Bankastjóri segir Hörpureitinn mjög hagkvæman fyrir Landsbankann Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 12:00 Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja vera í nálægð við samkeppnisaðila á fjármálamarkaði og viðskiptavini í miðborginni. vísir Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson. Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson.
Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira