Bankastjóri segir Hörpureitinn mjög hagkvæman fyrir Landsbankann Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 12:00 Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja vera í nálægð við samkeppnisaðila á fjármálamarkaði og viðskiptavini í miðborginni. vísir Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira