Viðskipti innlent

Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Breytingin er sögn vera komin til vegna kostnaðarhækkana síðastliðinna tveggja ára við framleiðslu og vinnslu mjólkur.
Breytingin er sögn vera komin til vegna kostnaðarhækkana síðastliðinna tveggja ára við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Vísir/Vilhelm
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki um 3,58 prósent 1. ágúst næstkomandi. Smjör hækkar hins vegar um 11,6 prósent.

Í frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að afurðastöðvaverð til bænda hækki um 1,47 krónur á lítra mjólkur, úr 82,92 krónur í 84,39. „Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 4,27 kr. Samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 5,74 kr. á hvern lítra mjólkur.

Breytingin er til komin vegna kostnaðarhækkana sl. tveggja ára við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. október 2013,“ segir í frétt ráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×