Mercedes-Benz GLE Coupe á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2015 09:10 Mercedes Benz GLE Coupe mun fást í mörgum útfærslum. Mercedes-Benz GLE Coupe er væntanlegur í haust og með mörgum spennandi vélum. Öflugasta útfærslan er 63 AMG og þá kemur sportjeppinn einnig sem 450 AMG sem er einnig magnaður valkostur. Auk þess verður GLE Coupe í boði sem 350d og þá með 260 hestafla díselvél. Nýr GLE Coupe er sterklegur ásýndum og með aðlaðandi formlínum. Auk þess býðst hann með mikla breidd í búnaði og miklu afli undir vélarhúddinu. 63 AMG útfærslan er með 5,5 lítra,V8 vél með tveimur forþjöppum er aflmeiri en áður. Í grunngerð skilar vélin 557 hestöflum. Hröðun úr kyrrstöðu er 4,3 sekúndur sem eftirtektarvert í ljósi stærðar og þyngdar bílsins. Vélin er fáanleg enn aflmeiri í hinni feiknar sportlegu S-Model útfærslu og er þá heil 585 hestöfl. Við þetta fer hröðun úr kyrrstöðu 100 km niður í 4,2 sekúndur sem er á við fremstu sportbíla af fólksbílagerð. Undirvagni bílsins var ennfremur breytt í því augnmiði að skila enn betri aksturseiginleikum og snerpu. Viðbragð frá vél og gírskiptingu er sportlegra en nokkru sinni fyrr og undirstrikar vel aðalsmerki AMG Driving Performance. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Mercedes-Benz GLE Coupe er væntanlegur í haust og með mörgum spennandi vélum. Öflugasta útfærslan er 63 AMG og þá kemur sportjeppinn einnig sem 450 AMG sem er einnig magnaður valkostur. Auk þess verður GLE Coupe í boði sem 350d og þá með 260 hestafla díselvél. Nýr GLE Coupe er sterklegur ásýndum og með aðlaðandi formlínum. Auk þess býðst hann með mikla breidd í búnaði og miklu afli undir vélarhúddinu. 63 AMG útfærslan er með 5,5 lítra,V8 vél með tveimur forþjöppum er aflmeiri en áður. Í grunngerð skilar vélin 557 hestöflum. Hröðun úr kyrrstöðu er 4,3 sekúndur sem eftirtektarvert í ljósi stærðar og þyngdar bílsins. Vélin er fáanleg enn aflmeiri í hinni feiknar sportlegu S-Model útfærslu og er þá heil 585 hestöfl. Við þetta fer hröðun úr kyrrstöðu 100 km niður í 4,2 sekúndur sem er á við fremstu sportbíla af fólksbílagerð. Undirvagni bílsins var ennfremur breytt í því augnmiði að skila enn betri aksturseiginleikum og snerpu. Viðbragð frá vél og gírskiptingu er sportlegra en nokkru sinni fyrr og undirstrikar vel aðalsmerki AMG Driving Performance.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent