Heilbrigðiskerfið, landlæknir og sjúklingar Jón H. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2015 12:04 Þó að það sé dálítið umliðið síðan eftirfarandi grein var samin og ýmsir hnökrar orðið til þess að hún hefur ekki komið fyrr fram, er vonandi að hún missi ekki mark sitt nú þegar hún loksins byrtist, þótt ýmsu mætti bæta við hana nú. Vonandi gefst tækifæri á því síðar. Í Fréttablaðinu þann 15. maí s.l. er nærri heilsíðu viðtal við landlækni þar sem hann ræðir um stöðu heilbrigðiskerfisins eins og það er í dag og hvað mætti betur gera. Þar kemur fram að hann muni gefa sér góðan tíma til að kynna sér kosti og galla þess og hvað sé til úrbóta. Sjálfsagt er viðtalið tilkomið vegna þess ástands sem nú ríkir í heilbrigðismálum landsins, vegna verkfalla heilbrigðisstétta. Eftir að hafa lesið viðtalið aftur og aftur, minnkaði skilningur minn á þessu embætti við hvern lestur og það sem vakti undrun og furðu mína var að orðið „sjúklingur“ kom hvergi fram hjá honum í þessu viðtali. Hann er jú landlæknir en ekki „landsjúklingur“ og munar töluverðu þar á. Hver er staða sjúklingsins innan þessa kerfis nú? Er hægt að ræða um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins án þess að þarfir sjúklinga séu teknar með. Í grein í Fréttabl. þann 21. maí s.l. vakti það furðu greinarhöfunds að landlæknir tæki afgerandi afstöðu með ríkisvaldinu í deilu þeirra við það. Hvort landlæknir taki afstöðu með ríkisvaldinu eða heilbrigðisstéttum finnst mér ekki skipta máli, en að hann skuli ekki verja réttindi sjúklinga, finnst mér alvarlegra mál. Það er ljóst að sjúklingar hafa orðið illa fyrir barðinu á þessum aðgerðum heilbrigðisstétta. Síðan tala forustumenn spítalanna um að aðgerðirnar bitni illa á þeirra stofnunum, þannig að þau verða að loka deildum, valkvæð þjónusta leggst af, spítalinn tekinn niður, loka rúmum og sjúklingar sendir heim. (Vonandi er enginn í viðkomandi rúmi). Hverslags talsmáti er þetta? Er ekki hægt að tala beinum orðum um þau áhrif sem verkföllin hafa á líðan og heilsu sjúklinganna, sem eru einu raunverulegu þolendur í svona deilum. Í einhverju viðtali við landlækni, kom fram hjá honum að hann dáðist af æðruleysi sjúklinga og hvað þeir bæru raunir sínar í hljóði. Það er ansi lítill lækningarmáttur í svona yfirlýsingu og nær væri hjá honum að beita sér að meiri hörku til að sjúklingar fái þá þjónusutu sem þeir eiga rétt á. Það hefur komið fram að ótímabært andlát hafi orðið vegna verkfallanna. Hvort það er eitt eða fleiri, er eitt einum of mikið og það mun sjálfsagt aldrei koma fram hvað þau eru mörg. Það eru töluverð öfugmæli að sjúklingar sem þurfa að leggjast inn á spítala skulu vera í lífshættu, enda er svo komið að einstaklingar eru hættir að fara til læknis vegna þessa óvissu sem nú ríkir. Það liggur fyrir að heilbrigðiskerfið er ekki að virka sem slíkt og virðist vera í molum. Svo virðist sem uppbygging þess hafi á einhverjum tímapunkti farið útaf sporinu. Hvernig landlæknir ætlar að byggja upp heilbrigðiskerfið verður fróðlegt að vita. Eins og það lítur út í dag er það ærið verkefni. Er hægt að byggja upp heilbrigðiskerfi án aðkomu sjúklinga? Á ekki svona kerfi að snúast um líf og heilsu þeirra einstaklinga sem þurfa að leita sér lækninga? Það er ekki að sjá að slík hafi verið raunin undanfarin misseri. Í áðurnefndu viðtali við landlækni sem vitnað er í við upphaf þessara greinar kemur fram að heilbrigðiskerfið eigi við sömu vandamál að etja og þegar hann vann hér síðast, fyrir 25 – 30 árum og mætti ef til vill fara enn lengra aftur í tímann c.a. 40 – 50 ár. Styður þessi umsögn að uppbyggingin á heilbrigðiskerfinu hefur mistekist allavega hvað sjúklinga varðar? Ég hef oft í huganum borið saman uppbygginguna í heilbrigðiskerfinu og þá uppbyggingu sem hefur orðið hjá okkar ágætu sjómannastétt. Hvað tæknivæðingin og allur aðbúnaður þeirra hefur tekið miklum framförum á síðustu áratugum, en það sama er ekki hægt að segja um heilbrigðisstéttirnar. Hverjum er um að kenna veit ég ekki. Vonandi fer þessu ófremdarástandi sem nú ríkir hjá sjúklingum að linna og landlæknir gleymi ekki aðkomu sjúklinga við uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu. Telur landlæknir ekki rétt að sjúklingar eignist talsmann, því það er enginn í þessu þjóðfélagi sem berst fyrir lagalegum rétti sjúklinga. Það eru dýraverdunarlög í landinu…………….. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þó að það sé dálítið umliðið síðan eftirfarandi grein var samin og ýmsir hnökrar orðið til þess að hún hefur ekki komið fyrr fram, er vonandi að hún missi ekki mark sitt nú þegar hún loksins byrtist, þótt ýmsu mætti bæta við hana nú. Vonandi gefst tækifæri á því síðar. Í Fréttablaðinu þann 15. maí s.l. er nærri heilsíðu viðtal við landlækni þar sem hann ræðir um stöðu heilbrigðiskerfisins eins og það er í dag og hvað mætti betur gera. Þar kemur fram að hann muni gefa sér góðan tíma til að kynna sér kosti og galla þess og hvað sé til úrbóta. Sjálfsagt er viðtalið tilkomið vegna þess ástands sem nú ríkir í heilbrigðismálum landsins, vegna verkfalla heilbrigðisstétta. Eftir að hafa lesið viðtalið aftur og aftur, minnkaði skilningur minn á þessu embætti við hvern lestur og það sem vakti undrun og furðu mína var að orðið „sjúklingur“ kom hvergi fram hjá honum í þessu viðtali. Hann er jú landlæknir en ekki „landsjúklingur“ og munar töluverðu þar á. Hver er staða sjúklingsins innan þessa kerfis nú? Er hægt að ræða um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins án þess að þarfir sjúklinga séu teknar með. Í grein í Fréttabl. þann 21. maí s.l. vakti það furðu greinarhöfunds að landlæknir tæki afgerandi afstöðu með ríkisvaldinu í deilu þeirra við það. Hvort landlæknir taki afstöðu með ríkisvaldinu eða heilbrigðisstéttum finnst mér ekki skipta máli, en að hann skuli ekki verja réttindi sjúklinga, finnst mér alvarlegra mál. Það er ljóst að sjúklingar hafa orðið illa fyrir barðinu á þessum aðgerðum heilbrigðisstétta. Síðan tala forustumenn spítalanna um að aðgerðirnar bitni illa á þeirra stofnunum, þannig að þau verða að loka deildum, valkvæð þjónusta leggst af, spítalinn tekinn niður, loka rúmum og sjúklingar sendir heim. (Vonandi er enginn í viðkomandi rúmi). Hverslags talsmáti er þetta? Er ekki hægt að tala beinum orðum um þau áhrif sem verkföllin hafa á líðan og heilsu sjúklinganna, sem eru einu raunverulegu þolendur í svona deilum. Í einhverju viðtali við landlækni, kom fram hjá honum að hann dáðist af æðruleysi sjúklinga og hvað þeir bæru raunir sínar í hljóði. Það er ansi lítill lækningarmáttur í svona yfirlýsingu og nær væri hjá honum að beita sér að meiri hörku til að sjúklingar fái þá þjónusutu sem þeir eiga rétt á. Það hefur komið fram að ótímabært andlát hafi orðið vegna verkfallanna. Hvort það er eitt eða fleiri, er eitt einum of mikið og það mun sjálfsagt aldrei koma fram hvað þau eru mörg. Það eru töluverð öfugmæli að sjúklingar sem þurfa að leggjast inn á spítala skulu vera í lífshættu, enda er svo komið að einstaklingar eru hættir að fara til læknis vegna þessa óvissu sem nú ríkir. Það liggur fyrir að heilbrigðiskerfið er ekki að virka sem slíkt og virðist vera í molum. Svo virðist sem uppbygging þess hafi á einhverjum tímapunkti farið útaf sporinu. Hvernig landlæknir ætlar að byggja upp heilbrigðiskerfið verður fróðlegt að vita. Eins og það lítur út í dag er það ærið verkefni. Er hægt að byggja upp heilbrigðiskerfi án aðkomu sjúklinga? Á ekki svona kerfi að snúast um líf og heilsu þeirra einstaklinga sem þurfa að leita sér lækninga? Það er ekki að sjá að slík hafi verið raunin undanfarin misseri. Í áðurnefndu viðtali við landlækni sem vitnað er í við upphaf þessara greinar kemur fram að heilbrigðiskerfið eigi við sömu vandamál að etja og þegar hann vann hér síðast, fyrir 25 – 30 árum og mætti ef til vill fara enn lengra aftur í tímann c.a. 40 – 50 ár. Styður þessi umsögn að uppbyggingin á heilbrigðiskerfinu hefur mistekist allavega hvað sjúklinga varðar? Ég hef oft í huganum borið saman uppbygginguna í heilbrigðiskerfinu og þá uppbyggingu sem hefur orðið hjá okkar ágætu sjómannastétt. Hvað tæknivæðingin og allur aðbúnaður þeirra hefur tekið miklum framförum á síðustu áratugum, en það sama er ekki hægt að segja um heilbrigðisstéttirnar. Hverjum er um að kenna veit ég ekki. Vonandi fer þessu ófremdarástandi sem nú ríkir hjá sjúklingum að linna og landlæknir gleymi ekki aðkomu sjúklinga við uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu. Telur landlæknir ekki rétt að sjúklingar eignist talsmann, því það er enginn í þessu þjóðfélagi sem berst fyrir lagalegum rétti sjúklinga. Það eru dýraverdunarlög í landinu……………..
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar