GK Reykjavík fær rykskemmdirnar bættar Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2015 17:11 Þau Guðmundur Hallgrímsson og Ása Ninna Pétursdóttir sem reka GK Reykjavík. Vísir/skjáskot „Við erum auðvitað bara mjög kát með þessa niðurstöðu þó að málinu sé hvergi nærri lokið,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, annar eigenda GK Reykjavík en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag tryggingarfélagið VÍS til að bæta eigendum tískuvöruverslunarinnar tjón sem þeir urðu fyrir í október 2013. Eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 66 sem hýsti verslun þeirra Ásu og Guðmundar Hallgrímssonar stóðu þá í miklum framkvæmdum við að breyta húsnæðinu í hotel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðingum að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. Þau hafi því þurft að loka versluninni í um tvær vikur með tilheyrandi rekstratjóni og skemmdum á tískufatnaði sem þar var til sölu.Vísir fjallaði um mál GK Reykjavík á sínum tíma og töldu eigendur verslunarinnar tjónið sem þau urðu fyrir af hendi ógætilegra vinnubragða starfsmanna Viðskiptavits ehf. nema tugum milljóna króna.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um framkvæmdirnar í október 2013. Því höfðuðu þau Ása og Guðmundur mál gegn tryggingarfélagi Viðskiptavits, VÍS, og dæmdi héraðsdómur þeim í vil sem fyrr segir. Í dómi héraðsdóms segir að ekki hafi ráðstafanir verktakafyrirtækisins hefðu engan veginn dugað til að halda ryki og óhreinindum frá versluninni – 'fyrir liggur að ryk átti um tíma greiða leið inn um op sem myndaðist við framkvæmdirnar,” segir þar meðal annars. 'Með ófullnægjandi aðgerðum og athafnaleysi sínu að þessu leyti sýndi verktakinn af sér gáleysi sem bakaði honum bótaábyrgð vegna þess tjóns sem varð á vörum í versluninni þegar ryk lagðist yfir þær” Þá segir héraðsdómur það verulega ámælisverð vinnubrögð hjá verktakanum að kjarnabora í gegnum steypta plötu milli hæða 'án þess að ganga úr skugga um hvort eitthvað hafi verið fyrir neðan sem hugsanlega gæti orðið fyrir skemmdum.“ Um leið og þau Guðmundur og Ása fagna niðurstöðu héraðsdóms vilja þau bíða með allar 'stríðsfyrirsagnir.” Dómurinn sé hluti af lengra ferli og það sé í raun enn fátt í hendi, annað en bótaskylda Viðskiptavits. Nú taki við tímafrekt mat á umfangi tjónsins og því sé ekki enn hægt að áætla með fullri vissu hvað þau geti átt von á háum bótum vegna 'ófullnægjandi aðgerða og athafnaleysis” verktakafyrirtækisins, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að orði á föstudag. Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Við erum auðvitað bara mjög kát með þessa niðurstöðu þó að málinu sé hvergi nærri lokið,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, annar eigenda GK Reykjavík en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag tryggingarfélagið VÍS til að bæta eigendum tískuvöruverslunarinnar tjón sem þeir urðu fyrir í október 2013. Eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 66 sem hýsti verslun þeirra Ásu og Guðmundar Hallgrímssonar stóðu þá í miklum framkvæmdum við að breyta húsnæðinu í hotel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðingum að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. Þau hafi því þurft að loka versluninni í um tvær vikur með tilheyrandi rekstratjóni og skemmdum á tískufatnaði sem þar var til sölu.Vísir fjallaði um mál GK Reykjavík á sínum tíma og töldu eigendur verslunarinnar tjónið sem þau urðu fyrir af hendi ógætilegra vinnubragða starfsmanna Viðskiptavits ehf. nema tugum milljóna króna.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um framkvæmdirnar í október 2013. Því höfðuðu þau Ása og Guðmundur mál gegn tryggingarfélagi Viðskiptavits, VÍS, og dæmdi héraðsdómur þeim í vil sem fyrr segir. Í dómi héraðsdóms segir að ekki hafi ráðstafanir verktakafyrirtækisins hefðu engan veginn dugað til að halda ryki og óhreinindum frá versluninni – 'fyrir liggur að ryk átti um tíma greiða leið inn um op sem myndaðist við framkvæmdirnar,” segir þar meðal annars. 'Með ófullnægjandi aðgerðum og athafnaleysi sínu að þessu leyti sýndi verktakinn af sér gáleysi sem bakaði honum bótaábyrgð vegna þess tjóns sem varð á vörum í versluninni þegar ryk lagðist yfir þær” Þá segir héraðsdómur það verulega ámælisverð vinnubrögð hjá verktakanum að kjarnabora í gegnum steypta plötu milli hæða 'án þess að ganga úr skugga um hvort eitthvað hafi verið fyrir neðan sem hugsanlega gæti orðið fyrir skemmdum.“ Um leið og þau Guðmundur og Ása fagna niðurstöðu héraðsdóms vilja þau bíða með allar 'stríðsfyrirsagnir.” Dómurinn sé hluti af lengra ferli og það sé í raun enn fátt í hendi, annað en bótaskylda Viðskiptavits. Nú taki við tímafrekt mat á umfangi tjónsins og því sé ekki enn hægt að áætla með fullri vissu hvað þau geti átt von á háum bótum vegna 'ófullnægjandi aðgerða og athafnaleysis” verktakafyrirtækisins, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að orði á föstudag.
Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira