Dustin Johnson efstur eftir fyrsta hring á St. Andrews 16. júlí 2015 19:36 Dustin Johnson og Jordan Spieth eru farnir að þekkjast vel. Getty. Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira