Fyrirkomulag búvöruverðs muni á endanum tortíma sér Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júlí 2015 18:37 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs algjörlega út í bláinn og að kerfið muni á endanum tortíma sér. Fulltrúi í verðlagsnefnd segir alltaf erfitt að hækka verð en framkvæmdastjóri KÚ hefur kallað eftir aðgerðum frá landbúnaðarráðherra. Ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkun á mjólk og mjólkurafurðum frá og með 1. ágúst næstkomandi hefur verið harðlega gagnrýnd. Til að mynda hafa Samtök verslunar og þjónustu sagt að hækkunin komi á afar viðkvæmum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga. Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ óskuðu í dag eftir fundi með landbúnaðarráðherra um ákvörðun nefndarinnar og fara fram á að ráðherrann beiti sér fyrir því að hún verði endurskoðuð. Þá segir í tilkynningu frá KÚ: „Leiðrétting á þessari síðustu verðlagningu er forsenda þess að KÚ geti haldið áfram rekstri. Að öðrum kosti sjáum við okkur nauðbeygða að draga okkur út úr samkeppni á mjólkurvörumarkaði með tilheyrandi skaða fyrir neytendur.“ Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda og nefndarmaður í verðlagsnefnd búvara, segir skýringu þessarar ákvörðunar vera annars vegar hækkun á kostnaði í búrekstri bænda. „Og svo hins vegar hækkanir sem eiga sér stað í mjólkuriðnaði og þá kannski fyrst og fremst launahækkanir, sem hafa verið að ganga yfir á síðustu misserum,” segir Sigurður. En að vera að hækka verð í kjölfar kjarasamninga þar sem allir aðilar hafa verið hvattir til að halda aftur af hækkunum. Er þetta ekki slæmur tímapunktur fyrir hækkanir sem þessar?„Ætli það séu nú ekki allir tímapunktar erfiðir til að vera að hækka, er það ekki vilji okkar allra að vörur almennt hækki ekki eða hækki lítið,” segir Sigurður. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs vera algjörlega út í bláinn.Þarf þá ekki að breyta þessu kerfi að þínu mati?„Jú auðvitað breytist þetta kerfi hægt og bítandi, þetta gengur sér til húðar. Þetta skapar ekki velmegun fyrir bændur, þetta skapar ekki velmegun fyrir neytendur, þetta skapar ekki velmegun fyrir nokkurn aðila. Þetta er í raun að tortíma sjálfu sér og það kemur bara hægt og bítandi í ljós. Það virðist enginn hafa kjark til að taka á þessu,” segir Vilhjálmur. Tengdar fréttir Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. 18. júlí 2015 18:49 Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00 Stjórnvöld standi að verðhækkunum Stjórnvöld standa að verðhækkunum á mjólkurvörum sem eru allt að þrefalt hærri en almennt verðlag, segir forstjóri Haga sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 21. júlí 2015 19:45 KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara Segja hækkun á verði koma smærri fyrirtækjum illa. 20. júlí 2015 14:34 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs algjörlega út í bláinn og að kerfið muni á endanum tortíma sér. Fulltrúi í verðlagsnefnd segir alltaf erfitt að hækka verð en framkvæmdastjóri KÚ hefur kallað eftir aðgerðum frá landbúnaðarráðherra. Ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkun á mjólk og mjólkurafurðum frá og með 1. ágúst næstkomandi hefur verið harðlega gagnrýnd. Til að mynda hafa Samtök verslunar og þjónustu sagt að hækkunin komi á afar viðkvæmum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga. Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ óskuðu í dag eftir fundi með landbúnaðarráðherra um ákvörðun nefndarinnar og fara fram á að ráðherrann beiti sér fyrir því að hún verði endurskoðuð. Þá segir í tilkynningu frá KÚ: „Leiðrétting á þessari síðustu verðlagningu er forsenda þess að KÚ geti haldið áfram rekstri. Að öðrum kosti sjáum við okkur nauðbeygða að draga okkur út úr samkeppni á mjólkurvörumarkaði með tilheyrandi skaða fyrir neytendur.“ Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda og nefndarmaður í verðlagsnefnd búvara, segir skýringu þessarar ákvörðunar vera annars vegar hækkun á kostnaði í búrekstri bænda. „Og svo hins vegar hækkanir sem eiga sér stað í mjólkuriðnaði og þá kannski fyrst og fremst launahækkanir, sem hafa verið að ganga yfir á síðustu misserum,” segir Sigurður. En að vera að hækka verð í kjölfar kjarasamninga þar sem allir aðilar hafa verið hvattir til að halda aftur af hækkunum. Er þetta ekki slæmur tímapunktur fyrir hækkanir sem þessar?„Ætli það séu nú ekki allir tímapunktar erfiðir til að vera að hækka, er það ekki vilji okkar allra að vörur almennt hækki ekki eða hækki lítið,” segir Sigurður. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs vera algjörlega út í bláinn.Þarf þá ekki að breyta þessu kerfi að þínu mati?„Jú auðvitað breytist þetta kerfi hægt og bítandi, þetta gengur sér til húðar. Þetta skapar ekki velmegun fyrir bændur, þetta skapar ekki velmegun fyrir neytendur, þetta skapar ekki velmegun fyrir nokkurn aðila. Þetta er í raun að tortíma sjálfu sér og það kemur bara hægt og bítandi í ljós. Það virðist enginn hafa kjark til að taka á þessu,” segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. 18. júlí 2015 18:49 Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00 Stjórnvöld standi að verðhækkunum Stjórnvöld standa að verðhækkunum á mjólkurvörum sem eru allt að þrefalt hærri en almennt verðlag, segir forstjóri Haga sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 21. júlí 2015 19:45 KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara Segja hækkun á verði koma smærri fyrirtækjum illa. 20. júlí 2015 14:34 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. 18. júlí 2015 18:49
Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00
Stjórnvöld standi að verðhækkunum Stjórnvöld standa að verðhækkunum á mjólkurvörum sem eru allt að þrefalt hærri en almennt verðlag, segir forstjóri Haga sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 21. júlí 2015 19:45
KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara Segja hækkun á verði koma smærri fyrirtækjum illa. 20. júlí 2015 14:34