Viðskipti innlent

KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir
KÚ mótmælir harðlega ákvörðun verðlagsnefndar búvara en nefndin hækkaði verð á ógerilsneiddri hrámjólk til úrvinnslu um 4% á sama tíma og hækkun á afurðarverði til bænda hækkar aðeins um 1,47 krónur eða 1,77%. KÚ vill meina að smærri úrvinnsluaðilar þurfi því að greiða 17,44% samkeppniskatt til MS ofan á mjólkurverð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KÚ.

Aðstandendur fyrirtækisins hefur ákveðið að kæra þessa ákvörðun verðlagsnefndar til Samkeppniseftirlitsins þar sem þeir telja hana ganga freklega gegn samkeppni á markaði. Hagsmunir neytenda eru með öllu bornir fyrir róða með þessari ákvörðun ekki síst þar sem mjólkurframleiðsla á Íslandi býr jafnframt við mikla tollvernd.

KÚ telur hækkun þessari stefnt gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og segja hana valda smærri fyrirtækjum sem starfa á þessum markaði fjárhagslegu tjóni. Ákvörðun er með öllu óskiljanleg þar sem mjólkurverð hækkar aðeins um 1,47 krónur eða 1,77% til bænda og engin hækkun hefur orðið á flutningskostnaði sem er eftir sem áður 3,5 krónur á hvern lítra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×