öðrum kosti sjáum við okkur nauðbeygða að draga okkur út úr samkeppni á mjólkurvörumarkaði með tilheyrandi skaða fyrir neytendur.“ Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda og nefndarmaður í verðlagsnefnd búvara, segir skýringu þessarar ákvörðunar vera annars vegar hækkun á kostnaði í búrekstri bænda. „Og svo hins vegar hækkanir sem eiga sér stað í mjólkuriðnaði og þá kannski fyrst og fremst launahækkanir, sem hafa verið að ganga yfir á síðustu misserum,” segir Sigurður. En að vera að hækka verð í kjölfar kjarasamninga þar sem allir aðilar hafa verið hvattir til að halda aftur af hækkunum. Er þetta ekki slæmur tímapunktur fyrir hækkanir sem þessar?„Ætli það séu nú ekki allir tímapunktar erfiðir til að vera að hækka, er það ekki vilji okkar allra að vörur almennt hækki ekki eða hækki lítið,” segir Sigurður. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs vera algjörlega út í bláinn.Þarf þá ekki að breyta þessu kerfi að þínu mati?„Jú auðvitað breytist þetta kerfi hægt og bítandi, þetta gengur sér til húðar. Þetta skapar ekki velmegun fyrir bændur, þetta skapar ekki velmegun fyrir neytendur, þetta skapar ekki velmegun fyrir nokkurn aðila. Þetta er í raun að tortíma sjálfu sér og það kemur bara hægt og bítandi í ljós. Það virðist enginn hafa kjark til að taka á þessu,” segir Vilhjálmur. Tengdar fréttir Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. 18. júlí 2015 18:49 Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00 Stjórnvöld standi að verðhækkunum Stjórnvöld standa að verðhækkunum á mjólkurvörum sem eru allt að þrefalt hærri en almennt verðlag, segir forstjóri Haga sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 21. júlí 2015 19:45 KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara Segja hækkun á verði koma smærri fyrirtækjum illa. 20. júlí 2015 14:34 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs algjörlega út í bláinn og að kerfið muni á endanum tortíma sér. Fulltrúi í verðlagsnefnd segir alltaf erfitt að hækka verð en framkvæmdastjóri KÚ hefur kallað eftir aðgerðum frá landbúnaðarráðherra. Ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkun á mjólk og mjólkurafurðum frá og með 1. ágúst næstkomandi hefur verið harðlega gagnrýnd. Til að mynda hafa Samtök verslunar og þjónustu sagt að hækkunin komi á afar viðkvæmum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga. Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ óskuðu í dag eftir fundi með landbúnaðarráðherra um ákvörðun nefndarinnar og fara fram á að ráðherrann beiti sér fyrir því að hún verði endurskoðuð. Þá segir í tilkynningu frá KÚ: „Leiðrétting á þessari síðustu verðlagningu er forsenda þess að KÚ geti haldið áfram rekstri. Að öðrum kosti sjáum við okkur nauðbeygða að draga okkur út úr samkeppni á mjólkurvörumarkaði með tilheyrandi skaða fyrir neytendur.“ Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda og nefndarmaður í verðlagsnefnd búvara, segir skýringu þessarar ákvörðunar vera annars vegar hækkun á kostnaði í búrekstri bænda. „Og svo hins vegar hækkanir sem eiga sér stað í mjólkuriðnaði og þá kannski fyrst og fremst launahækkanir, sem hafa verið að ganga yfir á síðustu misserum,” segir Sigurður. En að vera að hækka verð í kjölfar kjarasamninga þar sem allir aðilar hafa verið hvattir til að halda aftur af hækkunum. Er þetta ekki slæmur tímapunktur fyrir hækkanir sem þessar?„Ætli það séu nú ekki allir tímapunktar erfiðir til að vera að hækka, er það ekki vilji okkar allra að vörur almennt hækki ekki eða hækki lítið,” segir Sigurður. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs vera algjörlega út í bláinn.Þarf þá ekki að breyta þessu kerfi að þínu mati?„Jú auðvitað breytist þetta kerfi hægt og bítandi, þetta gengur sér til húðar. Þetta skapar ekki velmegun fyrir bændur, þetta skapar ekki velmegun fyrir neytendur, þetta skapar ekki velmegun fyrir nokkurn aðila. Þetta er í raun að tortíma sjálfu sér og það kemur bara hægt og bítandi í ljós. Það virðist enginn hafa kjark til að taka á þessu,” segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. 18. júlí 2015 18:49 Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00 Stjórnvöld standi að verðhækkunum Stjórnvöld standa að verðhækkunum á mjólkurvörum sem eru allt að þrefalt hærri en almennt verðlag, segir forstjóri Haga sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 21. júlí 2015 19:45 KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara Segja hækkun á verði koma smærri fyrirtækjum illa. 20. júlí 2015 14:34 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. 18. júlí 2015 18:49
Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00
Stjórnvöld standi að verðhækkunum Stjórnvöld standa að verðhækkunum á mjólkurvörum sem eru allt að þrefalt hærri en almennt verðlag, segir forstjóri Haga sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 21. júlí 2015 19:45
KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara Segja hækkun á verði koma smærri fyrirtækjum illa. 20. júlí 2015 14:34